Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 16
16 2. júní 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. PÉTUR SIGURGEIRSSON BISKUP ER 89 ÁRA. „Brýnasta verkefnið sem fyrir liggur er að jafna rétt manna til lífsins og koma á meiri jöfnuði á kjörum þeirra.“ Hr. Pétur Sigurgeirsson var biskup Íslands frá árinu 1981 til 1989. MERKISATBURÐIR 1541 Ögmundur Pálsson, síð- asti kaþólski biskupinn í Skálholti, er handtekinn og fluttur nauðugur úr landi en deyr á leiðinni. 1875 Alexander Graham Bell hringir í fyrsta sinn úr síma. 1896 Guglielmo Marconi fær einkaleyfi fyrir uppfinn- ingu sinni, útvarpinu. 1934 Jarðskjálfti norðanlands veldur miklum skemmd- um á Dalvík og nágrenni. 1957 Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna er opnað í Reykjavík. 2004 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjar fjöl- miðlafrumvarpinu stað- festingar. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Árnason áður til heimilis að Brekkugerði 34 Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 23. maí, 2008. Útförin fer fram frá Grensáskirkju, mánudaginn 2. júní kl. 15.00. Árni Árnason Jóhanna Gunnlaugsdóttir Aðalsteinn Árnason Þórný H. Eiríksdóttir Helga Lára Guðmundsdóttir Björn Guðmundsson Margrét Guðmundsdóttir Lúðvíg Lárusson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Emil Ragnarsson Seiðakvísl 29, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 30. maí síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.00. Birna Bergsdóttir Kristín Emilsdóttir Helgi G. Björnsson Sólveig Berg Emilsdóttir Guðmundur Árnason Ragnar Emilsson Hildur Hrólfsdóttir Bergur Már Emilsson Helena Dögg Hilmarsdóttir Eva María Emilsdóttir Karl West Karlsson og barnabörn Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir Brynja Ragnarsdóttir Ragna Kristín Ragnarsdóttir Fyrsta útilistaverk Ingu Ragnarsdótt- ur myndlistarkonu hér á landi var vígt í gær við sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina á Akranesi og var vígslan hluti af sjómannadagshátíðahöldum Skaga- manna. Verkið nefnist Hringrás og var valið eftir samkeppni á vegum Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. „Ég hugsaði auðvitað um það sem gerist á sjúkrahúsinu þegar ég hóf und- irbúning verksins. Upphaf lífsins og endi og allt þar á milli. Þessi hringrás varð þemað og vatnið í verkinu táknar hana,“ segir Inga þegar hún er spurð út í tilurð listaverksins. Hún minnir á að vatn hafi lækningamátt eins og heilsu- lindir séu dæmi um og lífsins vatn sé nefnt í hinni helgu bók. „Svo þykir lækjarniður róandi og góður fyrir sál- ina og það var líka hugmyndin á bak við það að nota vatnið,“ segir listakonan. Inga heitir fullu nafni Inga Sigríð- ur og er dóttir Ragnars Kjartansson- ar myndhöggvara og Katrínar Guð- mundsdóttur. Hún er uppalin í Reykja- vík en hefur búið að mestu í Þýskalandi síðustu áratugi. Inga segist vera mynd- höggvari af gamla skólanum þar sem áhersla sé lögð á handverkið. Hún á verk á ýmsum opinberum söfnum meðal annars Listasafni Íslands, Lista- safni Reykjavíkur, Bæverska ríkis- listasafninu. Einnig verk á opinberum vettvangi í München, Düsseldorf og í bænum Kempten, þar sem hún er bú- sett. Hún er mjög ánægð að nú skuli hennar fyrsta útverk vera komið upp hér á landi. Hringrás er í tveimur hlutum. Ann- ars vegar er fjögurra metra há, klofin súla með fjórum stöllum, þar sem fjór- ir fossar steypast niður og Inga segir þrepin tákn fyrir þrepin í lífinu. Hins vegar er snigill sem hringar sig um vatnsflauminn þar sem hann rennur að nýju niður í jarðlögin og inn í hina eilífu hringrás vatnsins. „Í kínverskri heimspeki er snigill tákn fyrir eilífð- ina,“ segir Inga. „Súlan er klofin, það er vatnið sem hefur unnið á henni því tím- inn vinnur á efninu. Ég hugsa mér að vatnið sé búið að kljúfa klettana eins og í giljum landsins okkar. Hallinn á verk- inu táknar líka hallann á jarðskorpunni. Þannig skírskotar það til hinna öflugu krafta sem eru í jörðinni. Um leið finnst mér spennandi að láta vatnið vera línu á móti þessum halla því að það fellur alltaf lóðrétt ef það fýkur ekki til og súlurnar eru vatninu viss hlíf við vind- inum.“ Inga segir hér um að ræða einn af tæknilegustu gosbrunnum á landinu því rennslinu í brunninum sé stýrt af vindmæli. „Hinir ótrúlega hæfileika- ríku tæknimenn sjúkrahússins eiga heiðurinn af skipulagningu og vinnu við uppsetningu verksins,“ segir hún. Verkið er steypt í brons, rúmir fjór- ir metrar á hæð og er tonn að þyngd, að sögn listakonunnar. Tjarnirnar eru lagðar sjávargrjóti, með steinsteyptum ramma í kring. „Grjótið er úr fjörunni á Akranesi og steypan er líka fram- leidd í bænum. Vatnið seytlar á milli steina, þannig er reynt að líkja eftir náttúrunni eins og hægt er innan þessa ramma,“ lýsir hún. Þess má geta að Listskreytingarsjóð- ur ríkisins og Orkuveita Reykjavíkur lögðu stærsta framlagið til verksins en auk þeirra komu að fjármögnun þess Landsbankinn, Glitnir, BM Vallá hf., Sementsverksmiðjan hf. og Akranes- bær. gun@frettabladid.is INGA RAGNARSDÓTTIR MYNDLISTARKONA: ÚTILISTAVERK VÍGT Á AKRANESI Táknrænt fyrir lífið og starfið innan sjúkrahússins INGA RAGNARSDÓTTIR VIÐ HRINGRÁS Verkið skírskotar til margra þátta, meðal annars upphaf lífsins og endi og alls þar á milli. MYND/SKESSUHORN. Þennan dag árið 1956 kynnti Elvis Presley smáskífu sína Hound Dog í sjónvarpsþætti Miltons Berle í Bandaríkjunum. Elvis hneykslaði marga áhorfendur þegar hann dansaði með kynþokkafullum mjað- mahnykkjum en ungu stúlkurnar heilluðust. Þessi framkoma olli miklu fjölmiðlafári og aðrir spjallþátta- stjórnendur, þar á meðal Ed Sullivan, formæltu henni. Sulli- van sór þess dýran eið að Elvis kæmi aldrei í þáttinn til sín. Um haustið fór það þó svo að Elvis var gestur hans í þrjú skipti en í upptökunum var þess gætt að mynda einungis efri hluta líkama söngvarans. Elvis byrjaði að hljóðrita lög árið 1953 þegar hann var átján ára. Hann vann þá í raftækjabúð í Memphis og í hádeg- ishléi sínu tók hann upp tvö lög í tilefni af afmæli móður sinn- ar. Afgreiðslumaður í stúdíóinu varð svo hrifinn að hann fór með upp- tökurnar til Sam Phillips sem gerði plötusamning við Elvis sama ár. ÞETTA GERÐIST 2. JÚNÍ 1956 Elvis sýndi djarfan dans Glæsileg afmælishátíð var haldin í Rimaskóla föstudaginn 30. maí í til- efni af fimmtán ára afmæli skólans. Skólahljómsveit Grafarvogs undir stjórn Einars Jónssonar og þjóðlaga- sveit Tónlistarskóla Grafarvogs undir stjórn Wilmu Young spiluðu á hátíðar- svæðinu. Síðan tók við tveggja tíma skemmtidagskrá nemenda í íþrótta- húsi skólans þar sem meirihluti krakk- anna sýndi hæfni sína í tónlist og söng. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður Menntaráðs Reykjavíkur, var heið- ursgestur afmælishátíðarinnar og skemmti hann sér konunglega að eigin sögn. Júlíus hélt ávarp og færði skól- anum myndarlegan blómvönd. Helgi Árnason, skólastjóri frá upphafi skól- ans, flutti ávarp og rifjaði upp fyrstu verk sín í starfi skólastjóra sem voru meðal annars að velja skólanum ein- kunnarorð og láta hanna merki skólans, verk sem ennþá standa í fullu gildi. Ís- landsmeistarar Rimaskóla í skák buðu gestum upp á tafl og í hátíðarsal Rima- skóla var einstaklega glæsileg sýning á verkefnum nemenda í myndlist, text- íl og smíði og bæði nemendur, foreldr- ar, kennarar, aðrir starfsmenn skólans og gestir skemmtu sér hið besta. Fimmtán ára afmæli fagnað í Rimaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.