Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 82
 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR HANDBOLTI Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni Ólympíu leikanna í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland er í ákaf- lega sterkum riðli en aðeins tvær þjóðir af fjórum munu vinna sér þátttökurétt á Ólympíu- leikunum í Peking sem fram fara í ágúst. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Svíþjóð, Pólland og Argent- ína og fyrsta verkefni strákanna okkar er Argentínumenn, sem eru ekki þekktir fyrir mikil afrek á handboltasviðinu en eru þó með eitt öflugasta liðið í Suður-Ameríku. Nokkur hefð er fyrir handbolta í grunnskólum þar á bæ en þegar skólaskyldu lýkur fara flestir í fótbolta eða snúa sér að öðru. Argentínumenn hafa sífellt verið að bæta sig í greininni og komust til að mynda í heims- meistarakeppnina í Þýskalandi árið 2006. Þeir riðu ekki feitum hesti frá því móti; töpuðu fyrir Pólverjum, 29-15, sem og Þjóð- verjum, 32-20, en lögðu granna sína frá Brasilíu, 22-20. Í keppni neðstu liðanna lagði Argentína lið Kúvæt, 28-25, en tapaði naumlega fyrir Úkraínu, 23-22. Úkraína lagði einmitt íslenska liðið í riðlakeppninni en komst þrátt fyrir það ekki áfram. Frækinn sigur Íslands á Frakklandi sá til þess. Argentínumenn tóku þátt í alþjóðlegu móti á Spáni fyrr á árinu gegn sterkum þjóðum og árangurinn þar gefur ágæta mynd af styrkleika liðsins, sem tapaði fyrir Spánverjum, 31-25, og var kjöldregið af Frökkum, 29-15. það lagði aftur á móti lið Svartfellinga, 25-16. Ef við förum í klisjurnar má segja að Argentína sé sýnd veiði en ekki gefin. Íslenska liðið verður að mæta rétt stemmt til leiks og klára þennan leik, sem á að vera skyldusigur. Mæti liðið aftur á móti til leiks með sama hugarfari og gegn Úkra- ínu 2006 gæti farið illa. - hbg Ísland hefur leik í undankeppni ÓL gegn Argentínu: Fyrsta lotan léttust HAUSINN VERÐUR AÐ VERA Í LAGI Róbert Gunnarsson og félagar geta ekki leyft sér neitt kæruleysi líkt og gegn Úkraínu 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UNDANKEPPNI ÓL HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Póllandi henry@frettabladid.is LAGERSALA síðustu dagar Lagersala Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 Verðhrun VASKAR HELLUBORÐ MATVINNSLUVÉLAR INNBYGGÐIR ÍSSKÁPAR FRYSTISKÁPAR OFNAR HÁFAR VIFTUR 30-8 0% A FSLÁ TTU R HANDBOLTI Íslenska landsliðið kom til pólsku borgarinnar Wroclaw frá Magdeburg í gær. Strákarnir tóku sína fyrstu æfingu í hinni glæsilegu Hala Stulecia-höll í gær og gekk æfingin ágætlega. Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari var nokkuð brattur eftir æfinguna. „Við erum fullir eftirvæntingar. Það er mjög góður andi í hópnum og mér finnst vera gott jafnvægi. Nú þurfum við að koma með það góða úr Spánverjaleikjunum og þétta vörnina. Við ætlum okkur að ná takmarki okkar hérna,“ sagði Guðmundur eftir æfinguna. Hann sagði ástandið á hópnum vera nokkuð gott en einna helstu áhyggjurnar eru af Alexander Petersson, sem er slæmur í ökkl- unum. Guðmundur valdi í gær fjórtán manna hóp sem mun spila þessa þrjá leiki og þeir þrír sem eru utan hans eru Björgvin Páll Gústavs- son, Bjarni Fritzson og Hannes Jón Jónsson. Guðmundur má kalla einn þeirra inn meiðist einhver í liðinu en þarf þá að sýna fram á læknisvottorð fyrir manninn sem hann tekur meiddan út. Þó svo að andstæðingur dagsins sé fyrir fram talinn vera frekar veikur ætlar Guðmundur ekki að falla í þá gryfju að vanmeta Arg- entínumenn og stefnan er ekki að ná einhverri hvíld í leiknum. „Það verður keyrt á verkefnið af fullum krafti. Argentína er sýnd veiði en ekki gefinn og við vitum það. Ef við mætum ekki af fullum krafti þá getur hæglega farið illa. Ég krefst algjörrar ein- beitingar og menn eiga ekki að spara orku. Ég mun stilla upp mína sterkasta liði frá byrjun og keyra á þá af fullu gasi,“ sagði Guðmundur ákveðinn á svip. „Ég ætla kannski ekki að sýna alla ásana mína í þessum leik og ég er með ákveðið plan sem ég vil ekki endilega tala of mikið um núna. Svo er að sjá hvort við náum að halda því. Þetta hús er annars stórkostlegt og það verður veru- lega gaman að spila hérna um helgina,“ sagði Guðmundur en hann sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort hann vildi að Sví- þjóð eða Pólland ynni á morgun. „Ég vil bara hugsa um okkur. Það skiptir öllu máli.“ Stilli upp mínu sterkasta liði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lítur ekki á leikinn gegn Argentínu sem einhverja hvíld heldur ætlar hann að keyra af fullum krafti í dag. ÞJÁLFARARNIR Guðmundur Guðmundsson sést hér stýra æfingu í Wroclaw í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HENRY BIRGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.