Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 54
22 2. júní 2008 MÁNUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 14 12 14 7 SEX AND THE CITY kl. 5.15- 8 - 10.45 INDIANA JONES 4 kl. 5.40 - 8 - 10.20 14 12 SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 10.50 SEX AND THE CITY LÚXUS kl. 8 - 10.50 INDIANA JONES 4 DOLBY DIGITAL kl. 5.20 - 8 - 10.40 INDIANA JONES 4 LÚXUS DOLBY D kl. 5.20 PROM NIGHT kl. 6 - 8 - 10 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 8 - 10.15 SUPERHERO MOVIE kl. 4 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 3.50 HORTON kl. 3.50 ÍSLENSKT TAL 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 14 12 14 7 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 INDIANA JONES 4 kl. 6 - 8.30 - 11 PROM NIGHT kl. 6 - 8 - 10 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 8 - 10.15 5% SÍMI 551 9000 12 7 12 7 FORBIDDEN KINGDOM kl.5.30 - 8 -10.30 KICKIN ÍT OLD SKOOL kl.5.40 - 8 -10.20 HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GB kl.5.45 - 8 - 10.15 MADE OF HONOUR kl. 8 - 10.10 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 TILBOÐSVERÐ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 12 HAROLD AND KUMAR 2 kl. 8 12 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 10:10 L SEX AND THE CITY kl. 8 - 10:45 14 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 12 FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 - 10:10 16 NIM´S ISLAND kl. 8 12 NEVER BACK DOWN kl. 10:10 12 FORBIDDEN KINGDOM kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8D - 10:40D 12 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:40 VIP LOVE IN TIME OF CHOLERA kl. 8 7 NEVER BACK DOWN kl. 10:40 14 NIM´S ISLAND kl. 5:30 L IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 VALLEY OF ELAH síð. sinn kl. 8 16 THE HUNTING PARTY síð. sinn kl. 10:40 12 U2 3D síð. sinn kl. 6/3D L SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 10:50 14 INDIANA JONES 4 kl. 6:30D - 9D - 11:30D 12 NEVER BACK DOWN kl. 11:30 14 IRON MAN kl. 6:30 - 9 12 DIGITAL 3-D DIGITAL - bara lúxus Sími: 553 2075 SEX AND THE CITY kl. 3, 6 og 9 14 INDIANA JONES 4 kl. 4.30, 7 og 10 12 HAROLD & KUMAR 2 kl. 8 12 FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 6 12 SPIDERWICK CHRONICLES kl. 4 7 1/2 SV MBL - V.J.V., Topp5.is / FBL- Þ.Þ., DV - J.I.S., film.is STEL PUR NAR ERU MÆ TTA R Á HVÍT ATJA LDIÐ Hljómsveitin Dátar er fræg fyrir smellinn Gvendur á eyrinni, en ekki síður fyrir örlög hljómsveit- armeðlima. Af þeim sex sem störf- uðu í bandinu er aðeins einn á lífi í dag, bassaleikarinn Jón Pétur Jónsson, sem býr í útlöndum. Þrír Dátar styttu sér aldur, einn lést í bílslysi og einn lést úr krabba- meini. Perla Svandís Hilmarsdóttir er dóttir gítarleikarans Hilmars Karlssonar og hefur hún nú sett upp netsíðu tileinkaða hljómsveit- inni á datar.blog.is. „Mér hefur fundist sem umfjöll- unin um Dáta hafi verið frekar neikvæð og ég vildi bara gera eitt- hvað gott fyrir hljómsveitina og minningu pabba míns,“ segir Perla. „Ég var reyndar bara níu ára þegar hann lést svo ég á ekki margar minningar sjálf.“ Áður óbirtar myndir af hljóm- sveitinni í leik og starfi má sjá á síðunni. „Þetta er hægt og rólega að koma hjá mér. Ég bæti við eins og ég hef tíma til. Það eru til miklu fleiri ljósmyndir og ég set þær inn smátt og smátt. Hljómsveitin gaf bara út átta lög en ég veit um konu sem á heimaupptökur með hljóm- sveitinni. Það er aldrei að vita nema það efni verði líka aðgengi- legt á síðunni. Ég vildi gjarnan fá fleiri komment frá þeim lesendum sem muna eftir bandinu,“ segir Perla að lokum. - glh Minnist Dátans, pabba síns MINNIST PABBA SÍNS MEÐ NETSÍÐU Perla Svandís er dóttir Hilmars Karlsson- ar, fyrsta gítarleikara Dáta. EIN AF ÁÐUR ÓBIRTUM MYNDUM AF DÁTUM Hilmar, Jón Pétur og Rúnar Gunnarsson taka lagið í Aðalstræti sirka 1966. Um síðustu helgi birtist viðtal við Margréti Árnadóttur, hönnuð prjónalínunnar M-Design. Ermaslár hennar hafa notið mikilla vinsælda síðastliðna mánuði og selst afar vel. Vitlaus mynd var birt af Margréti með greininni, þar sem hún klæddist annarri flík, en hér má sjá hana í ermaslánni vinsælu. Ermasláin vinsæla MARGRÉT ÁRNADÓTTIR Ermaslár Mar- grétar hafa selst eins og heitar lummur. Whitney Houston ku áforma að syngja dúett með bresku X- factor-söngkonunni Leonu Lewis. Houston áformar nú endurkomu í tónlistar- heiminn, eftir að hafa verið fjarverandi árum saman á meðan hún tókst á við eitur- lyfjavanda sinn, og sendir meðal annars frá sér plötu síðar á árinu. Til þess að kynda enn undir áhuga aðdáenda vill Clive Davis, lærifaðir henn- ar og leiðbein- andi, að Hous- ton syngi með Lewis. Frá því að Leona vann X-factor í Bretlandi fyrir tveimur árum hefur frægðar- stjarna hennar farið rísandi, og það á miklum hraða. Smá- skífa hennar, Bleed- ing Love, hefur geyst upp vinsældalista bæði vestanhafs og austan, sem hefur orðið til þess að henni hefur verið líkt við söngdívur á borð við Houston sjálfa og Mariuh Carey. Dúett með Leonu SYNGUR MEÐ NÆSTU WHITNEY Whitney Houston hyggst syngja dúett með Leonu Lewis, sem einmitt hefur verið kölluð næsta Whitney Houston. Það er ekki oft sem afrískar hljóm- sveitir spila í Reykjavík, en miðað við aðsóknina á tónleika Super Mama Djombo á Listahátíð þá mætti það gerast oftar. Uppselt var á tónleikana á föstudagskvöld- ið og salurinn á Nasa orðinn pakk- fullur þegar hljómsveitin steig á svið nokkrar mínútur yfir tíu. Super Mama Djombo var skipuð tólf meðlimum á föstudagskvöld- ið, fjórum söngvurum (tveimur körlum og tveimur konum), tveim- ur gítarleikurum, tveimur saxófónleikurum, bassaleikara, trommuleikara, ásláttarhljóð- færaleikara, og hljómborðsleik- ara. Tónlist sveitarinnar er létt- leikandi og dansvænt gumbe, en það orð er notað yfir það sérstaka sambland af þjóðlegri gíneskri tónlist og kreól sem sveitin spilar. Inn á milli koma svo rólegri lög þar sem áhrifa gætir frá annarri tónlist, til dæmis blús, kúbanskri og portúgalskri tónlist. Það var mikil stemning strax frá byrjun á tónleikunum á Nasa og greinilegt að tónleikagestir voru komnir til að skemmta sér. Margir dönsuðu, klöppuðu og sveifluðu sér í takt við tónlistina og sá hópur fór stækkandi eftir því sem leið á kvöldið. Hljómsveitin spilaði mikið af efni af nýju plötunni, Ar Puro, en líka gamla gumbe-smelli frá fyrri tíma. Á meðal eftirminni- legra laga sem sveitin tók má nefna Alma, N’Tchintche og lagið No Festa, en í því söng Egill Ólafs- son með sveitinni. Hann tók með henni annað lag, negrasálminn Swing Low, Sweet Chariot sem fluttur var í hálfgerðri reggíút- gáfu. Hljómsveitin spilaði látlaust í tæpa tvo tíma og endaði á magn- aðri útgáfu af laginu Tchatcha Li Tchatcha af nýju plötunni. Þegar þarna var komið var stemningin orðin gríðarleg og allt á suðu- punkti. Sveitin fékk afhenta blóm- vendi og þakkaði fyrir sig og hvatti gesti til að koma aftur kvöldið á eftir, en fagnaðarlætin voru slík að hún kom aftur á svið og spilaði í hálftíma í viðbót. Í þeim hluta voru meðlimir allir kynntir og líka helstu aðstandendur sem voru í salnum, til dæmis hljómsveitar- stjórinn og lagasmiðurinn Adriano Atchutchi, viðskiptaráðherra Gíneu og „Ar Puro sjálfur“ Hreinn Loftsson sem hefur unnið mikið fyrir sveitina. Ar Puro þýðir að sjálfsögðu „hreint loft“. Á heildina litið voru þetta mjög skemmtilegir tónleikar. Margir hljóðfæraleikaranna sýndu snilld- artakta, til dæmis trommuleikar- inn Zé Manuel og bassaleikarinn Valdir Delgado. Gítarleikararnir tveir gerðu líka mjög góða hluti. Af söngvurunum var ég hrifnast- ur af söngkonunni Dulce Neves. Hún er búin að vera í sveitinni síðan á áttunda áratugnum og hefur einstaklega bjarta og sér- staka rödd. Best var sveitin í hrað- ari gumbe-lögunum. Þar náði stemningin líka hámarki. Það er greinilegt að sveitin hefur fengið góða tilsögn í íslensku poppara- máli. Framburðurinn á „Takk fyrir“, „Klappa“ og „Eru ekki allir í stuði“ var óaðfinnanlegur. Trausti Júlíusson Rífandi stuð hjá Super Mama LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Super Mama Djombo á Nasa Vestur-afríska stórsveitin Super Mama Djombo gerði allt vitlaust á Nasa á föstudagskvöldið á stór- skemmtilegum tónleikum. ★★★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.