Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 16
16 1. júní 2008 SUNNUDAGUR Velgengni hér- lendis er mæld í peningum en ekki þeirri list sem maður skilur eftir sig. Ég væri ekki að sækja um styrki ef ég ætti nóg af peningum. B arði Jóhannsson býður ekki upp á venjulegt kaffi heldur sérstaka blöndu af Nescafé með kókómjólk út í. Ég sest í notaleg- an sófann og hann spyr mig hvort ég hafi náð að hlusta á eintak af plötunni sem hann brenndi fyrir mig um daginn. Fyrsta plata Bang Gang, Something Wrong, naut mikillar velgengni og nú er önnur platan á leið í verslanir. Já, ég hlustaði á plötuna og sá ein- hvers staðar að þér fyndist hún þung. Ég get nú ekki sagt að ég sé sammála því. „Ég ætlaði að gera mjög þunga plötu. Mér finnst platan frekar þung en hún er með birtu yfir sér. Hún sándar sennilega miklu opnari en síð- asta plata.“ En textarnir eru nú allir ansi dram- atískir. Tilfinningaþrungnir. „Tja, fólk verður nú bara að dæma það sjálft.“ En svo að við spólum aðeins afturá- bak. Hvenær byrjaði eiginlega þessi brennandi tónlistaráhugi? „Ég hef alltaf verið í kringum músík, man ekki eftir öðru. Það hafa alltaf verið hljóðfæri á heimilinu eins og gítar, trommur og píanó. Svo hlust- aði ég mikið á Bubba, Sverri Storm- sker, Duran Duran og Billy Idol þegar ég var krakki. Ég fór svo í Gítarskóla Ólafs Gauks og í FÍH og tók nokkur stig þar. En þá fannst mer þetta orðið gott. Mér fannst svo leiðinlegt að spila lög eftir aðra. Mátti ekki einu sinni velja lögin sjálfur þannig að mér fannst þetta hálf tilgangslaust. Þá byrjaði ég að semja lögin sjálfur. Auðvitað byrjaði maður á því að semja léleg lög. En þau voru samt lögin mín sem ég var að spila. Með fyrstu lögunum sem ég gaf út voru svo árshátíðarlög fyrir MR.“ Er hægt að grafa þau upp? „Það vona ég ekki. En það má ekki heldur gleyma Opp Jors í tíunda bekk en það var fyrsta alvöru hljómsveitin mín. Við gáfum út þrjár kassettur. Þá fjölfaldaði maður kassettur. Þetta var selt í Þrumunni og ég held að við höfum selt heil 25 eintök og vorum gríðarlega ánægðir með það. Þetta var vinsælt í skólanum mínum. Eða ekki. Ég veit það ekki. Þetta var svona diskó- dauða-popp.“ Nú, ertu ekki að gera það núna líka? „Nei, ekki alveg. Við vorum að reyna að syngja eins og í dauðarokks- hljómsveit og svo var elektrónískt diskó-dauðarokk á bakvið. Þetta var tilraun. Það mátti hafa gaman af þessu.“ I‘m here in the building to turn up the bass „Í menntaskóla fæddist einnig hljóm- sveitin Bang Gang en í dálítið öðru formi en hún er núna. Þar gáfum við Henrik Björnsson út vínylskífuna „Listen Baby“. Það var svona sörf- lag. Svo varð Bang Gang að sólóverk- efni hjá mér og tónlistarstefnan breyttist.“ Þér hefur verið lýst af frönsku press- unni sem karakter úr Edward Gorey- bók og „myrkraprinsinum“. Svo gerir þú svona myrka hluti eins og Häxan, og kvikmyndina Red Death sem fáir Íslendingar hafa séð. Hvaða „gothic“- element er þetta eiginlega í þér? „Þetta er bara ómeðvitað. Það sem mér finnst flott og skemmtilegt er bara svona. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á vampírumyndum og mér finnst kastalar flottir. Það eru ekki til neinir kastalar á Íslandi. Ég er alltaf að leita að góðum kastölum. Það er mikil óheppni að fæðast í landi þar sem eru engir kastalar.“ Svo ert þú maðurinn sem fann upp orðið FM-hnakki. Var það meðvituð ákvörðun að gera hnakkalög með Merzedes Club? „Já, við Henrik fundum orðið upp á sínum tíma. En nei, ég átti bara að gera þrjú lög fyrir Laugardagslögin, og ég gerði eitt svona týpískt hresst íslenskt lag, annað svona friðarlag og þriðja átti að vera svona hresst euro- teknólag.“ En situr þú heima og hlustar á svona hóhóhó-lög? „Njah... ég læt aðra um það.“ Þú situr ekki heima og hlustar á Merzedes Club? „Ég náttúrlega bý þetta til þannig að ég hlýt að heyra þetta! Þessa dag- ana hlusta ég þó mest á hana Duffy. Hún er hressandi.“ Hvaða ástæður heldur þú að séu fyrir því að Merzedes Club er vinsæl- asta hljómsveit landsins ? „Ég spái ekkert í það. Er að gera lagið BassCop fyrir þau í Merzedes Club núna. I‘m here in the building to turn up the bass...“ Hvar færðu innblástur í þessa mögnuðu texta? „Nú, Ceres 4 og strákarnir komu með þetta síðasta.“ Þjóðin var ekki tilbúin í Konfekt Fólk heldur að þú sért ekki hress af því þú nennir ekki að blaðra í viðtöl- um og svara asnalegum spurningum. Til dæmis hefur þú farið á kostum í sjónvarpsviðtölum þar sem spyrlar verða hvumsa þegar þú svarar með eins atkvæðis orðum. Þá fer nú almenningur að halda að þú sért stór- skrýtinn. „Þegar fólk spyr asnalega getur það búist við að fá asnaleg svör.“ Hver er fáránlegasta spurning sem þú hefur fengið? „Ég hef nokkrum sinnum verið spurður „Ertu ekki orðinn ríkur á því að gera tónlist?“ Ef ég vildi verða ríkur þá ynni ég í banka eða færi í lögfræði. Mér finnst þetta mjög fynd- in spurning. Velgengni hérlendis er mæld í peningum en ekki þeirri list sem maður skilur eftir sig. Ég væri ekki að sækja um styrki ef ég ætti nóg af peningum. Ef maður segir frá einhverju spennandi sem maður er að fara að gera þá er alltaf viðkvæðið: „Já, og færðu ekki svakalega vel borgað fyrir það?“ En svo ertu samt búinn að gera ein- hverja af þeim hressustu hlutum sem hafa birst hér á landi. Ólafur á X-inu til dæmis, „Nei! Ólafur var ekkert hress. En hann var hressandi. Það er munur þar á. Ég forðast að vera hress, en reyni að vera hressandi. Ég hafði mjög gaman af útvarpsmennsk- unni.“ Og Konfekt á Skjá einum? „Konfekt var ekkert hresst heldur! En Konfekt voru gríðarlega mikil- vægir þættir sem fáir skildu þegar þeir voru sýndir. Það má finna nokkra búta úr þeim á Youtube núna. Það voru afar hressandi þættir. Við Henrik vinur minn ákváðum að gera þátt sem var eins og það sem okkur sjálfa langaði að sjá í sjónvarpinu.“ En þjóðin hefur ekki verið sam- mála? „Nei, þjóðin var ekki sammála, það var töluvert hringt og kvartað eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið. Fólk langaði að sjá eitthvað auðmelt, og vill yfirleitt fá útskýringar á því sem er að gerast á skjánum. Ég held hins vegar að fólk sé mun móttækilegra í dag fyrir svona þætti. Við erum enn í dag að fá hrós frá fólki sem skildi út á hvað þættirnir gengu. Það er kannski búið að stíga skrefin smá í áttina að þessu í sjónvarpinu. Ég kann að búa til hluti sem passa í ákveðna formúlu. En ég forðast svo- leiðis þegar ég geri mína eigin hluti. Þar er engin málamiðlun. Þegar ég geri plöturnar mínar er ég ekki að gera þær til að þóknast neinum nema mér. Auðvitað er gaman að fá hrós, en ég sendi ekkert frá mér sem ég er ekki sáttur við. Ég reikna aldrei með að öllum líki það enda geta þeir sem BARÐI JÓHANNSSON „Ég er ekki að gera tónlist til að fá myndir af mér í blöðin og verða frægur.“Mynd/Ami Barwell Ég er ekki hress en hef gert hressandi hluti Út er komin platan Ghosts from the Past með Bang Gang og höfundur hennar Barði Jóhannsson kemur fram með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og frönsku söngkonunni Keren Ann næstkomandi fimmtudagskvöld í Háskólabíói. Anna Margrét Björnsson átti spjall við Barða um tónlistina, sjónvarpsþættina og brennandi ástríðu fyrir kastölum. ekki hafa gaman af tónlistinni minni bara hlustað á eitthvað annað. Ég las einu sinni dóm um plötu eftir mig sem íslenskur blaðamaður skrifaði, hann fjallaði ekkert um tónlistina og skrifaði eitthvert órökstutt bull. Ég komst svo að því síðar að ástæða skrif- anna væri sú að hann væri pirrað- ur yfir því að mér hafði verið hleypt fram fyrir hann í röð á bar.“ Er ekki Konfekt II á döfinni? „Okkur langar mjög mikið til þess að gera aðra seríu. Ég veit að fólk er mjög móttækilegt fyrir Konfekt I þessa stundina, kannski við gerum bara Konfekt II núna og sýnum það eftir fimm ár.“ Er ekki í einhverjum sleikjuleik En að öðru. Plöturnar þínar eru ekki hressandi, þær eru dáldið dramatískar. Þú gerir ekki fyndna tónlist. „Víst hef ég gert fyndna tónlist. Ég gerði til dæmis lög með Tví- höfða eins og smellina „I Miss My Bitch“ og „Let Me Be Your Uncle Tonight“. En þessi plata er mjög persónu- leg. Það er mikið tilfinningaflæði í þessu. „Maður reynir að setja eins mikið af sjálfum sér í tónsmíðarn- ar eins og maður getur. Mér líður alltaf vel þegar ég er að gera músík.“ Ertu einhvern tímann ekki að semja tónlist? Ertu ekki að vinna í þessu 24 tíma á dag? „Jú, en stundum er ég að vinna fyrir sjálfan mig og stundum fyrir aðra. Ég get til dæmis ekki verið að vinna í tvo tíma í minni tónlist og svo tvo tíma í einhverju öðru. Eg verð bara að klára eitt í einu. Eða hafa 6- 7 klukkutíma til að gera mitt. Til að komast í fíling- inn.“ En þú ert vinnusjúklingur. Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að vinna? „Þá er ég að skipuleggja eitt- hvað í kringum vinnuna. Bóka túra og eitthvað svona. En ég hef mjög gaman af því sem ég er að gera. Sumir fara til dæmis í vinnuna og koma svo heim og horfa á sjón- varpið. Mér finnst skemmtilegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.