Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 16
16 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... S jóminjasafnið í Reykjavík er ungt að árum. En því hefur vaxið fiskur um hrygg á stuttum tíma. Það er að þakka víðtækum áhuga og skilningi margra bæði í pólitík, atvinnurekstri og hollvinasamtökum. En hvað sem líður góðum skilningi býr annað og meira að baki þeirri myndarlegu menningarstofnun sem safnið er orðið. Það er einstaklingsfrumkvæði af svipuðu tagi og lengi hefur einkennt vöxt og viðgang í íslenskum sjávarútvegi. Óneitanlega er það hluti af skyldum Íslendinga sem sjálf- stæðrar þjóðar í stóru veraldarsamfélagi að leggja rækt við sögu sína og menningu. Ekki af því að við lifum af fornri frægð. Miklu fremur fyrir þá sök að sagan er það sem þjóðin stendur á við ný og krefjandi viðfangsefni. Útræði við Faxaflóann var lengi vel spurning um lífsbjörg í samfélagi þar sem sjálfsþurftarbúskapurinn réði ríkjum. Seinna varð sjávarútvegurinn að lyftistöng nútíma atvinnustarfsemi þar sem tækni, verkaskipting og viðskipti voru lykill að fram- förum. Það var þá sem skáldin önduðu að sér tjöruangan hafnar- innar og skynjuðu andrúm nýrra tíma. Um höfn rísandi borgar var þá ort: „Hér streymir örast í æðum þér blóðið.“ Reykjavíkurhöfn var á þeirri tíð mesta framkvæmd sem þjóðin hafði nokkru sinni tekist á við. Hún varð miðstöð athafna og nýsköpunar. Dómkirkjan varð sjómannakirkja. Reisulegustu húsin í bæ sem vildi verða borg voru hús skipstjóranna. Höfnin var eins konar hnattvæðing síns tíma. Allt heyrir þetta nú sögunni til. Gamla höfnin er varla meira en svipur hjá sjón sem einu sinni var. Hennar bíður það hlutverk að verða umgjörð eða rammi um nýtt musteri tónlistarinnar í land- inu. Það musteri er vissulega tákn nýs tíma og stendur í eigin- legri merkingu á þeirri undirstöðu sem gerði nýja samfélagsgerð að veruleika. Mikils er um vert að halda til haga og varðveita á aðgengilegan hátt sýnishorn um þessa liðnu tíð. Það hefur verið að gerast í Sjóminjasafninu við Grandagarð af einstökum myndarskap og dugnaði. Á dögunum bættust safninu nýir gripir: Varðskip þriggja þorskastríða og fyrsta stálskipið smíðað á Íslandi. Enginn þarf að velkjast í hafvillum með mat á því að hér hefur verið vel að verki staðið. Hitt vill oft gleymast að góðir hlutir og sjálfsagðir gerast ekki af sjálfu sér. Til þess þarf hreyfiafl. Ærin ástæða er til að nefna nafn Sigrúnar Magnúsdóttur, for- stöðumanns safnsins og fyrrum borgarfulltrúa, í þessu sam- hengi. Svo augljóst er að eljusemi hennar og frumkvæði hefur ráðið úrslitum um öran vöxt og myndarlega sköpun safnsins. Trúlega er það hugsjón sem gerir einn mann að hreyfiafli um slíka hluti. En án þess væri þessi saga bara hálf sögð. Hinu er einnig ástæða til að gefa gaum að hér hafa fleiri komið að en sjóðir ríkisins og borgarinnar. Fyrirtæki tengd sjávar- útvegi og siglingum hafa sýnt viðfangsefninu skilning með afgerandi hætti og víst er að hollvinasamtök áhugamanna eru til þess fallin að viðhalda áhuga og ræktun viðfangsefnisins. Gott er til þess að vita að sú gamla tjöruangan sem varð Tómasi andagift á ekki að hverfa með öllu frá vitunum þó að hún sé ekki lengur lifandi veruleiki. Þar sem blóðið örast streymdi: Gömul tjöruangan ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Háskóli Íslands Ný lög um opinbera háskóla voru sam-þykkt í síðustu viku á lokametrum Alþingis. Þegar frumvarp til þeirra laga lá fyrir tók Stúdentaráð Háskóla Íslands það til umsagnar eins og hefðir kveða á um og gerði við það veigamiklar athugasemdir í ítarlegri umsögn. Stúdentaráð Kennarahá- skóla Íslands var kollegum sínum í HÍ sam- stíga um veikustu þætti frumvarpsins og gerði við það sams konar athugasemdir sem sérlega lutu að nýjum, utanaðkomandi meirihluta í háskóla- ráði sem fer með æðstu ákvarðanir innan háskólans og það að val á rektor væri ekki lengur skylt að bera undir lýðræðislega kosningu háskólasamfélagsins. Fleiri hagsmunaaðilar en Stúdentaráð komu að samningaborðinu og gagnrýndu nýtilbúinn meiri- hluta háskólaráðs sem hér eftir verður í boði menntamálaráðherra og atvinnulífsins; háskólasam- félagið allt og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka með Unga jafnaðarmenn í broddi fylkingar. Í meðferð frumvarpsins var tekið tillit til krafna hinna mörgu hagsmunaaðila að því leyti að fjölgað var í háskólaráði. Upphaflega áttu sjö manneskjur að sitja þar en einungis einn stúdent. Eftir breytingar eru í háskólaráði 11 manneskjur: tveir stúdentar, þrír úr starfsliði háskólans og sex utanaðkomandi. Stúdentaráð fagnar þessum breytingum en með þeim er vissulega myndaður „hópur háskólafólks“ innan ráðsins. Tíminn einn mun svo í ljós leiða hvort utanaðkomandi meirihluti æðsta ráðsins reynist sá vágestur sem margir telja. Framkvæmd á vali rektors verður í höndum háskólaráðs sem og aðrar stór- ákvarðanir. Það gefur því augaleið að sjaldan hefur legið jafnmikið við að hafa öfluga talsmenn Stúdentaráðs þar innan- borðs sem rökstyðja á sem snjallastan veg hvað kemur best við sem flesta stúdenta HÍ. Að lokum skal víkja að því gleðilegasta við hin nýsamþykktu lög sem samkvæmt góðum sið skal geyma þar til síðast. Með þeim er létt á annars þungu stjórnskipulagi fjölmenns háskóla sem gerir sameiningu við KHÍ mögulega. Rúsínan í pylsu- endanum er þó að í lögunum er hvergi heimild til upptöku skólagjalda í opinberum háskólum. Þess heldur er skráningargjald bundið við 45.000 íslenskar krónur. Og ef það gefur Stúdentaráði ekki ástæðu til þess að kætast þá veit ég ekki hvað. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Snjallir stúdentar mikilvægastir BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Árla morguns 15. apríl sam-þykkti franska þingið ný lög og þótt ekki hafi verið nema tæplega tuttugu þingmenn vaknaðir til að greiða þeim atkvæði gæti ég trúað að þau kunni að valda tímamótum, enda var þarna farið inn á svið sem ég hygg að löggjafarvaldið hvar sem er í heiminum hafi látið óáreitt til þessa. Það sem lögin snerust um var nefnilega lystarstol, þetta undarlega fyrirbæri mannlífsins þegar fólk, einkum unglingsstúlk- ur, hættir að mestu að neyta matar og verður tálgað og þvengmjótt, þangað til líf þess er í hættu. Lögin gengu að vísu ekki svo langt að banna lystarstol og leggja kannske við fangelsi upp á vatn og brauð, enda hefði verið óhægt að koma því við, en þau lögðu blátt bann við öðru, sem sagt því sem kallað var „hvatning til lystar- stols“. En í því felst að „áfýsa einhvern til að sækjast eftir óhóflegri megurð með því að hvetja til langvarandi minnkunar á mataræði svo að það geti valdið lífshættu eða stofnað heilsunni beint í voða“, eins og það heitir á hinu blæbrigðaríka tungumáli laganna. Og þetta er ekkert gamanmál því refsingin við broti gegn lögum þessum hljóðar upp á tveggja ára fangelsisvist og sekt sem nemur þrjátíu þúsund evrum. Óhófleg megurð En nú er spurningin sú, hverja löggjafarvaldið hafi hér í sigtinu, því vitanlega er hægt að áfýsa menn með mörgum hætti til að sækjast eftir óhóflegri megurð. Stundum gæti nægt að raula með vissum tónblæ og augngotum hið gamla og vinsæla dægurlag „þú mátt fá hana, ég vil ekki sjá hana, því hún er alltof feit“, jafnvel án þess að textinn fylgi með, þar eð allir kunna hann, og færi þá að vera vandlifað í veröldinni ef slíkt yrði lögreglumál. Framhaldið gefur þó til kynna hverjir þurfa nú að vera á varðbergi, því einnig er lagt bann og sama refsing við „áróðri eða auglýsingum fyrir vörum, tækjum eða aðferðum sem mælt er með sem leiðum til óhóflegrar megurðar“, og eins og útleggjurum laganna ber saman um sýnir það að delinkventanna sé að leita þar sem allir delinkventar rotta sig saman, sem sé á netinu. Að undanförnu hafa alls kyns „megrunarsíður“ nefnilega sprottið upp á netinu eins og gorkúlur í síðsumarsrigningu. Í Frakklandi a.m.k. og kannske víðar eru þær kallaðar „pro-ana“, og er þar ekki aðeins rekinn áróður fyrir því sem löggjafinn kallar „óhóflega megurð“ heldur eru gefin ótal ráð um það hvernig eigi að ná þessu æskilega ástandi og ekki síst hvernig eigi að sleppa úr krumlun- um á öllum þeim sem vilja neyða viðkomandi persónur til að safna á sig spiki, líkt og nornin gerði við Hans og Grétu. Svo er að sjá að ungar stúlkur ánetjist þessum boðskap í stórum stíl, eins og þær gangi í sértrúarflokk; samkvæmt frönskum blöðum ganga þær með rautt armband til merkis um að nú séu þær komnar í „hreyfinguna“. Þær gera það jafnvel þótt þær séu hræddar við að vekja þannig á sér athygli og vera þá dregnar inn á einhverja fitunardeild á sjúkra- húsi, enda var haft eftir einni þeirra að armbandið væri ekki aðeins til að félagar í hreyfingunni geti þekkst innbyrðis heldur líka, og kannske fyrst og fremst, til að áminna stúlkuna ef hún skyldi vera á leiðinni að falla fyrir einhverjum sætindum. Hvað er rétt holdafar? Ýmsir hafa þó haft í frammi efasemdir um þessi nýju lög, þeim finnst að þarna sé farið inn á nokkuð hæpnar brautir, enda sé lystarstol fyrst og fremst andlegur sjúkdómur sem heyri naumast undir löggjafarvaldið sem slíkur. En þingmaðurinn sem var á bak við lagasetninguna, Roselyne Bachelot, er á öðru máli, eins og haft var eftir henni í blaðinu „Libération“: „Að gefa stúlkum ráð um það hvernig þær eigi að ljúga að læknum, benda þeim á fæðu sem auðvelt sé að kasta upp, hvetja þær til meinlæta eftir að hafa innbyrt mat, það heyrir ekki undir málfrelsi. Við verðum að geta lögsótt og dæmt þá sem fela sig á þessum síðum.“ Geðlæknir einn og sérfræðingur í meðferð lystarstols var á nokkuð svipuðum nótum, þótt það væri ekki alveg á sömu forsendum: „það þarf að setja þessum stúlkum alveg ákveðin og helst nokkuð ströng tak- mörk“, sagði hann, „þær fara svo fljótt út af sporinu.“ Og hann vildi líka taka sumar fyrirsætur á beinið. Þessu myndu kannske sumir vera sammála. En þó er eftir eitt vandamál sem löggjafarvaldið virðist alveg hafa leitt hjá sér: hvað er „óhófleg megurð“ og hvað er þarafleiðandi rétt holdafar? Á því hafa menn haft ýmiskonar álit; t.d. hafði hinn mikli málari Rubens sína eigin skoðun eins og glögglega má sjá í málverkum hans. Ef farið væri eftir henni verður að segja að lögin ganga alls ekki nógu langt, það þyrfti að fyrirskipa lágmarksát og setja upp reglur um lögmáltíð. Ólöglegt holdafar EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Löggjafinn og lystarstol Nýir tímar Þótt eldsneytisverð hafi sýnt fram á að það sé fullfært um að hækka snarplega hjálparlaust hefur starfs- hópur á vegum Árna Mathiesen fjármálaráðherra lagt til að sérstakur kolefnisskattur verði lagður á bensín og dísilolíu, til að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hingað til verið málsvari lágra skatta og einstaklingsfrelsis; ríkið eigi ekki að seilast í vasa almennings eða skerða val- frelsi fólks með íþyngjandi kvöðum. Umhverfissjónar- mið hafa aftur á móti ekki þótt fyrirferðarmikil í flokknum. Tillögur starfshópsins eru því ef til vill tákn um breytta tíma. Berskjölduð Jón Bjarnason, þingmaður VG, setur drápið á ísbirninum norður í Skaga- firði í gær í forvitnilegt samhengi: Meðan 1,5 milljörðum króna er varið í hermálastofnun og til að halda uppi frönskum orrustuþotum er engin áætlun til um hvernig verjast eigi ísbjörnum á Íslandi. Og þó eru ísbirnir tíðari gestir hér á landi en árásarherir og hryðjuverka- menn. Mistök Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri sagði í samtali við Vísi í gær að mögulega hefði meiri- hluti Sjálfstæðis flokks og F-lista hlotið betra umtal hefðu flokkarnir sleppt því að gera málefnasamning í janúar síðastliðnum. Þegar meirihlutinn var myndaður voru Ólafur og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, óþreytandi við að minna á mikilvægi hins hraðsoðna málefna- samnings; hann væri hreinlega frum- forsenda hins nýja meirihluta – án hans gæti meirihluti ekki starfað. Nú er þessi sami samningur orð- inn að mistökum. Borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins hljóta að svitna í hvert sinn sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri bregður út af venjunni og lætur orðin tala í staðinn fyrir verkin. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.