Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 2. júní 2008 27 Akranesvöllur, áhorf.: 1082 ÍA Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (3–4) Varin skot Esben 1 – Fjalar 1 Horn 4–7 Aukaspyrnur fengnar 14–18 Rangstöður 1–1 FYLKIR 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannes. 7 Kristján Valdimarsson 7 *Valur Fannars. 8 Þórir Hannesson 6 Peter Gravesen 6 Guðni Rúnar Helgas. 7 Ian Jeffs 6 Ólafur Skúlason 6 (46. Allan Dyring 6) Halldór Hilmisson 5 Jóhann Þórhallsson 6 *Maður leiksins ÍA 4–4–2 Esben Madsen 6 Heimir Einarsson 6 Árni Thor Guðmund. 6 Dario Cingel 7 Guðjón Heiðar Sveins. 5 Þórður Guðjónsson 5 (83., Andri Júlíusson -) Helgi Pétur Magnús. 6 Bjarni Guðjónsson 6 Jón Vilhelm Ákason 5 Björn Bergmann 6 Vjekoslav Svadumovic 6 0-1 Ian Jeffs (6.) 1-1 Björn Bergmann Sigurðars. (25.) 1-2 Peter Gravesen (29.) 1-3 Guðni Rúnar Helgason (65.) 2-3 Vjekoslav Svadumovic (67.) 2-3 Kristinn Jakobsson (8) Valbjarnarvöllur, áhorf.: 550 Þróttur Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (7–7) Varin skot Bjarki Freyr 4 – Ómar 4 Horn 5–6 Aukaspyrnur fengnar 10–14 Rangstöður 3–3 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Anton. 6 Guðm. Viðar Mete 5 Kenneth Gusafsson 5 Nicolaj Jörgensen 4 (71., Hörður Sveins -) Hólmar Örn Rúnarss. 6 Hans Yoo Mathiesen 5 (88. Jón Gunnar -) Hallgrímur Jónasson 6 Símun Samuelsen 4 Patrik Ted Redo 6 Guðm. Steinarsson 5 (80. Þórarinn Kristj. -) *Maður leiksins ÞRÓTTUR 4–5–1 Bjarki Freyr Guðm. 5 Eysteinn Lárusson 5 (72., Jón Ragnar -) Þórður Hreiðarsson 7 Michael Jackson 7 Kristján Ómar Björn. 7 Rafn Andri Haralds. 7 Dennis Danry 7 Hallur Hallsson 6 Haukur Páll Sigurðss. 7 (77., Magnús Már -) Adolf Sveinsson 7 Ismael Silva 4 (56. *Hjörtur Hj. 8) 1-0 Michael Jackson (17.) 1-1 Guðjón Árni Antoníusson (31.) 2-1 Adolf Sveinsson (76.) 3-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (85.) 3-2 Hólmar Örn Rúnarsson (87.) 3-2 Örvar Sær Gíslason (8) FÓTBOLTI Fjölnir hafði aðeins tapað einum heimaleik af síðustu átján í báðum deildum en nýlið- arnir lágu í valnum gegn Blikum í gær. Mikið rok setti sterkan svip á leikinn en Blikar leiddu verðskuldað í hálfleik. Þeir voru fyrri til að átta sig á vindinum, sem þeir spiluðu á móti í fyrri hálfleik, og Prince Rajcomar skoraði með hárnákvæmu skoti snemma leiks. Sóknarleikur Fjölnis bar lítinn árangur, langspyrnur þeirra fóru þvers og kruss um völlinn í vind- inum. Þeir ógnuðu Blikamarkinu lítið sem ekkert á meðan Rajcomar var síógnandi hinum megin. Blikar voru grimmari og mun skynsamari í rokinu. Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað enda aðstæður afar erfiðar. Árni Kristinn Gunnarsson skoraði gull af marki þegar hann smellti boltanum í samskeytin utan vítateigs snemma í síðari hálfleik en Fjölnismenn komust lítt áfram. Þegar Ómar og Eyþór Atli komu inn lifnaði þó yfir heimamönnum og sá fyrrnefndi skoraði gott mark skömmu eftir að hann kom inn á. Það var skammgóður vermir og aðeins í stutta stund ógnuðu heimamenn. Þeir héldu boltanum illa og ógnuðu lítið. Blikar áttu fína spretti undir lokin og fóru að lokum með 2-1 sigur af hólmi. Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Fjölnis, fannst sigur Blika sann- gjarn. „Þeir voru grimmari og ég er helst ósáttur með baráttuand- ann og vinnsluna í mínu liði. Við vorum of lengi á boltanum og þeir bara átu okkur. Blikarnir voru þéttir og vel skipulagðir,“ sagði Ásmundur. Markaskorarinn Árni Kristinn Gunnarsson var skælbrosandi eftir leik. „Hefurðu einhvern tíman séð svona flott mark?“ spurði Árni glettinn og glaðbeitt- ur eftir leik. „Ég hef bara skorað svona mörk á æfingum en ég fann auðvitað vindinn með mér og ákvað því að láta vaða,“ sagði Árni, sem er réttfættur en skoraði með vinstri fæti. „Ég hef alltaf verið talinn jafnfættur.“ Honum fannst sigurinn sanngjarn. „Við spiluðum skynsamlega í fyrri hálfleik og þeim gekk mjög erfiðlega að senda þessar löngu sendingar. Þeir komust ekki nálægt markinu í fyrri hálfleik en við féllum aðeins of langt frá mönnum í þeim síðari. Heilt yfir var þetta sanngjarnt og við vorum eðlilega ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir skellinn heima síðast,“ sagði Árni. - hþh Breiðablik hirti öll stigin í rokinu á Fjölnisvelli í Landsbankadeild karla í gær: Skynsamir Blikar sóttu öll stigin FRÁBÆRT MARK Árni Kristinn Gunn- arsson skoraði frábært mark í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Fylkir er nú í vænlegri stöðu í Landsbankadeild karla eftir að hafa unnið sinn þriðja sigur í röð í miklum rokleik gegn ÍA í gær. Alls voru fimm mörk skoruð í leiknum og spilaði vindur- inn vissulega stórt hlutverk í minnst einu þeirra. Skagamenn sóttu stíft í lokin en tókst ekki að jafna metin og fögnuðu Fylkis- menn 3-2 sigri. Gestirnir byrjuðu að spila undan vindinum í fyrri hálfleik. Það hafði sitt að segja strax á sjöttu mínútu er Ian Jeffs skoraði með föstu skoti beint úr auka- spyrnu. Fylkismenn stjórnuðu leiknum fyrsta stundarfjórðung- inn en eftir það fóru Skagamenn að eflast eftir því sem þeir vönd- ust aðstæðunum. Þeir áttu nokkr- ar ágætar sóknir en jöfnunar- markið kom einnig eftir aukaspyrnu. Aftur kom vindurinn við sögu í öðru marki Fylkis því Peter Gravesen skoraði beint úr horn- spyrnu á 29. mínútu. Síðari hálfleikur byrjaði frekar rólega en hvorugu liði tókst að sækja að einhverju ráði. Það kom flestum á óvart að það voru Fylkis- menn sem voru fyrri til að skora í síðari hálfleik. Stuttu síðar minnk- aði þó ÍA muninn. Skagamenn gerðust aðgangsharðir við mark Fylkis eftir þetta en án þess þó að ná að jafna leikinn. „Við getum ekki ætlast til þess að vinna ef við gefum andstæð- ingnum tvö mörk,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, eftir leik. Hann segir að vindurinn hafi ekki skipt miklu máli í leiknum. „Þeir voru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og við í þeim síðari og það er því engin afsökun. En þetta var ekki sanngjarn sigur hjá þeim því mér fannst við þola það betur að spila á móti vindinum. Við fengum líka fleiri færi, en þeir skoruðu fleiri mörk og það er það sem telur.“ Bjarni hefur engar áhyggjur af gengi ÍA. „Nei, alls engar. Við eigum heilmikið inni.“ Valur Fannar Gíslason, leik- maður Fylkis, var vitanlega kampakátur með sigurinn. „Þessi leikur snerist um allt annað en fótbolta en við höfðum þetta. Við börðumst og vorum skipulagðir við erfiðar aðstæður,“ sagði Valur. „Ég held að okkur hafi langað meira í sigurinn og það er auðvit- að algjör snilld að hafa unnið þrjá leiki í röð.“ - esá Fylkir vann sinn þriðja leik í röð í gær en Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í sumar: Fylkir hafði betur í rokinu á Skipaskaga ENN EITT MARKIÐ ÚR HORNI Boltinn sést hér kominn í net Skagamanna eftir horn frá Peter Gravesen. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR FÓTBOLTI Nýliðar Þróttar gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Kefla- víkur að velli, 3-2, á Valbjarnar- velli í gærkvöld. Leikurinn fór rólega af stað og leikmenn liðanna tóku sér sinn tíma í að átta sig á erfiðum aðstæðum í miklum vindi á Val- bjarnarvelli. Heimamenn skor- uðu fyrsta mark leiksins þegar rúmur stundarfjórðungur var lið- inn af leiknum. Michael David Jackson átti þá þrumuskot neðst í hægra markhornið eftir frábær- an undirbúning Rafns Andra Har- aldssonar. Keflvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu að jafna metin eftir rúman hálftíma með smá hjálp frá veðurguðunum. Guðmundur Steinarsson átti þá háa sendingu frá hægri kantinum sem Bjarki Freyr Guðmundsson markvörður misreiknaði og bolt- inn barst fyrir fætur Keflvíkings- ins Guðjóns Árna Antoníussonar sem renndi boltanum yfir mark- línuna af stuttu færi. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Það dró svo til tíðinda á 75. mín- útu þegar Þróttarinn Adolf Sveins- son, fyrrverandi leikmaður Kefla- víkur, komst einn inn fyrir vörn Keflvíkinga eftir góða sendingu frá varamanninum Hirti Hjartar- syni. Adolf skoraði af öryggi og við markið fengu Þróttarar byr í seglin og börðust eins og ljón inni á vellinum. Þeir komust svo í 3-1 á 85. mínútu þegar Hjörtur átti skalla sem lak í hliðarnetið en markvörðurinn Ómar Jóhannsson og varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete voru í boltanum. Hólmar Örn Rúnarsson minnk- aði muninn fyrir Keflavík á 87. mínútu en fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir harða tæklingu stuttu síðar og ljóst að mótlætið var farið að fara í taugarnar á Keflvíkingum. Lokatölur urðu 3- 2 og Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með fyrsta sigur liðs síns í Landsbankadeild- inni í sumar. „Við vorum þéttir, baráttu- glaðir og duglegir og ég get ekki verið annað en sáttur. Hungrið í þessi þrjú stig gerði gæfumuninn þegar allt kemur til alls,“ sagði Gunnar kátur og markaskorarinn Hjörtur Hjartarson var að sama skapi ánægður. „Ég var náttúrulega hundfúll með að vera settur á bekkinn og var harðákveðinn í að standa mig og sýna að ég eigi heima í byrjun- arliðinu,“ sagði Hjörtur. Kristján Guðmundsson, þjálf- ari Keflavíkur, var svekktur í leikslok en hrósaði Þrótti fyrir góðan leik. „Ég er mjög óhress með mína menn og mér fannst við einbeit- ingarlausir og það vantaði eitt- hvað upp á að við værum tilbúnir að spila þennan leik og Þróttarar voru einfaldlega hungraðri,“ sagði Kristján. omar@frettabladid.is Þróttarar voru hungraðri í sigur Þróttur vann sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið sigraði topplið Keflavíkur sem var að sama skapi að tapa sínum fyrstu stigum í sumar. Baráttuglaðir Þróttarar voru vel að sigrinum komnir. GÓÐUR GEGN GÖMLU FÉLÖGUNUM Þróttarinn Adolf Sveinsson lék vel gegn sínum gömlu félögum úr Keflavík og skoraði meðal annars annað mark Þróttarliðsins í leiknum. FRÉTTABLADID/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.