Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 83
FÖSTUDAGUR 30. maí 2008 47 HANDBOLTI Rakel Dögg Bragadóttir mun fara til Danmerkur eftir leik- ina gegn Rúmeníu með íslenska landsliðinu til að skoða aðstæður hjá danska félaginu Frederiks- havn. Félagið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á vordögum og leikur því í næstefstu deild á næsta tímabili. Rakel hefur verið í sambandi við félagið en það hefur enn ekki boðið henni samning. „Ég mun skoða þetta betur eftir verkefnið með landsliðinu, ég er algjörlega að einbeita mér að því núna,“ sagði Rakel. „Ég mun taka ákvörðun eftir að ég fer út að skoða þetta.“ Rakel segir að það komi ekkert annað til greina en þetta lið úti og ef hún semji ekki við það verði hún áfram í herbúðum Stjörnunn- ar. „Það er bara þetta lið eða Stjarnan.“ Rakel varð Íslandsmeistari með Stjörnunni en í Danmörku gæti hún hitt fyrir Guðbjörgu Guð- mannsdóttur, sem leikið hefur undan farin tvö ár með Frederiks- havn. Félagið komst upp í úrvals- deildina árið 2006 en fór beint niður aftur í ár. Það endaði í neðsta sæti deildarinnar og vann fimm leiki af 22. - hþh Landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir skoðar aðstæður hjá dönsku félagi: Frederikshavn eða Stjarnan? MEISTARAR Rakel fagnar Íslandsmeist- aratitilinum. Hún gæti verið á leiðinni til Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi sautján leikmenn fyrir leikina gegn Rúmeníu í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er hér heima á sunnudag en sá síðari um aðra helgi ytra. Karen Knútsdóttir er eini nýliðinn en hún er ein fjögurra leikmanna sem eiga við smávægi- leg meiðsli að stríða. Júlíus valdi því sautján leikmenn í stað sextán. Auk hennar hafa Arna Sif Pálsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir glímt við meiðsli en allar verða þær væntanlega til í slaginn fyrir fyrri leikinn á sunnudag. - hþh Íslenska kvennalandsliðið: Þrjár tæpar vegna meiðsla HÓPURINN Markmenn: Berglind Hansdóttir (Valur) Íris Símonardóttir (Grótta) Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (Grótta) Arna Sif Pálsdóttir (HK) Dagný Skúladóttir (Valur) Hanna Stefánsdóttir (Haukar) Hildigunnur Einarsdóttir (Valur) Hrafnhildur Skúladóttir (SK Århus)* Karen Knútsdóttir (Fram) Rakel Dögg Bragadóttir (Stjarnan) Rut Jónsdóttir (HK) Sara Sigurðardóttir (Fram) Sigurbjörg Jóhannsdóttir (Fram) Sólveig Kjærnested (Stjarnan) Stella Sigurðardóttir (Fram) Sunna María Einarsdóttir (Fylkir) Þórey Rósa Stefánsdóttir (Fram) Hrafnhildur Skúladóttur leikur landsleiki númer 99 og 100 gegn Rúmenum. HANDBOLTI Einn besti línumaður heims, Marcus Ahlm sem leikur með þýska meistaraliðiu Kiel, er ekki í leikmannahópi Svía um helgina. Ahlm hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en það er mikið áfall fyrir Svía enda Ahlm lykilmaður bæði í vörn og sókn. - hbg Sænska landsliðið: Ahlm ekki með HÆTTUR Marcus Ahlm var einn besti leikmaður Svía. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Hala Stulecia-höllin þar sem leikið verður um helgina er stórglæsileg. Húsið var byggt á árunum 1911-1913 þegar Wroclaw var hluti af Þýskalandi. Húsið er með háu þaki og hátt upp í loft. Áhorfendur sitja allan hringinn en húsið tekur alls 6.400 manns í sæti. Húsið hefur látið verulega á sjá að utan en er einstaklega glæsilegt að sjá að innan og er með sérstakari íþróttahöllum sem undirritaður hefur séð. - hbg Leikstaðurinn í Póllandi: Höllin frá 1913 95 ÁRA Höllin í Wroclaw hefur séð tímanna tvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/HENRY BIRGIR HANDBOLTI Leikmannahópur íslenska liðsins er í tiltölulega góðu standi og eru engar stórvægi legar áhyggjur að mati landsliðsþjálfarans. Alexander Petersson er slæmur í báðum ökklum og svo eru Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson að glíma við smávægileg hnémeiðsli. Aðrir eru algjörlega klárir í slaginn. „Það er sem betur fer ekki mikið að gera og ég vona að það breytist ekkert,“ sagði Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins. - hbg Meiðsli íslenska landsliðsins: Ekkert alvarlegt TEYGJUR OG ARMBEYGJUR Björgvin Páll Gústavsson og Einar Hólmgeirsson á æfingunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HENRY BIRGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.