Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 18
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Eyjan Lefkas, Grikklandi / AFP Pennar Alma Guðmundsdóttir, Jón Sigurður Eyjólfsson Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Images Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is HVAÐ?Portrait Suites HVAR? via Bocca di Leone 23. www.lungarnohotels.com 2 FERÐALÖG Langar þig að líða eins og þú búir í raun og veru í Róm? Leigðu þá svítu í hinum nýju og dásamlegu Portrait Suites sem leynast í rómantísku götunni Via Bocca di Leone í hjarta borgarinnar. Boðið er upp á fjórtán falleg stúdíóherbergi með litl- um eldhúsum og marmara í baðherberg- unum. Á sjöundu hæð eru stórar svalir með frábæru útsýni þar sem hægt er að njóta morgunverðar eða bara fordrykk. Nýjung í Róm að sumarlagi er ný strönd sem búið er að skapa við ána á milli Ponte Sant‘Angelo og Ponte Umberto og svo er alltaf hægt að leigja vespu til að fanga Audrey Hepburn-stemninguna. SUMAR Í RÓMARBORG Að mörgu er að huga þegar fara á til útlanda. Góð bók er eitt af því sem er kjörið að hafa meðferðis og grípa í á ferðalaginu, hvort sem það er á ströndinni eða í flugvélinni. Við báðum Völvu Árnadóttur, starfs- mann hjá Eymundsson í Kringlunni, að benda okkur á þrjár áhugaverð- ar bækur sem vert er að lesa í frí- inu. Allar eru þær í kilju og eru því bæði ódýrar og handhægar. Griðastaður eftir Raymond Khoury „Ég mæli með þessari bók því ég hef alltaf mjög gaman af þessum fléttum sem byggjast á frí- múrarareglunni. Þetta er skemmtileg lesning því þó að þetta sé fantasía byggir hún á þessari þekkingu og visku sem fylgir frímúrarareglunni og er bæði trúar- legs og sögulegs eðlis, ekki ósvipað bókunum hans Dan Brown. Þetta hefur alltaf heillað mig og ég trúi því ekki að þetta geti allt saman verið tilbúningur.“ Steinsmiðurinn eftir Camillu Läckberg „Camilla er einn söluhæsti rithöfundur Svía og það hafa verið gefnar út tvær aðrar bækur eftir hana á íslensku; Ísprinsessan og Prédikarinn. Þetta er fjöl- skyldusaga sem gerist á síðustu öld frá um 1920-1980. Hún er skemmtilega skrif- uð sögulega séð og fléttan er góð. Þetta er bók sem heldur manni alveg og maður þarf ekki að hugsa of mikið á meðan maður les.“ Brúðkaupsnóttin eftir Ian McEwan „Hún er nýkomin svo ég hef ekki lesið hana ennþá, en á ensku heitir hún On Chesil Beach. Þótt titill bókarinnar sé rómantískur er þetta alls ekki rómantísk ástarsaga, heldur óvenjuleg örlagasaga fólks sem fær mann til að hugsa um hvernig lífið getur verið. Ian skrifaði einnig Atonem- ent, en mynd eftir henni var nýlega sýnd í kvik- myndahúsum hérlendis.“ ÞRJÁR Á STRÖNDINA Þ egar minnst er á sumarfrí við barnafólk eru strandfrí oftast það fyrsta sem því dettur í hug. Þægilegt hótel þar sem ekkert þarf að hafa fyrir börnunum og börn vilja jú ekki gera neitt annað en byggja sandkastala eða leika sér í sundlauginni. Eða hvað? Mér finnst oft að við séum of rög að draga krílin með í frí og vanmetum áhuga þeirra og forvitni á framandi slóð- um. Auðvitað er ekki allt jafnsniðugt, eins og að draga tveggja ára barn í bakpokaferðalag um Indland, en það eru samt ótal kostir til fyrir krakka sem eru fjölbreyttari en Disneyworld og Costa del Sol. Í borgum Evrópu er ótal- margt áhugavert að sjá og skoða og við ættum að muna að smáfólkinu leiðist alls ekkert að fara á söfn. En eins og með alla góða hluti: það er ágætt að muna að þeir eiga að koma í litlum skömmtum og passa sig að hafa ekki skoðunarferð- ina of langa. Þú verður að lesa þér aðeins til um verkin eða hlutina sem þú ert að fara að sjá svo þú getir gefið börnun- um skemmtilegar útskýringar og heyrt þeirra viðbrögð. Náttúrugripasöfn eru svo auðvitað með því langskemmti- legasta sem krakkar upplifa, og fjölmargar borgir státa af fallegum slíkum söfnum þar sem hægt er að sjá beina- grindur risaeðla og fjölda áhugaverðra hluta. Dýragarðar eru svo önnur paradís fyrir börn og reyndar bráðnauðsyn- legt að sýna þeim hinar ýmsu furðuskepnur veraldar, og margar þeirra sem jafnvel eru í útrýmingarhættu. Ef spurningin „En er ekki sorglegt fyrir þau að vera í búri?“ kemur upp er svo hægt að ræða það mál fram og til baka. Svo er allur fjöldinn til af söfnum sem eru sérstaklega fyrir börn eða hluti safna sem er tileinkaður börnum og mætti gera meira af því hér á Íslandi. Í fyrra fór ég einmitt með mín tvö, sex og fimm ára, til Vínarborgar sem er auð- vitað paradís listasafnanna og það kom mér á óvart hversu einlægan áhuga þau höfðu á öllu því sem fyrir augu bar. Við fórum meðal annars á sérstakt safn þar sem börn geta tekið þátt í klukkustundar prógrammi þar sem þau læra ýmislegt sniðugt. Þarna var meðal annars verið að sýna krökkum hvernig ætti að endurvinna hluti og af hverju við gerum það, hvernig hægt er að nýta sólarorkuna og hversu marga kílómetra uppáhaldsávöxturinn þeirra hefur ferð- ast til þess að lenda á diskinum þeirra. Og svo þarf maður heldur ekkert endilega að skipuleggja daginn. Það er líka stórfínt að rölta um götur erlendrar borgar og horfa á hana með forvitnum augum barnsins. Ég lofa því að maður mun sjá hana í algjörlega nýju ljósi. TÖKUM KRÍLIN MEÐ Anna Margrét Björnsson skrifar ÍS L E N S K A SI A. IS FL U 42 03 6 04 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 690 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir til 31. maí – bókaðu á www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.