Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 2. júní 2008 19 Fyrsta djass- og blúshátíðin í Kópavogi verður sett næstkomandi föstudag og mun standa yfir um helgina. Ráðgert er að gera hátíðina að árlegum viðburði í blómlegu menningarlífi bæjarins. Mikið verður um dýrðir á opnunardegi hátíðarinnar; kunnir tónlistarmenn munu heimsækja eldri borgara, meðal annars í Sunnuhlíð, og leika léttan djass og um kvöldið verður efnt til mikillar blús- veislu í tónleikahúsinu Salnum. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og á þeim koma fram Bluesband KK með gítarhetjuna Björgvin Gíslason innanborðs, Magnús Eiríksson og Halldór Bragason. Salurinn hýsir aðra tónleika hátíðarinnar á laugardagskvöld kl. 21; þá mun djassband undir stjórn Björns Thoroddsen, listræns stjórnanda hátíðarinnar, fá til liðs við sig þrjá af snjöllustu söngvurum landsins, þau Andreu Gylfadóttur, Björgvin Halldórsson og Stefán Hilmarsson, til að syngja nokkrar skemmtilegar söngperlur í djassútsetningum. Hátíðinni lýkur svo á sunnudaginn kl. 15 með tónleikum fyrir yngstu kynslóðina á kaffihúsinu Amokka í Hlíðarsmára. Þar kemur fram Tríó Björns Thoroddsen ásamt Andreu Gylfadóttur, en í sameiningu munu þau kynna börnin fyrir sveiflunni. - vþ Leikritið Gítarleikararnir eftir Line Knutzon var frumsýnt í vor í Borgarleikhúsinu við ágætan orðstír. Sýningum á því er við það að ljúka, en bætt hefur verið við sérlegri aukasýningu á verkinu vegna mikillar eftirspurnar. Þau Jóhann Sigurðarson, Hanna María Karlsdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir og Halldór Gylfason eru í hlutverkum aðdáenda hins nýlátna trúbadors John Hansen, en leikritið segir frá tilraunum þeirra til að raða saman minning- ardagskrá um þessa hetju sína. Aukasýningin fer fram á mið- vikudagskvöld og því vissara að tryggja sér miða sem fyrst. - vþ Sýningu bætt við GÍTARLEIKARAR Skemmtilegt leikrit í Borgarleikhúsinu. Línur eru að skýrast í verkefna- skrám leikhúsanna á komandi haust þótt enn hafi leikhúsin ekki birt fullfrágengnar verk- efnaskrár áður en þau leggjast í dvala. Hópur leikara Þjóðleik- hússins starfar þessa dagana í vinnusmiðju þar sem unnið er með texta Shakespeare að Mak- beð, sem hefur nokkrum sinnum verið sviðsettur hér á landi, þó aldrei á sviðum Þjóðleikhússins. Hópurinn mun sýna afrakstur- inn af vinnusmiðjunni í haust en að þessu sinni er farin fremur nýstárleg leið að verkinu. Vinnu- smiðjuna leiðir Stefán Hallur Stefánsson leikari en unnið er á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. Leikritið um Makbeð er meðal þekktustu harmleikja Shakespeares og því ræðst þessi ungi og áræðni hópur ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Hópurinn kryfur hugmynd- ina, jafnt í sagnfræðilegu sem menningarlegu tilliti, um Mak- beð – þennan valdagráðuga og ofurbreyska mann, og mun síðan miðla rannsóknum sínum með aðferðum leikhússins. Vinna hópsins byggist þannig á tilraun- um með leikhúsformið og mögu- leika leiklistarinnar. Markmiðið er að endurspegla innihald verksins á nokkrum stigum með tilraunum sem varða samband áhorfenda, leikara og sýningar. Völdum áhorfendum verður boðið að taka þátt í sköpunar- ferlinu með því að koma einu sinni eða oftar á kynningu á verkefninu á vinnslustigi og taka þátt í umræðum um þróun þess. Stefnt er að nokkrum sýningum fyrir almenna áhorfendur á verkinu í lok september. Meðal þátttakenda í verkefn- inu auk Stefáns Halls Stefánsson- ar eru Tobias Munthe, Baldur Trausti Hreinsson, Karl Þor- bergsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson. Makbeð var fyrst leikinn hér á vegum Leikfélags Reykjavíkur í tíð Vigdísar Finnbogadóttur og fór Pétur Einarsson þá með titil- hlutverkið. Inga Bjarnason leik- stýrði verkinu í Gamla bíói á níunda áratugnum og fór Erlingur Gíslason þá með hlutverkið. Frú Emilía setti verkið á svið í leiks- alnum á Seljavegi þar sem síðar var innréttað leikhús á vegum Flugfélagsins Lofts. Þar var Þór Tulinius í hlutverki Makbeðs. Þá má ekki gleyma sviðsetningu Íslensku óperunnar á verkinu fyrir fáum árum með Ólaf Kjart- an Sigurðsson en Verdi fylgir texta Shakespeare vel í söng- texta verksins. Leikfélag Reykjavíkur hefur hug á að setja Makbeð á svið í Borgarleikhúsi 2009. pbb@frettabladid.is Makbeð krufinn á verkstæði LEIKLIST Kynningarmynd hópsins fyrir verkefnið um Makbeð og þann heim sem hann endurspeglar. MYND: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Djass og blús í Kópavogi BJÖRN THORODDSEN GÍTARLEIKARI Listrænn stjórnandi djass- og blúshátíðar í Kópavogi. Íkonaverk eftir föður Jovica, serbneskan lista- mann sem einnig er prestur í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni, verða til sýnis í þremur íslenskum kirkjum nú í júnímánuði. Fyrsta sýn- ingin er nú reyndar þegar hafin; hún opnaði á laugardaginn var í safnaðarheimili Háteigs- kirkju og verður þar fram til 8. júní. Daginn eftir, þann 9. júní, opnar sýningin svo í Skálholts- kirkju og flytur sig að lokum um miðjan mán- uðinn í Glerárkirkju á Akureyri. Áhugafólk um kirkju- og íkonalist ætti klárlega ekki að láta þessar sýn- ingar fram hjá sér fara, enda ekki á hverjum degi sem sýning á verkum sem þessum sækir landið heim. - vþ Serbnesk íkon til sýnis KIRKJULIST Eitt af íkonunum eftir föður Jovica. Nú er óðum að fyllast! Upplýsingar á www.sumarbudir.is og skráning í. síma 551 9160 E N N E M M / S ÍA www.krabb.is Dregið 17. júní 2008 Vertu með og styrktu gott málefni! Fjöldi útgefinna mi›a: 145.000 Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins skattfrjálsir vinningar197 24.240.000 kr.að verðmæti 1 Grei›sla upp í bifrei› e›a íbú›. Ver›mæti 1.000.000 kr. 1 Skoda Octavia Scout, 4x4. Ver›mæti 3.740.000 kr. 195 Úttektir hjá fer›askrifstofu e›a verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. Glæsilegir vinningar Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›unni www.krabb.is/happ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.