Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 8
8 2. júní 2008 MÁNUDAGUR RV U n iq u e 0 60 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota borðbúnaður á tilboðsverði Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur LÖGREGLUMÁL Tveir menn eru grunaðir um ölvun við akstur eftir að þeir veltu bíl á laugar- dagskvöld. Lögreglan á Suður- nesjum fékk tilkynningu um bílveltu á veginum við Vatns- leysuströnd á ellefta tímanum á laugardaginn. Þegar þangað var komið kom í ljós að mennirnir voru báðir ölvaðir. Voru þeir því fluttir í fangageymslu þar sem þeir gistu. Þá varð tveggja bíla árekstur við Hafnargötu í Keflavík á laugar- dag. Ökumaður annars bílsins stökk út úr bíl sínum og hljópst á brott. Lögregla fann hann á heimili sínu nokkru síðar. - þeb Umferðarslys á Suðurnesjum: Bílvelta vegna ölvunaraksturs 1 Á landamærum hvaða tveggja landa fannst áður óþekktur ættbálkur nýverið? 2 Hvað heitir kvikmynda- leikarinn sem opnaði ljós- myndasýningu í Reykjavík um helgina? 3 Hver þjálfar landslið karla í handknattleik? SVÖR Á SÍÐU 30 ÖRYGGISMÁL Dyra- og öryggisverð- ir eru uggandi yfir auknu ofbeldi í veitinga- og þjónustugeiranum og óttast um öryggi sitt í starfi. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar- Iðju á Akureyri, segir að dyra- og öryggisverðir hafi áhyggjur af vaxandi ofbeldi og meiri vopna- notkun í samfélaginu. „Þeir eru hræddir um líf sitt og limi. Það er engin launung á því að harkan er meiri. Aukin fíkniefna- neysla þýðir að harkan hefur auk- ist í samskiptum og þeir eru bara að velta fyrir sér hvað hægt sé að gera til að vernda þá í starfi og hvernig eigi að taka á þessum málum í samvinnu við lögreglu og yfirvöld,“ segir Björn. Verkalýðsfélagið Eining-Iðja stóð nýlega fyrir fundi með örygg- is- og dyravörðum á Norðurlandi þar sem farið var yfir ofbeldis- þróunina í veitinga- og þjónustu- geiranum og öryggismál dyra- og öryggisvarða og rætt hvaða leiðir gætu verið til úrbóta. Valdimar Gunnarsson dyravörð- ur er einn af forsprökkum fundar- ins og hann fjallaði um ástandið. „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá staðreynd að ofbeldi og vopnaburður fara vaxandi í þjóðfélaginu,“ segir Valdimar í frétt á vef Einingar-Iðju og bendir á að tilgangurinn með fundinum hafi verið sá að opna umræðu um öryggismál meðal öryggis- og dyravarða. „Þeir sem starfa við öryggis- og dyravörslu verða fyrir ofbeldis- hótunum, hvort sem er í orði eða verki, um hverja helgi. Staðan er orðin þannig að við verðum að leita allra ráða til að tryggja öryggi okkar,“ segir hann og spyr hvað sé til ráða. Þar komi fræðsl- an sterk inn, „en er ekki þörf á að endurskoða og samræma hana sem og reglugerðaverkið?“ spyr hann og bendir á að öryggis- og dyraverðir starfi eftir mismun- andi reglugerðum og lögum. Á fundinum var einnig rætt um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykja- ness þar sem veitingastaðurinn Strikið og dyravörður á staðnum voru dæmd til að greiða tæpar 44 milljónir króna í bætur til manns sem slasaðist á staðnum. Málefni öryggis- og dyravarða eru til umræðu hjá Starfsgreina- sambandinu. „Þetta er mála- flokkur sem við erum að skoða og við höfum fengið ábendingar um,“ segir Björn Snæbjörnsson. Dyra- verðir og öryggisverðir hafa fund- að undanförnu og munu halda því áfram næstu vikur. ghs@frettabladid.is Dyraverðir óttast um líf sitt og limi Öryggis- og dyraverðir á veitinga- og skemmtistöðum verða fyrir hótunum um ofbeldi um hverja helgi, hvort sem það er í orði eða verki. Þeir eru uggandi um sinn hag vegna aukins ofbeldis og vilja úrbætur í samstarfi við yfirvöld. UGGANDI Öryggis- og dyraverðir eru uggandi um öryggi sitt, sérstaklega á veitinga- og skemmtistöðum um helgar, vegna þess að harka og ofbeldi fara stöðugt vaxandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Þeir eru hræddir um líf sitt og limi. Það er engin launung á því að harkan er meiri. BJÖRN SNÆBJÖRNSSON FORMAÐUR EININGAR-IÐJU Á AKUREYRI DÓMSMÁL Verktakar á vegum Fljótsdalshéraðs hefðu átt að gefa eigendum hesthúsa í Votahvammi kost á því að hirða byggingarefni úr húsunum eftir að þau voru rifin, í stað þess að farga þeim. Bærinn er af þeim sökum skaðabóta- skyldur. Þetta kemur fram í dómi Héraðs- dóms Austurlands, sem féll 20. maí síðastliðinn. Átta hesthús voru reist á svæðinu eftir að sveitarfélagið veitti bráðabirgðaleyfi til bygginga árið 1970. Húsin voru rifin í kjölfar útburðarbeiðni sem Hæstiréttur staðfesti í apríl 2006. Eigendur hesthúsanna stefndu sveitarfélaginu. Þeim hafði verið gert að færa húsin, en féllust ekki á það. Verktakar rifu þau í maí 2007. Eigendurnir töldu brotið gegn eignarrétti þeirra, en á það féllst héraðsdómur ekki. Hann taldi hins vegar að gengið hefði verið of harkalega fram þegar húsin voru rifin. Gefa hefði átt eigendum kost á að hirða efni sem til féll, svo sem ófúið timbur, í stað þess að farga. Eigendunum voru því dæmdar samtals 1,8 milljónir króna í skaða- bætur, auk samtals 1,1 milljónar króna í málskostnað. Bjarni Einarsson, einn hesthúsa- eigendanna, segist sáttur við að dómur hafi fallið þeim í vil, en ósáttur við að ekki hafi verið dæmd- ar bætur samkvæmt mati á verð- mæti hússins. Hann segir ólíklegt að eigendur áfrýi málinu til Hæsta- réttar. - bj Héraðsdómur telur bótaskyldu hafa myndast vegna niðurrifs gamalla hesthúsa: Máttu nýta byggingarefnið TRUNTUBAKKAR Átta hesthús voru reist á lóð sem úthlutað var til bráðabirgða árið 1970. Þau hús sem ekki voru færð fyrir miðjan maí 2007 voru rifin. MYND/AUSTURGLUGGINN ÞÝSKALAND, AP Í dag hefst í Þýskalandi tveggja vikna ráðstefna um hlýnun jarðar, þar sem meiningin er að ríki heims fari ofan í saumana á því hvað þarf að gera til að framkvæma samkomulag sem undirritað var í Balí á Indónesíu í desember síðastliðnum. Það samkomulag þótti marka tímamót vegna þess að í fyrsta sinn virðist sem Bandaríkin, Kína og Ind- land ætli að vera með í sameiginlegu átaki ríkja heims til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Nú fyrst er vinnan að hefjast fyrir alvöru,“ segir Yvo de Boer, framkvæmdastjóri loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Ráðstefnuna sækja meira en tvö þúsund fulltrúar frá 162 ríkjum og tugum sér- fræðingasamtaka. Ráðstefnugestir búast þó margir hverjir ekki við miklum tíðindum af þessari ráðstefnu. Það sé varla fyrr en á næsta ári, þegar ný stjórn verði tekin við í Bandaríkjunum, sem hjólin geti farið að snúast. „Það er ólíklegt að við náum miklum árangri í ár vegna þess að við þurfum skýr skilaboð frá Banda- ríkjunum, og það gerist ekki fyrr en eftir kosning- arnar,“ sagði Ian Fry, fulltrúi frá smáríkinu Tuvalu í Kyrrahafi. - gb Tveggja vikna ráðstefna um framkvæmd loftslagssamningsins frá Balí hefst í dag: Beðið eftir Bandaríkjunum YVO DE BOER Yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóð- unum segir vinnuna nú hefjast fyrir alvöru. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.