Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 83
SUNNUDAGUR 1. júní 2008 27 HANDBOLTI Rúmenska kvenna- landsliðið varð í fjórða sæti á HM í desember á síðasta ári. Undir- staða liðsins kemur frá sama lið- inu í heimalandinu. Því er lýst sem hávöxnu, sterku en fljótu liði sem hefur mikla reynslu og þekkist afar vel innbyrðis. Það er því ljóst að verkefni kvennalandsliðs Íslands er ekki öfundsvert. Fram undan eru tveir leikir sem skera úr um hvor þjóðin kemst í úrslitakeppni EM. Fyrri leikurinn er í dag klukkan 15 í Laugardals- höll en sá seinni í Rúmeníu á laug- ardag. Það verður frítt á leikinn í Höllinni í dag. Landsliðið lék tvo leiki gegn danska úrvalsdeildarliðinu Kold- ing um síðustu helgi í undirbún- ingi sínum fyrir leikina. „Ég var í sjálfu sér sáttur með leikinn á móti Kolding. Fyrri leik- urinn var lakari en sá síðari þegar við spiluðum aðra vörn. Hún var góð líkt og markvarslan. En nú erum við að mæta betra liði og því þarf að bæta þessa hluti líkt og sóknarleikinn. Til að eiga góða möguleika þurfum við að leika enn betur, það er alveg ljóst. Það þurfa allir að eiga sinn besta leik. Þetta er sterkt lið en á góðum degi getum við líka spilað fantavel,“ sagði þjálfarinn Júlíus Jónasson. Ísland kemur inn í leikina sem litla liðið og telur Júlíus að það geti hjálpað. „Við þurfum líka góðan stuðning og það væri gaman að sjá þéttsetna Höllina. Við förum í þennan leik eins og hvern annan, við pössum að halda spennustig- inu alveg í lagi. Það er ekki nóg að eiga einn eða tvo hálfleiki. Við þurfum að eiga fjóra góða hálf- leiki til að eiga möguleika,“ sagði Júlíus. Landsliðið lék gegn því rúm- enska fyrir rúmu ári og tapaði þá nokkuð stórt. „Við erum með annað lið núna. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum. Við höfum sett þetta upp þannig að hver leikur sé upp á líf og dauða,“ sagði Júlíus sem kveðst vera bjart- sýnn. „Maður verður að vera það og hafa trú á því sem maður er að gera. Annars væri maður ekki í þessu.“ Rakel Dögg Bragadóttir fyrir- liði segir að Ísland eigi að geta unnið það rúmenska, en aðeins á góðum degi. „Við vitum að Rúm- enar eru með sterkt lið en það vinnur kannski með okkur að eiga heimaleik fyrst og geta strítt þeim hér. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og á góðum degi getum við alveg unnið þetta lið.“ Rakel kvaðst ánægð með leikina gegn Kolding en sagði að seinni bylgjan í hraðaupphlaupunum væri eitthvað sem þyrfti að skoða auk hlutanna sem Júlíus benti á. „Þetta er allt á réttri leið hjá okkur. Við getum spilað mjög góða vörn og það mun skipta mestu máli hjá okkur, og að fá markvörsluna þá í kjölfarið,“ sagði Rakel Dögg. hjalti@frettabladid.is Leikið upp á líf og dauða Íslenska kvennalandsliðið mætir því rúmenska í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á EM kvenna í dag. Rúmenska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Þjálfar- inn er bjartsýnn á gott gengi. Það er frítt á leikinn í Laugardalshöllinni. ÞUNGUR RÓÐUR Guðmundur Ingvarsson formaður HSÍ, Júlíus og Rakel á blaða- mannafundi fyrir leikinn. Verkefnið gegn Rúmenum er afar erfitt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Keflavík er eina liðið í Landsbankadeild karla í sumar sem hefur ekki tapað stigi í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Keflavíkurliðið skipar sér sess í sögu deildarinn- ar með því að vera með fullt hús eftir fjóra leiki án þess að hafa náð að halda hreinu í einum einasta leik. Keflavík hefur fengið á sig mark í öllum fjórum leikjunum en öllum hinum átta liðunum sem hafa unnið fjóra fyrstu leiki tímabilsins, frá því að deildin innihélt fyrst tíu lið 1977, tókst að halda hreinu í að minnsta kosti einum leik. Keflavíkurliðið hefur fengið á sig sex mörk í þessum fjórum leikjum og slær með þessu út árangur Valsmanna frá 1978. - óój FULLT HÚS EFTIR 4 LEIKI: (Innan sviga leikir haldið hreinu) Valur 1978 markatala 12-4 (1) Fram 1980 5-0 (4) ÍA 1995 8-1 (3) Keflavík 1997 7-1 (3) FH 2005 12-1 (3) Valur 2005 10-2 (2) FH 2007 11-3 (2) Keflavík 2008 12-6 (0) Landsbankadeild karla: Einstök byrjun hjá Keflavík MIKILVÆGUR Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson í vörn gegn HK. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Boston Celtics er komið í lokaúrslit NBA-deildar- innar í fyrsta sinn í 21 ár eftir 89- 81 sigur á Detroit í sjötta leik úrslita Austurdeildarinnar og mætir þar gamla erkifjanda sínum Los Angeles Lakers sem vann einmitt 4-2 þegar liðin mættust síðast í úrslitunum 1987. Það dreymdi marga um þetta úrslitaeinvígi fyrir úrslitakeppn- ina og nú er sá draumur orðinn að veruleika. Lakers tryggði sér sæti í úrslitum kvöldið áður með því að vinna NBA-meistara San Antonio Spurs 4-1. - óój Lokaúrslit NBA-deildarinnar: Boston og LA Lakers mætast LOKSINS Kevin Garnett fær í fyrsta sinn tækifæri til að spila um titilinn. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Eyjamenn hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína í 1. deild karla í fótbolta og eru á góðri leið með að endurheimta sætið sitt í efstu deild. Pétur Runólfsson og Ingi Rafn Ingibergsson tryggðu liðinu 2-0 útisigur á Víkingi í Ólafsvík á föstudagskvöld. Tvö önnur lið eru enn ósigruð í deildinni. Selfoss er tveimur stigum á eftir ÍBV eftir 5-2 sigur á Þór Akureyri og þá er Fjarðabyggð með átta stig eftir 2- 1 heimasigur á KS/Leiftri. - óój 1. deild karla í fótbolta: ÍBV-liðið áfram með fullt hús Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild karla Landsbankadeild kvenna Þróttur R.sun. 1. júní sun. 1. júní sun. 1. júní mán. 2. júní mán. 2. júní mán. 2. júní 5. umferð Keflavík Fjölnir Breiðablik19:15 19:15 ÍA Fylkir20:00 KR Fram19:15 Grindavík 19:15 HK Valur20:00 FH Þór/KAþri. 3. júní þri. 3. júní þri. 3. júní þri. 3. júní mið. 4. júní 4. umferð Breiðablik Valur Afturelding19:15 19:15 Fylkir KR19:15 Stjarnan Keflavík19:15 HK/Víkingur 19:15 Fjölnir SUND Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, og Hrafnhildur Lúthers- dóttir, SH, keppast nú við að ná lágmörkum inn á Ólympíuleikana. Þær hafa báðar náð b-lágmörkum inn á þá en þurfa að gera enn betur til þess að komast til Peking. Sigrún Brá var aðeins 28 sekúndubrotum frá því að synda sig inn á Ólympíuleikana á fyrsta alþjóðlega SH-mótinu sem lauk í gær. Sigrún synti 200 metra skriðsund á 2.04,98 mínútum sem er aðeins 12 sekúndubrotum frá Íslandsmeti Láru Hrundar Bjargardóttur. Sigrún Brá er búin að ná b- lágmörkum í 100 metra skrið- sundi en þar er Ragnheiður Ragnarsdóttir með betri tíma og því liggur ólympíudraumur hennar í að ná lágmarkinu í 200 metra skriðsundi. SH-sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir synti undir b- lágmörkum í 100 metra bringu- sundi og setti stúlknamet en var þó aðeins frá nýju Íslandsmeti Erla Dögg Haraldsdóttur sem tryggir henni sæti Íslands í greininni. - óój Sigrún Brá og Hrafnhildur: Enn nær lág- mörkum á ÓL RÉTT VIÐ LÁGMARKIÐ Sigrún Brá Sverris- dóttir, sundkona úr Fjölni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.