Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 12
12 2. júní 2008 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Algjört bann hefur verið sett við dreifingu á tilteknu litarefni, sem framleitt er í Kína, svo og notkun þess í matvæla- framleiðslu hér á landi. Herdís M. Guðjónsdóttir, sér- fræðingur í inn- og útflutnings- málum á Matvælastofnun segir vitað til þess að litarefnið sé í ein- hverjum tilvikum notað í unnum matvælum hér, en nú sé komið á algjört bann við innflutningi á því. Ekki verði þó gripið til inn- köllunar á þeim matvælum sem innihaldi efnið og séu þegar komin á markað. „Þess ber þó að geta að alls ekki öll matvælafyrirtæki nota þetta litarefni, heldur einungis hluti þeirra,“ segir Herdís. „Önnur fyrir tæki nota litarefni sem eru viðurkennd í matvælafram- leiðslu.“ Efnið sem um ræðir er fram- leitt með sveppagerjun á hrís- grjónasterkju og er kröftugt rautt litarefni. Það er framleitt í Kína, eins og áður segir, en dreifingar- aðilar í Evrópu eru meðal annars frá Hollandi, Þýskalandi og Austur ríki. Í orðsendingu sem Matvæla- stofnun hefur sent innflytjendum og matvælavinnslum í landinu segir að einungis megi nota litar- efni sem eru viðurkennd í mat- vælaframleiðslu og eru merkt með E-númerum. - jss UNNAR KJÖTVÖRUR Bönnuðu litarefnin eru notuð í unnar kjötvörur. Matvælastofnun sendir innflytjendum og matvælaframleiðendum orðsendingu: Kínversk litarefni í mat bönnuð ÞÝSKALAND, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti því yfir á alþjóðlegri ráðstefnu um vernd lífríkis jarðar sem staðið hefur yfir í Bonn frá því í síðustu viku, að þýsk stjórnvöld hefðu ákveðið að verja hálfum millj- arði evra, andvirði 57,5 milljarða króna, á næstu fjórum árum til að styrkja aðgerðir til verndar skóg- um heimsins, og öðru eins árlega eftir það. Merkel sagði að bráðanauðsyn bæri til að hindra eyðingu skóga og dýralífs. Hún skoraði á önnur ríki heims að leggja þessum aðgerðum lið; það væri „góð fjár- festing í sameiginlegri framtíð okkar“. - aa Verndun „lungna jarðar“: Merkel heitir milljarðastyrk í verndun skóga GRÆN Í RAUÐU Merkel kanslari í Bonn ásamt Sigmar Gabriel, umhverfisráðherra Þýskalands, og Stephen Harper, forsætis- ráðherra Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Lögreglumaður kom í veg fyrir að kona drekkti sér á aðfaranótt sunnudags með því að kasta sér á eftir henni í sjóinn og koma henni á þurrt land. Atburðurinn átti sér stað við höfnina í Árósum samkvæmt frétt í dagblaðinu Politiken. Lögreglumaðurinn vaktaði skemmtistað við höfnina þegar hann sá konuna kasta sér í sjó- inn. Hann klæddi sig umsvifa- laust úr einkennisbúningnum og steypti sér til sunds á eftir henni og bjargaði þar með lífi hennar. Bæði konunni og lögregluþjónin- um heilsast vel þrátt fyrir volkið í köldum sjónum. - vþ Lögregluþjónn stökk í sjóinn: Kom í veg fyrir sjálfsmorð konu MÓTMÆLTU STÆKKUN HEATHROW Um helgina kom hópur fólks saman við Heathrow-flugvöll í London til að mótmæla enn frekari stækkun vallarins. Hugmyndir eru um að leggja nýja flugbraut og bæta við sjöttu flug- stöðvar byggingunni. NORDICPHOTOS/AFP HAFNARFJÖRÐUR Haldið var upp á hundrað ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðarbæjar með pompi og prakt nú um helgina. Hátíðin hófst á fimmtudag en náði hámarki í gær þegar meðal ann- ars voru haldnir glæsilegir úti- tónleikar á Ásvöllum þar sem Kammersveit Hafnarfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leiddu saman hesta sína. Auk þess var afmælisgestum boðið upp á 100 metra langa súkkulaði- köku í Strandgötu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist hæst- ánægður með afmælið. „Við ákváðum að við vildum halda upp á afmælið af myndarskap og stolti, enda verður bærinn aðeins einu sinni hundrað ára. Mér þykir sérlega ánægjulegt hversu duglegir Hafnfirðingar hafa verið að taka þátt í hátíðarhöld- unum; það sýnir að þeim þykir vænt um bæinn sinn.“ Sem gefur að skilja er vegleg afmælishátíð sem þessi heldur dýr. Lúðvík segir hana þó hverrar krónu virði. „Kostnaðarramminn í kring um viðburði fyrir allt afmælisárið er 130 milljónir og hefur hann staðist. Fram undan eru svo fleiri viðburðir í tengsl- um við afmælið, þannig að það eru stanslaus hátíðarhöld hér í bæ.“ vigdis@frettabladid.is Mikil gleði í stórri veislu Hafnfirðingar fjölmenntu í miðbæinn í gær til að fagna hundrað ára afmæli bæjarins. LIST Á GÖTUM ÚTI Bærinn var fagurlega skreyttur, gestum til mikillar ánægju. HVERNIG BRAGÐAST? Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, gefur Dorrit Moussaieff kökubita. ENDALAUS KAKA Afmæliskaka Hafnarfjarðarbæjar var sannarlega löng og girnileg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLÍKIR TÍMAR MÆTAST Gamlar ljósmyndir prýddu hafnfirska húsgafla í tilefni afmælisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.