Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 42
18 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is DR. RUTH WESTHEIMER KYN- LÍFSFRÆÐINGUR ER 80 ÁRA. „Talandi um kynlíf daginn út og inn hefur gert mig að betri skíðakonu. Enda er ég alltaf að tala um hreyfingu, að líta vel út og að taka áhættu.“ Dr. Ruth er einn frægasti kyn- lífsfræðingur í heimi; hún hefur sent frá sér fjölda bóka og komið fram á ótal fyrir- lestrum í útvarpi og sjónvarpi. MERKISATBURÐIR 780 f.Kr.Fyrsti sólmyrkvi sög- unnar skráður í Kína. 1896 Henry Ford prufukeyrir fyrsta bílinn sem hann hannaði, einnig fyrsti bíll- inn sem hann keyrði. 1917 Pulitzer-verðlaunin eru af- hent í fyrsta sinn. 1926 Robert Earl Hughes setur met sem þyngsti maður heims. 1944 Hornsteinn lagður að Stýrimannaskólanum í Reykjavík. 1959 Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, stofnuð. 1970 Tonga hlýtur sjálfstæði frá Bretlandi. 1989 Aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að brjóta á bak aftur mótmæli á Torgi hins himneska frið- ar enda með blóðbaði. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali 60 ára afmæli Sjöfn Inga Kristinsdóttir og Helgi Guðmundsson Í tilefni af sextugsafmælum okkar begg ja viljum við bjóða ætting jum og vinum til fagnaðar að Hólmakoti þann 14. júní nk. Góð aðstaða fyrir tjöld og tjaldvagna. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 437 1847 fyrir 10. júní. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Emil Ragnarsson skipaverkfræðingur, Seiðakvísl 29, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 30. maí. Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.00. Birna Bergsdóttir Kristín Emilsdóttir Helgi G. Björnsson Sólveig Berg Emilsdóttir Guðmundur Árnason Ragnar Þór Emilsson Hildur Hrólfsdóttir Bergur Már Emilsson Helena Hilmarsdóttir Eva María Emilsdóttir Karl West Karlsson og barnabörn Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir Brynja Ragnarsdóttir Ragna Kristín Ragnarsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Matthildur Guðbrandsdóttir frá Hólmavík, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 22. maí, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 11.00. Benedikt Þorvaldsson Guðbrandur Benediktsson Guðlaug Þorkelsdóttir Þorvaldur Helgi Benediktsson Sigurlaug Gísladóttir Birgir Benediktsson Sigrún Sigurðardóttir Sigrún Benediktsdóttir Steinþór Benediktsson Hildur Guðbjörnsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, amma og lang- amma, Kristín Katarínusdóttir Lagarási 17, Egilsstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 23. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gestur Guðmundsson Gestur Valgeir Gestsson barnabörn og barnabarnabörn. Þjóðminjasafnið vinnur nú hörðum höndum að uppsetningu á sýningunni „Yfir hafið og heim“ sem verður opnuð við formlega viðhöfn annað kvöld. Gripirnir sem sýndir verða eru ís- lenskir forngripir frá nítjándu öld sem nýlega komu yfir hafið frá Svíþjóð. „Norræna safnið í Stokkhólmi var með þessa muni í sinni vörslu þar til nýlega, þegar ákveðið var að af- henda Þjóðminjasafninu gripina. Þeir eru enn í eigu safnsins í Stokkhólmi, en hins vegar fáum við þá í varan- lega vörslu og af því tilefni verða þeir sýndir almenningi,“ segir Lilja Árna- dóttir, fagstjóri munasafns við Þjóð- minjasafn Íslands. Safnið í Svíþjóð var stofnað árið 1871 og frá upphafi var rík áhersla á að ná inn heimildum og gripum frá Norðurlöndunum að sögn Lilju sem segir forsvarsmann þessa safns hafa unnið mikið brautryðjandastarf. „Art- hur Hasselius sem stofnaði safnið var merkur brautryðjandi í safnamálum á Norðurlöndunum. Hann safnaði grip- um frá venjulegu fólki og ekki bara listaverkum eða furðugripum eins og algengt var á þessum tíma og lagði áherslu á allt þetta norræna menning- arsvæði.“ Þessi sænski hugsjónamaður hafði samstarfsmenn víða á þessu svæði og bæði keypti og fékk gefins gripi sem fóru á safnið. „Þessir munir eru að mestu sambærilegir við það sem til er hérlendis, en það sem er sérstakt við þá er að þeim hefur verið safn- að á svæðum á borð við Vesturland, en þaðan hafa færri hlutir varðveist frá þessum tíma,“ útskýrir Lilja, sem segir þó að aðeins sé rétt búið að opna ferðakisturnar. „Gripirnir sem komu eru mikið út- skornir húsmunir, litlir kistlar, textíl á borð við búninga og ábreiður ásamt skarti sem tilheyra íslensku kvenbún- ingunum,“ segir Lilja og bætir við að mikið af gripunum komi úr safni Helga Sigurðarsonar, prests úr Melasveit. „Helgi var merkur maður sem safnaði forngripum af mikilli natni og safnið hans var meðal þess sem selt var til Stokkhólms á sínum tíma. Þeir gripir eru vel merktir og þar eru góðar upp- lýsingar um uppruna þeirra. Enda var Helgi mjög vandvirkur maður,“ segir Lilja sem segir einnig að enn eigi eftir að rannsaka gripina betur. Lilja segir einnig að ekkert drama ríki í kringum þessa gripi sem Svíar séu nú að færa okkur á borð við handritin, enda hafi Arthur Hasselius á sínum tíma verið í samstarfi við forsvarsmenn Þjóð- minjasafns Íslands sem stofnað var 1863. Sýningin stendur frá 6. júní til 31. janúar á næsta ári, en 6. júní er ein- mitt þjóðhátíðardagur Svía. rh@frettabladid.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: TEKUR VIÐ ÍSLENSKUM FORNGRIPUM FRÁ SVÍUM Yfir hafið og aftur heim á ný KISTURNAR OPNAST Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, vinnur nú að uppsetningu sýningarinnar „Yfir hafið og heim“. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Meðal gripa sem verða til sýnis á „Yfir hafið og heim“ er lok af Trafaöskju frá 17.öld. Þennan dag árið 1919 var lögð fram stjórnarskrár- breyting í Bandaríkjunum og nítjánda grein henn- ar leit dagsins ljós. Hún kemur í veg fyrir að fólki sé neitað um kosningarétt vegna kynferðis, og veit- ir þar af leiðandi konum kosningarétt. Tillagan var staðfest hinn 18. ágúst árið 1920. Nítjánda greinin var af- rakstur langvarandi og ötullar kvenréttindabar- áttu á þessum tíma. Þar má nefna hóp sem nefndi sig „The Silent Sentinels“ og hóf átján mán- aða mótmæli árið 1917 fyrir framan Hvíta húsið til að vekja athygli á bar- áttunni fyrir kosningarétti kvenna. Í kjölfarið lýsti þáverandi forseti, Woodrow Wilson, yfir stuðningi við baráttuna og tillöguna, sem þó mátti bíða þess að vera tekin til umfjöllunar í þinginu og var felld í fyrstu tilraun. Í kjöl- farið hvöttu frelsis samtök kvenna almenning til að sniðganga þá sem felldu til- löguna í næstu kosning- um. Við næstu tilraun fékk tillagan stuðning með 304 atkvæðum fylgjandi henni og 89 á móti. Greinin var síðan samþykkt árið síðar. ÞETTA GERÐIST: 4. JÚNÍ 1919 Konur fá að kjósa í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.