Fréttablaðið - 01.06.2008, Page 1

Fréttablaðið - 01.06.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 1. júní 2008 — 147. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. skv. könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Allt sem þú þarft... ...alla daga 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sjómennskan er líka grín Í dag samgleðjast landsmenn sjómönn- um sem kunna að gera sér glaðan dag þótt yfirleitt sé sjómennskan ekkert grín. ATVINNUMÁL Öll kaupskip íslenskra skipafélaga sigla undir erlendum fánum og hafa verið færð undir erlendar alþjóðlegar skipaskrár. Íslenskir farmenn eru flestir starfsmenn færeyskra dótturfé- laga Eimskips og Samskipa. Lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sem tóku gildi í ársbyrjun, eru af hagsmunaaðilum talin svo mein- gölluð að skráning kaupskipa á Íslandi sé í raun útilokuð. Ægir Steinn Sveinþórsson, sem starfar að málefnum kaupskipaút- gerðarinnar hjá Félagi skips- stjórnarmanna, segir að barátt- an fyrir alþjóðlegri skipaskrá hérlendis sé áratuga gömul, en ljóst hafi verið að það væri eina leiðin til að halda kaupskipum undir íslenskum fána. „Vegna þrýstings frá ASÍ var hins vegar sett ákvæði í lögin um að íslenskir kjarasamningar gildi óháð því hverjir væru á skipunum og hvar skipin væru að sigla.“ Lög um alþjóðlegar skipaskrár hafa verið sett í fjölmörgum lönd- um til að bregðast við því að kaup- skip flaggi erlendum fánum. Þá er tekið upp svokallað skattleysi í stað tonnagjalds og auk þess íviln- unum til þeirra sem starfa á skip- um viðkomandi fyrirtækja. Þess- ar ráðstafanir hafa gert það að verkum að skipafélög sjá hag sínum vel borgið í viðkomandi ríkjum í alþjóðlegri samkeppni. Dæmi um þetta eru frá Írlandi og Færeyjum þar sem siglingar eru blómstrandi atvinnuvegur. Írum tókst á þremur árum að fjölga kaupskipum um 70 prósent og atvinnutækifærum í greininni um 17 prósent þegar reglum var breytt. Árið 1985 voru 50 flutningaskip skráð á Íslandi en nú er ekkert eftir. Farmönnum fækkar einnig hratt og telur Ægir Steinn að þeir séu tæplega 200 alls, þar af þriðj- ungur yfirmenn. Þeir eru lang- flestir starfsmenn færeyskra systurfélaga Eimskipa og Sam- skipa. Opinber gjöld af tekjum þeirra renna því í sjóði Færey- inga. Þessir sjómenn njóta ekki félagslegra réttinda hérlendis þrátt fyrir búsetu, til dæmis fæðingarorlofs og bóta. Signý Sigurðardóttir, forstöðu- maður flutningssviðs Samtaka verslunar og þjónustu, segir að íslenskir ráðamenn hafi aldrei haft áhuga á að taka á vandamál- inu og sýnt því dæmalaust tóm- læti. „Nýsett lög um íslenska skipaskrá skipta í raun engu máli. Skipafélögin hafa komið sér vel fyrir undir fánum annarra ríkja og njóta þar lagaöryggis og stöð- ugleika.“ Signý segir að eigi kaupskipaút- gerð að þrífast og dafna á Íslandi, þurfi íslensk stjórnvöld að tryggja að rekstrarumhverfi þeirra fyrir- tækja sem starfa í greininni sé samkeppnishæft við það umhverfi sem samkeppnis aðilarnir búa við. - shá Ekkert íslenskt flutninga- skip á skipaskrá hérlendis Öll íslensk kaupskip sigla undir erlendum fánum og íslenskir farmenn eru flestir starfsmenn færeyskra systurfélaga íslensku fyrirtækjanna. Nýsett lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá eru talin meingölluð. BJARTVIÐRI Í dag verða suðaust- an 8-15 m/s suðvestan og vestan til, annars mun hægari. Bjartviðri norðan til og austan en fer að rigna á landinu vestanverðu þegar líður á daginn. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 11 16 16 1011 BÝR EKKI TIL TÓN- LIST TIL AÐ FÁ MYNDIR AF SÉR Í BLÖÐIN Barði Jóhannsson segist ekki nenna að taka þátt í þessum íslenska hæp-leik. HELGARVIÐTAL 16 FÓLK „Dyraverðirnir sögðu að þetta væri eins og á tónleikum, fólkið bara streymdi inn,“ segir Svava Lóa Stefánsdóttir hjá Ljósmynda- safni Reykjavíkur. Um 1600 manns lögðu leið sína í Grófarhús til að skoða Skovbo, ljósmyndasýningu danska stór- leikarans Viggo Mortensen, og fá eiginhandaráritun hjá stjörnunni. Ljósmyndir leikarans eru teknar í skógum víðs vegar um heiminn. Sýningargestir keyptu 102 af þeim 110 ljósmyndum sem Viggo hafði til sýnis á samtals þrjár milljónir króna. Ágóðinn rennur óskiptur til Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Þetta er lottóvinningur fyrir okkur,“ segir Árni Finnsson, for- maður samtakanna. Hann segir að Viggo sé mikill áhugamaður um náttúruna og hafi því ákveðið að styðja samtökin. Viggo er frægastur fyrir leik sinn sem Aragorn í Hringadrótt- inssögu og harðjaxlinn Nikolai í Eastern Promises eftir David Cron- enberg. „Hann er indæll maður, hann hefur þægilega áru,“ segir Árni. „Þetta er í fjórða sinn sem hann kemur hingað og honum finnst landið mjög fallegt.“ - sgj Aðdáendur lögðu leið sína í Grófarhús til að sjá leikarann Viggo Mortensen: Lottóvinningur fyrir náttúruvernd STÓRLEIKARI 1.600 manns komu á sýningu Viggos Mortensen í Ljósmynda- safninu, sem er met, að sögn aðstand- enda safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JÚNÍ 2008 BESTU STRENDURNARHVERT SKAL HALDA Í SUMAR? EKKIHRÓARSKELDA AFTUR!SKEMMTILEGAR OG MINNA ÞEKKTAR TÓNLISTARHÁTÍÐIR Í EVRÓPU FYLGIR Í DAG ÚRSLITALEIKUR VIÐ SVÍA Í DAG Íslenska handboltalands- liðið kemst á Ólympíu- leikana í Kína ef það vinnur Svía. HAFNARFJÖRÐUR Mikið var um dýrðir í Hafnarfirði í gær þegar bæjarbúar og gestir fögnuðu ald- arafmæli bæjarins. Um 25 þús- und manns voru í miðbænum þegar mest var. Hátíðahöldin hafa staðið frá því á fimmtudagskvöld og ná hápunkti í dag. Þá verður fólki meðal annars boðið upp á 100 metra langa afmælistertu. Auk þess verða skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Stórtónleikar hefjast á Ásvöllum klukkan 16.30 þar sem Kammersveit Hafnar- fjarðar ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur fram ásamt 700 manna afmæliskór. Atburðir afmælishátíðar flétt- ast saman við dagskrá sjómanna- dagsins sem er í dag. - ovd Hafnarfjörður 100 ára: Hátíðin nær hápunkti með tertu og tónlist 2618 SIRKUSLIST Í HAFNARFIRÐI Götulistamenn og félagar í fimleikafélaginu Björk settu skemmtilegan svip á hátíðahöldin í miðbæ Hafnarfjarðar. Bærinn fagnar hundrað ára afmæli og lögðu 25 þúsund manns leið sína á afmælishátíðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.