Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI NÁTTÚRA „Ég tel hrossin mín um leið og færi gefst til,“ segir Agnar Búi Agnarsson, bóndi á Heiði, skammt frá Laxárdal. Ísbjörn var felldur nálægt bænum í gær. Fjölmenni dreif að þegar vart varð við ísbjörninn sem spókaði sig í Þverárhlíð í gærmorgun. Björninn var felldur laust fyrir hádegi af öryggisástæðum. Mikil þoka var og menn því hræddir um að björninn myndi hverfa sjónum. Um var að ræða 250 kílóa karldýr sem talið er að hafi synt langa leið til lands. Agnar á Heiði segir það skelfilega tilhugsun hefði björninn týnst í þokunni. „Ég sá hrossin fara með hraði út eftir dalnum. Þau hafa kannski verið að forða sér,“ segir Agnar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafull- trúi hjá umhverfisráðuneytinu, segir allar símalínur hafa verið rauðglóandi í ráðuneytinu. „Sá misskiln- ingur breiddist út að umhverfisráðherra hefði veitt heimild til að fella björninn en það er ekki í verka- hring ráðherra að veita slík leyfi.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir vanta viðbragðsáætlun fyrir tilvik sem þessi. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að farið verði yfir atburði gærdagsins. „Það hefði átt að loka veginum og koma birninum í búr,“ segir Egill Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi. Sýni úr birninum eru til rannsóknar hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, meðal annars til að kanna hversu lengi björninn hefur dvalið hérlendis. Ísbjörninn verður stoppaður upp og afhentur Náttúrustofu Norðurlands vestra. - kg / jse sjá síðu 12 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GOLF ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Litlar stúlkur eiga sér oft stóra drauma og Elísabet Kristjánsdóttir er þar engin undan- tekning. Elísabet er sjö ára dugnaðarforkur sem vílar ekki fyrir sér að taka á móti lömbum og nýtur sín einna best í náttúrunni. „Ég er búin að fara í sauðburð og ég tók lamb úr kind. Mér finnst það samt kk staklega merkilegt f þ „Ég hef farið í sumarbúðir á Ástjörn og þar er mikið fjör. Mér finnst mjög gaman að veiða síli og fara á bát en ég þarf að eignast betri háf því minn er allt of stór,“ útskýrir Elísabet sposk á svip og bætir við: „Síðan hef ég mikinn áhuga á indíánum. Þeir eru aldrei inni, búa í tjöldum og þeir mega ráða hvað þeir gera, stökkva í átrjánum Indíáni á Akureyri Elísabet hefur mikinn áhuga á indíánum og langar að verða leikari og bóndi þegar hún verður stór. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SPARA TÍMA Golfbílar eru hentug lausn fyrir þá sem stunda golf og vilja komast sem hraðast yfir völlinn. Svo eru þeir líka bara flottir. GOLF 6 ÖRUGG Í VATNINUKristrún Gústafsdóttir sundkennari hjá Sundfélaginu Ægi verður með tveggja vikna sundnámskeið fyrir börn frá fimm ára í Breiðholtslaug í sumar. BÖRN 7 íslenskur iðnaður MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2008 — 150. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Mentor.is nýtur vax- andi vinsælda erlendis Sérblað um íslenskan iðnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FORÐA SÉR UNDAN ÍSBIRNI Lögreglumenn ásamt skyttum úr skotfélaginu Ósmann gripu til vopna og felldu ísbjörn í Þverárhlíð í Skagafirði laust fyrir hádegi í gær. Óttuðust menn að ísbjörninn myndi hverfa út í þokuna með ófyrirséðum afleiðingum. MYND FEYKIR/PÁLL KRISTINSSON Þú færð á öllum þjónustustöðvum N1 26 79 / IG 12 Ómissandi í grillsósuna! FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR Skemmtilegast í sundi, útilegum og útlöndum börn bílar ferðir veiði heimili golf Í MIÐJU BLAÐSINS Söng með Hljómum Helga Vala Helgadóttir kom í stað Shady Owens með Hljómum í Cavern-klúbbnum í Liverpool um helgina. FÓLK 30 Húðflúrunarhá- tíð um helgina Icelandic Tattoo Festival verður haldið í þriðja sinn hér á landi um helgina. FÓLK 22 Yfir hafið og aftur heim á ný Þjóðminjasafnið sýnir íslenska forn- gripi sem voru í sænskri vörslu. TÍMAMÓT 18 SÓL NORÐAUSTAN TIL Í dag verður allhvöss austan átt syðst á landinu, annars hægari. Rigning eða skúrir sunnan til og vestan en bjartviðri norðaustan til. Hiti 10-18 stig, hlýjast norðan til. VEÐUR 4 13 15 14 1213 EFNAHAGSMÁL „Lækkun veðhlut- falls kann að vera merki um að banki sé að draga sig út af húsnæðismarkaðnum, í bili að minnsta kosti,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Veðhlutfall banka og sparisjóða vegna fasteignalána hefur lækkað. Eitt sinn lánuðu bankarn- ir allt að 100 prósentum af markaðsvirði en veðhlutfall hjá þeim er nú almennt 70-80 prósent. Þórólfur bendir á að við núverandi aðstæður sé eðlilegt að bankar dragi úr húsnæðislánum. Hins vegar hafa lán lífeyris- sjóða aukist töluvert. Þorbjörg Guðnadóttir, deildar- stjóri lánadeildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að útlán sjóðsins í apríl hafi verið næstum 50 prósentum meiri en mánuðinn á undan. Veðhlutfall lífeyrissjóða er alla jafna um 65 prósent. Þá eru vextir sjóðanna oft um eða undir sex prósentum. - ikh / Sjá Markaðinn Lán lífeyrissjóða aukast: Bankar af hús- næðismarkaði LÖGREGLUMÁL Útkall lögreglunnar á heimili á höfuðborgarsvæðinu vegna erja húsráðenda varð til þess að húsbóndinn hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn, sem um ræðir, er fæddur 1975. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins er hann grunaður um að hafa misnotað tólf ára fósturdóttur sína um lengri eða skemmri tíma. Ekki er fyrir hendi vitneskja um að fleiri börn séu viðriðin málið. Það var 19. maí sem lögreglan var kvödd á heimili fólksins vegna ósættis. Þar voru orð látin falla í áheyrn lögreglumannanna sem urðu til þess að rannsóknarlög- reglumaður hóf þegar að rannsaka málið. Í kjölfarið óskaði svo barna- verndarnefnd eftir lögreglurann- sókn. Maðurinn á heimilinu fór á sjúkrastofnun eftir þennan atburð þar sem hann dvaldi þar til í fyrra- dag. Lögregla handtók hann um leið og hann losnaði af stofnuninni og var hann úrskurðaður í gæslu- varðhald samdægurs. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að karlmaður hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um ofangreindar sakir. Hann vildi ekki tjá sig frek- ar um málið að svo stöddu. - jss Karlmaður á fertugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot: Útkall vegna heimiliserja leiddi til handtöku grunaðs barnaníðings FLUTTUR Á BROTT Ísbjörninn verður krufinn og kannað hvað hann hefur étið undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ VILHELM Valur og KR með fullt hús Íslandsmeistarar Vals lentu í kröppum dansi á heimavelli en unnu líkt og KR stúlkur sem skoruðu fimm mörk. ÍÞRÓTTIR 26 Óvelkominn ísbjörn drepinn í Skagafirði Ísbjörn var felldur í Þverárhlíð í Skagafirði í gær. Engin viðbragðsáætlun gildir um slík tilvik. Skiptar skoðanir eru um hvernig staðið var að málum á vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.