Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 28
 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Fyrirtækið Alexander Ólafsson ehf., sem rekur malarvinnslu í Vatnsskarðsnámu, hefur hlotið viðurkenningarskjal um að steinefni til steypugerðar úr námunni uppfylli kröfur evrópska steinefnastaðalsins ÍST EN 12620. Fyrirtækið er fyrst íslenskra fyrir- tækja til að hljóta þessa vottun um efnisgæði og framleiðslueftirlit á steypumöl. Viðurkenningin hefur mikla þýðingu fyrir fyrirtækið þar sem byggingafulltrúar eru í auknum mæli að gera kröfu um að efni séu CE merkt. „Ísland er partur af Evrópska efnahagssvæðinu og því fylgir að við þurfum að fara eftir samþykki efnahagsbandalagsins. Ýmiss konar tilskipanir eru gefnar út og þær sem koma okkur í bygg- ingariðnaðinum við eru bygg- ingavörutilskipunin. Hún segir að þegar menn eru að byggja mann- virki, sama hvort það er á Íslandi eða Spáni, þurfi menn að nota CE- vottaðar byggingavörur,“ segir Karsten Iversen, tæknifræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti, sem veitti ráðgjöf við innleiðingu á framleiðslueftirlitinu. „Síðan eru staðlar gefnir út fyrir allar mögulegar byggingavörur, í þessu tilfelli steinefni, til að tryggja ákveðin lágmarksgæði og öryggi og krafa gerð um að menn noti þessar vörur alls staðar.“ Alexander Ólafsson ehf. er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem uppfyllir kröfur staðalsins, en önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið. Til að hljóta vottun- ina þarf fyrirtækið að koma sér upp skipulögðu gæðakerfi í sam- ræmi við staðalinn. „Síðan þurfa vottunar aðilar að taka kerfið út, í þessu tilfelli British Stand- ard Institute. Þeir fara þá í gegn- um gæða kerfið og prófanirnar og gefa síðan út vottun um að staðall- inn sé uppfylltur.“ - mþþ Fyrstir til að fylgja staðli um steypumöl Steypumöl úr Vatnsskarðsnámum Alexanders Ólafssonar ehf. uppfyllir nú kröfur frá evrópska steinefnastaðlinum. Fyrirtækið þarf að koma sér upp skipulögðu gæðakerfi í samræmi við Evrópustaðal- inn til að fá vottunina. Þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu hefur nú verið hleypt af stokkunum. Verkefnið er á vegum iðn- aðarráðuneytisins en framkvæmdaaðilar eru Impra á Nýsköp- unarmiðstöð Íslands og Ferðamálaskrifstofa í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Verkefninu er ætlað að fjölga arðbærum vörum og eða þjón- ustu í menningartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinni og auka þekkingu á sérkennum einstakra svæða. Einkum til að búa til nýja kosti sem haft geta áhrif á ferðatilhögun eða dvalar- lengd ferðamanna. En einnig að svara eftirspurn sem þegar er til staðar og hefur ekki verið sinnt hingað til. Horft er til þess annars vegar að efla þá menningartengdu ferðaþjónustu sem er fyrir hendi og hins vegar að kynna ný sóknarfæri til frekari uppbyggingar. Æskilegt er að einhver eftirtalinna faglegra forsendna séu hluti af verkefninu, þótt listinn sé ekki tæmandi: Strandmenn- ing, með hliðsjón af sérkennum svæða sem byggt hafa afkomu sína á sjávarnytjum. Sveitamenning, sem grundvallast á sögu og menningu í dreifbýli, nytjum og svo framvegis. Heiðamenn- ing, sem segir á sama tíma búsetusögu. Þjóðsagnaarfur. Sagna- arfur okkar, Íslendingasögur. Sambúð manns og náttúru. Nútím- inn. Tónlist. Myndlist. Byggðasaga. Þátttaka í verkefninu er opin fyrirtækjum og hópum innan þeirra, einstaklingum og einstaklingum sem óska eftir að vinna saman. Upplýsingar um umsækjendur og verkefnishugmyndir þeirra þurfa að koma fram á umsóknum. Umsóknir verða raf- rænar og aðgengilegar á vefsíðu Impru. Verkefnið er opið til umsóknar til 30. júní 2008. Nánar á www. nmi.is. - rh Styrkir til menningar- tengdrar ferðaþjónustu Mikið hefur verið gert út á menningartengda ferðaþjónustu í Laufási í Eyja- firði. MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI www.tækni.is Umsóknarfrestur er til 11. júní Skapandi fagskóli Hönnunar- og handverksskólinn Úrval námsleiða fyrir skapandi einstaklinga. • Fataiðn • Klæðskurður • Kjólasaumur • Gull- og silfursmíði • Keramik hönnun • Almenn hönnun • Stúdentspróf Hönnunar- og handverksskólinn er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.