Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 2
2 2. júní 2008 MÁNUDAGUR FIMM STJÖRNU GLÆPASAGA Aska ✷✷✷ ✷✷ – Hild ur Hei misdó ttir, Frétta blaðin u JARÐSKJÁLFTI „Ég veit ekki hvað við verðum hér lengi,“ segir Lúðvík Haraldsson, bóndi á Krossi í Ölfusi, sem ásamt konu sinni Eyr- únu Rannveigu Þorláksdóttur dvelur í sumarbústað skammt frá bænum. Íbúðarhús Lúðvíks og Rannveigar er óíbúðarhæft eftir jarðskjálftann sem reið yfir á fimmtudag. Lögreglan lokaði um helgina 23 húsum á skjálftasvæðinu sem talin eru ónýt eða óíbúðarhæf. Ákvörðun þessa efnis var tekin á fundi byggingafulltrúa og almannavarnarnefnda. Lúðvík segir þann hluta hússins þar sem kjallari var ekki undir hafa sigið í norður. „Við vorum búin að taka húsið allt í gegn, síðan í skjálftunum árið 2000,“ segir Lúðvík en þau hjónin hafa búið að Krossi í 54 ár. Húsið byggðu þau árið 1954 úr holsteini og segir Lúð- vík að síðar hafi húsið verið styrkt og klætt að utan. „Kort sem ég var að sjá frá Veð- urstofunni sýnir að upptök skjálft- ans voru eiginlega á hlaðinu hjá okkur. Það var eins og húsið lyftist. Við það féll konan mín í gólfið og brákaði á sér handlegginn. En við þökkum skaparanum fyrir að vera á lífi,“ segir Lúðvík, sem missti nokkuð af sauðfé þegar hlöðu- veggur féll inn í fjárhúsin að Krossi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Ölfusi og formaður almanna- varnanefndar, segir húsin sem hafi verið rýmd flest í eldri kantinum. Alls hafi níu íbúðarhús, fjögur iðn- aðar- og atvinnuhús og þrjú útihús verið rýmd og innsigluð. Flest húsin eru milli Hveragerð- is og Selfoss, í því sem kallað er Austursveitin, en einnig var tveimur húsum lokað í Vestur- sveitinni, milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Ólafur Áki segir flesta íbúa hús- anna vera hjá ættingjum þó að sveitarfélagið hafi boðið fram húsnæði í Þorlákshöfn. Um framhaldið segir Ólafur Áki það forgangsatriði að skoða húsin betur eftir helgi. „Við erum búin að fá verkfræðistofu til liðs við okkur og ég vona að um miðja viku verði ljóst hvaða hús má nota og hver þeirra eru ónothæf.“ Ólafur Áki biður fólk um að vera ekki á ferðinni í Ingólfsfjalli. Þar sé mikið um laust grjót og mikið hafi hrunið úr fjallinu. olav@frettabladid.is Yfirgefa hús sitt og flytja í sumarbústað Hjónin á Krossi í Ölfusi hafa yfirgefið íbúðarhús sitt en það fór mjög illa í jarðskjálftanum á fimmtudag. Lögreglan hefur lokað 23 húsum sem talin eru óíbúðarhæf. Bæjarstjóri Ölfuss varar við því að vera á ferð undir Ingólfsfjalli. Enn gætir nokkurra eftirskjálfta í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi á fimmtudaginn. Mest er virknin nú við suðurenda meginsprungunnar, um fimm kílómetra norðan við Eyrarbakka þar sem skjálftar að stærðinni 3,8, 3,5 og 2,7 urðu á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudagsins. Þá varð eftirskjálfti að stærðinni 2,9 þrjá kílómetra norðan við Hveragerði laust fyrir klukkan átta í gærmorg- un. Einnig hefur skjálftavirkni verið um fimm kílómetra suðvestur af Skálafelli á Hellisheiði og var skjálfti að stærðinni 2,6 laust upp úr klukkan hálf fjögur í fyrrinótt þeirra stærstur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni dregur heldur úr eftirskjálftavirkni á svæðinu. - ovd HELDUR DREGUR ÚR SKJÁLFTAVIRKNI SVÍÞJÓÐ Fulltrúar frá Jarðfræði- stofnun Svíþjóðar lýstu nýver- ið áhyggjum sínum yfir skorti á grunnvatni í landinu. Samkvæmt dagblaðinu Dagens Nyheter er ástandið verst sunnarlega, en mun skárra í Norður-Svíþjóð. Veður hefur verið heitt og þurrt að undanförnu og því hefur vatns- neysla aukist verulega auk þess sem úrkoma hefur ekki bæst við grunnvatnsbirgðir. Veðurspár gefa til kynna að þurrkatíðin haldi áfram næstu daga og jafnvel langt fram á sumar og því er ljóst að Svíar geta tæplega leyft sér löng og svalandi steypiböð á næstunni. - vþ Þurrkatíð hefur áhrif í Svíþjóð: Óttast vatns- skort í sumar VARNARMÁL Varnarmálastofnun Íslands tók formlega til starfa í gær. Af verkefnum stofnunarinnar ber hæst rekstur íslenska loftvarnakerfisins, sem íslensk stjórnvöld tóku við af Bandaríkjamönnum 15. ágúst í fyrra, og rekstur Ratsjárstofnunar. „Með því að reka íslenska loftvarnarkerfið og sjá um önnur þau eftirlits- og varnartengdu verkefni sem nýstofnsett Varnarmálastofnun á að sinna erum við Íslendingar í senn að axla ábyrgð á eigin vörnum og um leið að leggja til sameiginlegs öryggis grannríkja okkar á Norður-Atlantshafi og bandalags- ríkja NATO,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra af þessu tilefni. Hún bætti við að með þessu rækju Íslendingar skyldur sínar sem sjálfstætt fullvalda ríki en stofnunin heyrir undir utanríkisráðherra. Varnarmálastofnun mun reka öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll, Miðnesheiði, Helguvík, Bola- fjall, Gunnólfsvíkurfjall og Stokksnes auk þess sem stofnunin mun annast rekstur mannvirkja NATO hérlendis. Er gert ráð fyrir að stofnunin vinni úr upplýsingum frá NATO og veiti tímabundnum herafla annarra NATO-ríkja á Íslandi stuðning. Forstjóri Varnarmálastofnunar er Ellisif Tinna Víðisdóttir og er gert ráð fyrir að upp undir fimmtíu manns starfi hjá stofnuninni. Áætlaður heildar- kostnaður til varnarmála árið 2008 er 1.350 milljónir króna. - ovd Áætlaður heildarkostnaður varnarmála fyrir þetta ár er 1.350 milljónir króna: Öxlum ábyrgð á eigin vörnum VARNARMÁLASTOFNUN OPNUÐ Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. MYND/VÍKURFRÉTTIR Bæjarstjórn Hveragerðis vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra björgunar- og viðbragðsaðila sem aðstoðað hafa bæjarbúa í þeim atburðum sem dunið hafa yfir að undanförnu. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar. Jafnframt vill bæjarstjórnin þakka starfsmönnum bæjarins og öllum bæjarbúum það æðruleysi og yfirvegun sem fólk hefur sýnt vegna skjálftanna og afleiðinga þeirra. - ovd ÆÐRULEYSI OG YFIRVEGUN BJÖRGUNARSVEITIR Í HVERAGERÐI Bæjarstjórn Hveragerðis vill þakka björgunar- og viðbragðsaðilum fyrir aðstoð við bæjarbúa vegna jarð- skjálftanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Líðan drengsins er óbreytt Líðan drengsins sem slasaðist þegar gassprenging var í húsbíl í Grindavík á föstudagskvöldið er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. SLYS Lúðvík, fór allt í köku í Hafnar- firði? „Ég er bakari svo ég reyndi að sneiða framhjá því.“ Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri í Hafnar- firði þar sem Hafnfirðingum og gestum var boðið upp á 100 metra afmælistertu í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar. LÖGREGLUMÁL Ráðist var á leigu- bílstjóra í bíl sínum um klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Árásin átti sér stað í Bakkahverfi í Breiðholti. Farþegi í bílnum tók bílstjórann hálstaki og ógn- aði honum með hnífi. Farþeginn komst síðan undan með farsíma og peninga, en ekki er vitað hversu há peningaupphæðin var. Leigubílstjórinn, sem er kona, hlaut minniháttar áverka á hálsi við árásina. Árásarmaðurinn var enn ófundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun. - þeb Farþegi rændi leigubílstjóra: Ógnaði bílstjóra með hnífi NOREGUR Norðmönnum er mikill vandi á höndum hvað viðkemur móttöku flóttamanna. Nú sitja um 1.700 manns sem fengið hafa búsetuleyfi í landinu á móttöku- stöðvum fyrir flóttamenn og bíða þess að vera úthlutað íbúðum í einhverju af bæjarfélögunum. Samkvæmt dagblaðinu Aftenpos- ten hefur fjórðungur fólksins beðið eftir búsetuúrræðum mun lengur en reglur kveða á um. Vandamálið sprettur af því að norska ríkið veitir flóttamönnum búsetuleyfi en svo er það á borði bæjarfélaganna að veita flótta- mönnunum aðstoð við búsetu og aðlögun. - vþ Flóttamannavandi í Noregi: Bæjarfélögin berjast á móti REYKJAVÍK Smartkortakerfið er nú til reynslu í Laugardalslaug. Átta ár eru síðan frumvinna við verk- efnið fór í gang og hefur hún kost- að 350 milljónir króna. Smartkort eru greiðslukort sem innihalda örgjörva. Árið 2000 kviknuðu fyrstu hug- myndir innar ÍTR um kort sem myndi gilda í þjónustu borgarinn- ar. Á sínum tíma var settur upp búnaður í strætisvagna til að lesa kortin. Hann komst aldrei í gagn- ið og þótti ekki nógu áreiðanleg- ur. Strætó ákvað í fyrra að draga sig úr verkefninu. Kostnaður fyr- irtækisins við það nam þá rúm- lega 250 milljónum króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við verkefnið er um 100 milljónir króna. Hörður Gíslason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Strætó, segir að búnaðurinn sé enn í vögnun- um. Vélbúnaðurinn nýtist að hluta nú, því hann prentar út skipti- miða. Hugbúnaðurinn hafi hins vegar aldrei virkað sem skildi. Komi fram lausn í þeim málum geti komið til greina að nýta kerfið. Steinþór Einarsson hjá ÍTR segir kerfið geta nýst vel til öfl- unar upplýsinga og til að létta á starfseminni. Hluti gesta geti þannig afgreitt sig sjálfur. Kerfið er nú til reynslu í Laugardalslaug og gangi allt upp verður það sett í gang í öllum laugum og jafnvel í annarri þjónustu ÍTR. - kóp Smartkortakerfið er nú til reynslu í Laugardalslaus eftir áralanga þróun: Smartkortin komin í notkun KERFI TIL REYNSLU Lesurum hefur verið komið upp í Laugardalslauginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að áfallahjálparteymi Rauða krossins verði að störfum í þjón- ustumiðstöðvunum á Selfossi og í Hveragerði næstu daga frá klukkan 17 til 20. Þjónustumiðstöðvarnar eru í Tryggvaskála við Ölfusárbrú á Selfossi og í húsnæði Rauða krossins við Austurmörk í Hveragerði. Hægt er að sækja upplýsingar um sálrænan stuðning og upplýsingar um viðbrögð við alvarlegum atburðum á heimasíðu Rauða krossins, redcross.is SÁLRÆNN STUÐNINGUR NÆSTU DAGA FJÁRHÚSIN AÐ KROSSI Ábúendur á Krossi eru meðal þeirra sem rýmt hafa hús sín vegna skemmda í kjölfar skjálftanna en nokkrar kindur og lömb drápust þegar hlöðuveggur féll inn í fjárhúsin á bænum. MYND/GKS SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.