Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 6
6 2. júní 2008 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Skordýr í Elliða- árdal Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar, skordýrafræðings þriðjudagskvöldið 3. júní kl. 19.30. Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, Elliðaárdal. MENNTAMÁL „Ef það kemur í ljós að þeir sem seldu okkur skóla- stefnu hafi brotið höfundarréttar- lög verðum við auðvitað að bregð- ast við því,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells- bæjar. Fimm konur saka hópinn Bræð- ing um að hafa stolið texta úr verkefninu „Litlar raddir hljóma sterkt“ sem þær unnu í M.ed.- námi við Kennaraháskóla Íslands í fyrra. Textann hafi hópurinn eignað sér og nýtt við samningu skólastefnu Krikaskóla. Bræðingur vann samkeppni á vegum Mosfellsbæjar um skóla- stefnu nýs leikskóla, Krikaskóla, sem taka á til starfa haustið 2009. Að hópnum standa Andri Snær Magnason rithöfundur, Helgi Grímsson og Sigrún Sigurðar- dóttir. Sigrún var samhöfundur kvennanna fimm að „Litlar raddir hljóma sterkt“. Texti úr öðru verkefni, sem ein kvennanna vann á lokaári í B.ed.- námi sínu árið 2004, var einnig nýttur í skólastefnuna, að því er fram kemur í bréfi lögmanns kvennanna til Mosfellsbæjar og Bræðings. Konurnar krefjast þess að þeim verði bætt þessi nýting á texta þeirra og að henni verði hætt. Þær eru þó reiðubúnar að ganga til samninga við bæinn um áfram- haldandi nýtingu. Að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra eru lögmenn bæjar- ins að skoða beiðni kvennanna. „Mosfellsbær kemur alveg af fjöllum í þessu,“ segir Haraldur. steindor@frettabladid.is Saka Krikaskóla um að stela skólastefnu Höfundar skólastefnu Krikaskóla í Mosfellsbæ sæta ásökunum um að stela texta og gera hann að sínum eigin. Andri Snær Magnason rithöfundur er einn þessara höfunda. „Mosfellsbær kemur alveg af fjöllum,“ segir bæjarstjóri. Litlar raddir hljóma sterkt Nýlegar niðurstöður rannsóknar Ingvars Sigurgeirssonar og Ingi- bjargar Kaldalóns sýna að aukið vægi list- og verkgreina þar sem hefðbundið bóknám er brotið upp og börn fái að vera í verklegu námi, hefur jákvæð áhrif á hegðunar- og agavandamál. Krikaskóli Nýlegar niðurstöður rannsóknar Ingvars Sigurgeirssonar og Ingi- bjargar Kaldalóns sýna að aukið vægi list- og verkgreina þar sem hefðbundið bóknám er brotið upp og börn fái að vera í verklegu námi, hefur jákvæð áhrif á hegðunar- vanda. Litlar raddir hljóma sterkt Þessir kennsluhættir eru áríðandi í þeirri samfélagsgerð sem einkennir í auknum mæli vestræn samfélög í dag. Bakgrunnur þeirra einstakl- inga sem mynda samfélagið er það fjölbreyttur að nauðsynlegt er að endurskoða kennsluhætti og færa þá nær lýðræðislegum hugmyndum. Krikaskóli Þessir kennsluhættir eru áríðandi í þeirri samfélagsgerð sem einkennir í auknum mæli vestræn samfélög í dag. Bakgrunnur þeirra einstakl- inga sem mynda samfélagið er það fjölbreyttur að nauðsynlegt er að endurskoða náms- og kennsluhætti. DÆMI ÚR SKÓLASTEFNU KRIKASKÓLASjóarinn síkáti fór vel fram Hátíðin Sjóarinn í Grindavík fór að mestu leyti vel fram en þó var eitt- hvað um smávægilega pústra. Þá var nokkur ölvun á laugardagskvöldið. LÖGREGLUFRÉTTIR BÖRN AÐ LEIK Krikaskóli tekur til starfa haustið 2009. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Heldur þú sjómannadaginn hátíðlegan? Já 28% Nei 72% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú fylgjandi því að taílenskt búddahof rísi í Hádegismóum? Segðu þína skoðun á vísir.is STJÓRNMÁL Hátt í sextíu prósentum landsmanna finnst að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að velja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem næsta borgar- stjóra í Reykjavík. Hanna Birnanýtur yfirgnæfandi fylgis miðað við aðra borgarfulltrúa flokksins þar sem rúm 57 prósent vilja að hún setjist í stól borgarstjóra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Gísli Marteinn Baldurs- son fær næst mest fylgi í skoðanakönnuninni; ellefu prósent. Það er einungis fimmtungur af stuðningnum við Hönnu Birnu. Þá finnst liðlega átta prósentum svarenda að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að velja Dag B. Egg- ertsson, oddvita Samfylkingarinnar, sem borgar- stjóra. Tæp sex prósent vilja Júlíus Vífil Ingvarsson sem borgarstjóra og innan við fimm prósent vilja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgar- stjóra, aftur í það embætti. Er Hanna Birna því með ríflega tífalt meiri stuðning í borgarstjóra- stólinn en oddviti flokksins í borginni. Könnunin var gerð af Capacent fyrir Stöð 2, 22. til 26. maí. Í úrtakinu voru tæplega 1.100 manns á aldrinum 16 til 75 ára á landinu öllu og var 53.3 prósenta svarhlutfall. Spurt var hvern svarendum fyndist að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að velja sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur. Hanna Birna fékk einnig mestan stuðning í könnun Fréttablaðsins sem birt var 25. maí síðast- liðinn. Þá sögðust 40,2 prósent borgarbúa vilja að hún tæki við sem næsti borgarstjóri Sjálfstæðis- flokksins. - ovd Flestir vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins: Hanna Birna næsti borgarstjóri SVISS, AP Kjósendur í Sviss höfn- uðu í gær tillögu Svissneska þjóðar- flokksins um að gera innflytjendur erfiðara um vik að fá ríkisborgara- rétt. Allar nema ein af hinum 26 kant- ónum Sviss felldu tillöguna, sem gekk út á það að enginn fengi ríkis- borgararétt nema það yrði sam- þykkt í atkvæðagreiðslu í því sveit- arfélagi, þar sem viðkomandi er búsettur. Alls voru 63,8 prósent á móti tillögunni. „Fólkið hefur greinilega kveðið upp dóm sinn: við viljum ekki útlendinga- hræðslu,“ sagði Pascal Couchepin, forseti landsins, þegar niðurstöður kosninganna voru ljósar. Meira en tuttugu prósent íbú- anna í Sviss eru af útlenskum upp- runa. Þetta er eitt hæsta hlutfall sem þekkist í Evrópuríkjum. Íbúar í Sviss eru alls 7,5 milljónir. Á síðustu árum hefur nýjum ríkisborgurum fjölgað mjög hratt. Árið 2006 fengu 47 þúsund inn- flytjendur ríkisborgararétt, en árið 1990 fengu rúmlega sex þús- und ríkisborgararétt. Hæstiréttur landsins kvað upp þann úrskurð fyrir fimm árum að atkvæðagreiðslur um ríkisborgara- rétt skyldu aflagðar. Dómstóllinn gerði þetta eftir að íbúar í bænum Emmen höfðu hafnað því í atkvæða- greiðslu að veita 48 austur-evrópsk- um og tyrkneskum umsækjendum ríkisborgararétt, en í sömu atkvæðagreiðslu var sjö Ítölum veittur ríkisborgararéttur. - gb Svisslendingar kusu um hvort torvelda ætti veitingu ríkisborgararéttar: Útlendingahræðslu hafnað FAGNAR NIÐURSTÖÐUNNI Pascal Couchepin, forseti Sviss, fagnar niður- stöðu kosninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÚVEIT, AP Níu strangtrúaðir þingmenn í Kúvæt gengu út af þingsetningarathöfn stutta stund í gær til að lýsa andúð sinni á því að tvær þingkonur voru slæðu- lausar þegar þær sóru embættis- eið sinn. Í kosningunum 17. maí komust 24 strangtrúaðir múslimar á þing, og er búist við frekari spennu milli þeirra og ríkisstjórnar landsins. Efnt var til kosninganna vegna þess að stjórnin og þingið áttu í erfitt með að starfa saman. Margar konur í Kúvæt klæðast kuflum og höfuðslæðum, en þeim er ekki skylt að klæðast þannig eins og í Sádi-Arabíu. - gb Þingmenn gengu út í Kúvæt: Slæðulausar á þingi valda usla LÖGREGLUMÁL Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu tveggja franskra ferða- manna í um tvær klukkustundir í gær. Ferðamennirnir fundust heilir á húfi í Landmannalaugum. Þeir voru vel búnir og varð það þeim til happs. Björgunarsveitir voru kallaðar út um miðjan dag í gær. Þá hafði ekkert spurst til fólksins síðan á laugardagskvöld. Bílaleigubíll fólksins hafði sést mannlaus við Lambaskarð á laugardagskvöld. Vakti það grunsemdir um að ekki væri allt með felldu og því var blásið til leitar. - þeb Mannlaus bílaleigubíll: Franskra ferða- manna leitað Sagður hafa sætt pyntingum Áfrýjunardómstóll í Afganistan úrskurðaði í gær að ungur afganskur blaðamaður, sem dæmdur var til dauða fyrir að hafa farið óvirðulegum orðum um íslamstrú, skyldi fluttur á sjúkrahús þar sem rannsaka skyldi ásakanir lögmanns hans um að hann hefði orðið fyrir pyntingum í fangelsi. AFGANISTAN STANGVEIÐI Íbúar í Kaldranes- hreppi á Ströndum munu í sumar skipta með sér stangardögum hreppsins í sjóbleikjuánni Bjarnar fjarðará eins og í fyrra. „Mikil ánægja var með þessa ráðstöfun síðasta ár þrátt fyrir misjafna veiði eins og gengur hjá veiðimönnum, því sumir eru jú betri veiðimenn en aðrir. Þetta er góð fjölskyldusamvera með hollri útiveru í yndislegu umhverfi,“ segir á drangsnes.is. Öllum sem áttu lögheimili í Kaldrananes- hreppi 1. maí verður á sjómanna- daginn 1. júní úthlutað veiði- degi í Bjarnarfjarðará í sumar. Hreppurinn á drjúgan part veiði- daganna. - gar Íbúar í Kaldrananeshreppi: Veiða aftur í Bjarnarfjarðará BALDUR STEINN HARALDSSON Veiddi góða sjóbleikju í fyrra. NÝTUR MIKILS STUÐNINGS Hanna Birna er meðal annars núverandi formaður skipulagsráðs og varafor- maður borgarráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.