Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 6
6 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR FÉLAGSMÁL Greiðslubyrði á þriðja hundrað einstaklinga sem búa í félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar jókst nú um mánaðamótin, þegar breytingar á stuðningi gengu í gegn. Alls fá um 1.700 einstaklingar sem búa í félagslegum íbúðum stuðning frá Reykjavíkurborg. Um 230 fengu minni stuðning nú um mánaðamótin en áður. Hjá um þriðjungi þeirra jókst greiðslu- byrðin um meira en fimm þúsund krónur á mánuði, samkvæmt upp- lýsingum frá velferðarsviði Reykja víkurborgar. Greiðslubyrðin eykst um tæp- lega fimmtíu þúsund krónur að meðaltali á ári hjá þeim sem fá minni aðstoð eftir breytingarnar. Það eru rúmlega fjögur þúsund krónur á mánuði. Hjá miklum meirihluta eykst hins vegar aðstoðin. Um 1.470 ein- staklingar fá hærri stuðning nú en áður. Þeir fá að meðaltali um 66 þúsund krónur umfram það sem þeir fengu áður á ári, eða um 5.500 krónur á mánuði. Fyrir breytinguna var greidd ákveðin upphæð með hverri íbúð, og að auki gátu íbúar sótt um húsaleigubætur. Nú eru greiddar sérstakar húsaleigubætur, sem reiknast sem hlutfall af almennu húsaleigubótunum. Það þýðir að þeir sem ekki fá húsaleigubætur fá engan stuðn- ing frá borginni hér eftir. Þar er um að ræða um 230 einstaklinga, og eykst greiðslubyrði þeirra um að meðaltali 324 þúsund krónur á ári, eða 27 þúsund krónur á mán- uði. Markmiðið með kerfisbreyting- unni er að hægt sé að miða stuðn- ing við þarfir hvers einstaklings, að því er fram kemur í skýrslu starfshóps sem fjallaði um breyt- ingarnar. Stella Kristín Víðisdóttir, sviðs- stjóri velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar, segir að farið verði yfir mál allra sem fái minni stuðning eftir kerfisbreytingu. Leigan muni ekki hækka hjá þeim sem eigi rétt á húsaleigubótum fyrr en búið sé að leita allra leiða, enda gert ráð fyrir sex mánaða aðlögunartíma. Boðið verði upp á flutning í minni íbúð, henti það fjölskyldu- aðstæðum. Í öðrum tilvikum séu viðkomandi leigjendur hvattir til að sækja um húsaleigubætur og láta reyna á rétt sinn þar. brjann@frettabladid.is Greiðslubyrði eykst um 50 þúsund á ári Sérstakar húsaleigubætur voru greiddar í fyrsta skipti í Reykjavík um mánaða- mótin. Beinn stuðningur í félagslega íbúðakerfinu var á sama tíma felldur niður. Á þriðja hundrað fá minni stuðning en áður. Tæplega 1.500 fá meiri stuðning. REYKJAVÍK Um 800 manns eru nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkur- borg, samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Eftir rúma þrjá mánuði er búið að rústa fyrir- tækið REI og stórskaða Orku- veitu Reykjavíkur sem hefur verið í farar- broddi í þróun, nýsköpun og atvinnuupp- byggingu samhliða kjarnastarf- semi sinni,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokks, í bókun í borgarráði í gær. Óskar segist mótmæla „tilhæfulausri uppsögn“ Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra OR. „Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og F- listinn tóku við stjórnartaumum í Orkuveitu Reykjavíkur og REI hafa fyrirtækin mátt þola árásir og ófrægingarherferð pólitískr- ar yfirstjórnar,“ segir í bókun Óskars. - gar Borgarfulltrúi framsóknar: Segir Orkuveitu verða fyrir árás ÓSKAR BERGSSON Grunnfjárhæð húsaleigubóta er 13.500 krónur á mánuði. Við bætast 14.000 krónur vegna fyrsta barns, 8.500 krónur vegna annars barns, og 5.500 krónur vegna þriðja barns. Við það bætast fimmtán prósent af leigufjárhæð, sem er á bilinu 20-50 þúsund krónur. Hámarksbætur eru 46 þúsund krónur, þó aldrei meira en helmingur af greiddri leigu. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar út frá almennum húsa- leigubótum. Fyrir hverjar 1.000 krónur sem fást í húsaleigubætur fá leigjendur 1.300 krónur til við- bótar. Samanlagðar húsaleigubæt- ur geta aldrei orðið hærri en sjötíu þúsund krónur á mánuði, eða 75 prósent af greiddri leigu. HÁMARKSBÆTUR 70 ÞÚSUND Á MÁNUÐI MENNING Fulltrúar Hvolsskóla á Hvolsvelli tóku í gærkvöld við Íslensku menntaverðlaununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Skólinn fékk verðlaunin fyrir að hafa sinnt vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi. Í flokki kennara fékk Arnhildur Borg menntaverðlaunin fyrir merkt ævistarf sem einkennst hefur af metnaði og smitandi áhuga. Í flokki ungra kennara féllu verðlaunin í skaut Halldóri B. Ívarssyni. Þá fékk Pétur Hafþór Jónsson Íslensku menntaverðlaun- in í flokki námsefnishöfunda. - gar Íslensku menntaverðlaunin: Hvolsskóli fékk viðurkenningu FJARSKIPTI Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur ekki lengur aðgang að netinu á heimili sínu að Vestra- Reyni sunnan undir Akrafjalli. Haraldur var í netsambandi í gegnum fyrirtækið eMax sem býður upp á þráðlaust netsam- band. Náði hann sambandi í gegn- um sendi í Reykjavík en til hag- ræðingar hefur fyrirtækið slökkt á sendinum og veitir nú þjónustu sína eftir öðrum leiðum. Við það missti Haraldur sambandið. „Þetta er eins og að missa þjóð- veginn og er auðvitað mjög baga- legt í mínu starfi,“ segir Harald- ur sem að auki sinnir bankaviðskiptum og öðru þvíum- líku á netinu. „Maður er bara alveg lamaður. Nú förum við líklega að fá gula miða,“ segir hann. Edwin Karl Benediktsson, framkvæmdastjóri eMax, sagði í samtali við Fréttablaðið að unnið væri að því að koma Haraldi í samband á ný. Það gæti gerst innan fárra daga. Sökum fjarlægðar frá símstöð þarf að grípa til sérstakra ráð- stafana til að setja upp ADSL- tengingu á Vestra-Reyni. Kann það að horfa undarlega við þar sem um jörðina liggur ljósleiðari. „Ég er með Nató-ljósleiðarann 30 metra frá húshorninu. Ég á að passa hann en má ekki nota hann,“ segir Haraldur. - bþs Formaður Bændasamtakanna ekki lengur í netsambandi heima hjá sér: Eins og að missa þjóðveginn HARALDUR BENEDIKTSSON segist alveg lamaður svona netlaus. Hann má vænta þess að komast í samband á ný innan fárra daga. Hefur þú borðað hvalkjöt? Já 68% Nei 32% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var nauðsynlegt að skjóta ísbjörninn í Skagafirði? Segðu þína skoðun á visir.is Rafmagnslaust Rafmagni sló út á öllu Kjalarnesi um miðjan dag í gær. Skemmd- ir urðu á háspennulínu þegar malarbíl var ekið upp undir hana. Viðgerðir á háspennulínunni hófust strax og komst rafmagnið á um 45 mínútum eftir að því hafði slegið út. KJALARNES Elínborg í Stafholt Séra Elínborg Sturludóttir hefur verið valin til þess að gegna prest- störfum í Stafholtsprestakalli. Hún tekur við af séra Brynjólfi Gíslasyni, sem mun láta af störfum í ágúst. Elínborg var valin úr hópi þrettán umsækjenda. KIRKJUMÁL FORSETI OG MENNTAMÁLARÁÐHERRA Sett voru upp skemmtileg höfuðföt við afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. BRETLAND Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er sýndur í nýju ljósi í nýútkominni myndasögu eftir Paul Cornell. Þar fær þurr og leiðinleg ímynd Browns að víkja fyrir spennandi hetjuímynd. Í sögunni á Brown ekki erfitt með að bjarga málunum en með snarræði sínu og leiðtogahæfi- leikum bjargar hann heiminum frá yfirráðum geimvera. Miðað við gengi í skoðanakönnunum er ekki vanþörf á slíkum mannkost- um en útlit er fyrir að fátt annað en yfirnátturlegur bjargvættur geti rétt stöðu verkamanna- flokksins. - ges Ný myndasaga kemur út: Brown drepur geimverur UMFERÐ Ólafur F. Magnússon borgarstjóri leggst gegn hug- myndum um að ekki verði unnt að beygja til norðurs af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Þetta kemur fram í fundargerð Hverfisráðs Háaleitis sem kveðst fagna því að borgarstjóri ætli að beita sér í málinu. Það hafi komið fram í máli Ólafs á samráðsfundi með íbúum í Háaleitis- og Bústaðarhverfi. Afnám vinstri beygjunnar á þessum gatnamót- um tengjast hönnun á mislægum gatnamótum. - gar Borgarstjóri um Bústaðaveg: Vill áfram geta beygt til vinstri KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.