Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2008 19 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. AFMÆLI NOAH WYLE leikari er 37 ára. RÓBERT DOUGLAS kvikmynda- leikstjóri er 35 ára. BERGLIND ÓLAFS- DÓTTIR leikkona er 31 árs. ANGEL- INA JOLIE kvikmynda- leikkona er 33 ára. Í Stykkishólmi hefur norska húsið hafið sumarstarfs sitt. Það hófst formlega í lok maí með því að Ólafur K. Ólafs- son, sýslumaður Snæfell- inga, dró að húni endurgerð af fálkafána Sigurðar Guð- mundssonar málara. Norska húsið er forsmíð- að norskt hús, reist árið 1832 af Árna Thorlacius kaupmanni og útgerðar- manni í Stykkishólmi en er nú eigu Byggðasafns Snæ- fellinga og Hnappdæla. Á miðhæðinni hefur verið sett upp heimili Árna og Önnu Thorlacius „Heldra heim- ili í Stykkishólmi á 19. öld” en á jarðhæð eru sýningar- salir og Krambúð þar sem hægt er að fá vandað hand- verk, listmuni, minjagripi, póstkort, bækur og gamal- dags nammi, gamalt leirtau og fleiri forvitnilegar vörur. Í risinu er síðan opin safn- geymsla þar sem safngest- ir geta glöggvað sig á hinum miklu viðum sem húsið er byggt úr og upplifað stemm- ingu liðins tíma á annan hátt en á neðri hæðunum. Árni Thorlacius og synir hans í Norska húsinu létu gera fálkafána árið 1874 eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara og var honum flaggað á þjóð- hátíðinni það ár sem óop- inberum þjóðfána Íslend- inga. Um þennan atburð segir Oscar Clausen meðal ananrs í Sögum og sögn- um af Snæfellsnesi: „Þeir Thorlaciusar-feðgar voru þjóðræknir menn og sjálf- stæðissinnaðir, enda miklir vinir Jóns forseta og honum handgengnir. Þeir létu þjóðhátíðar árið gjöra sér- stakt flagg fyrir Ísland, fálk- aflaggið, og flögguðu með því í fyrsta skipti á hátíðinni í Stykkishólmi. – Þetta flagg var svo viðurkennt skjald- armerki Íslands, þangað til núverandi flagg fékkst.“ Nú hefur fengist leyfi til að endurgera fánann sem blakir við hún fyrir utan húsið. Við opnun sumarstarfsins verða opnaðar tvær bláar sýningar í Norska húsinu. Í Mjólkurstofunni er samsýn- ingin „Í bláum skugga“. þar sýna listamenn sem tengdir eru Stykkishólmi á einn eða annan hátt, blá verk. Í Eld- húsinu opnar sýningin „Eitt sumar í Hólminum bláa“ þar sem sýndir verða bláir hlutir sem til eru í eigu safnsins og eins hlutir sem fengnir hafa verið að láni hjá Hólmurum. Sýningin í Eldhúsi stendur yfir í allt sumar en sýning- in í Mjólkur stofu til 1. júlí næstkomandi. Norska húsið er opið daglega í sumar kl. 11.-17. Sumaropnun í Norska húsinu SAGAN LIFNAR VIÐ Thorlacius-feðgarnir í norska húsinu í Stykkishólmi voru miklir þjóðernissinnar og flögguðu fálkafánanum árið 1874. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðlaugur Guðjónsson frá Oddstöðum, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 2. júní á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Inga Hrönn Guðlaugsdóttir Birkir Agnarsson Guðrún Guðlaugsdóttir Henrý Henriksen Sigríður Guðlaugsdóttir Sigurgeir Þór Sigurðsson Guðjón Guðlaugsson Helga K. Sveinbjörnsdóttir afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýju við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Erlu Pálsdóttur Kjarrheiði 1, Hveragerði. Guð veri með ykkur öllum. Hörður Hjartarson Helgi Harðarson Yuangkam Harðarson Hjörtur Lárus Harðarson G. Svava Guðmundsdóttir Ingibjörg Pála Harðardóttir Þórður Rúnar Þórmundsson Lilja Hafdís Harðardóttir Frank Þór Franksson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Alexander Stefánsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra frá Ólafsvík, Lækjarsmára 4, Kópavogi, er lést miðvikudaginn 28. maí á Hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudag- inn 6. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ólafsvíkurkirkju. Björg Hólmfríður Finnbogadóttir Finnbogi H. Alexandersson Sigríður M. Halldórsdóttir Svanhildur Alexandersdóttir Marinó H. Sveinsson Stefán Alexandersson Laila Michaelsdóttir Lára Alda Alexandersdóttir Þórður Ólafsson Örn Alexandersson Aðalheiður St. Eiríksdóttir Atli Alexandersson Elfa Ármannsdóttir Eydal barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, dóttir, amma og langamma, Aðalheiður Rósa Emilsdóttir Hæðarbyggð 16, Garðabæ, andaðist 1. júní. Útförin fer fram fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00 frá Vídalínskirkju, Garðabæ. Baldvin Magnússon Magnús Baldvinsson Guðrún Ágústa Brandsdóttir Björt Baldvinsdóttir Raphael Wechsler Hrund Óskarsdóttir Árni Gunnarsson Drífa Óskarsdóttir Stúart Hjaltalín Ágústa Kristín Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn P. Michelsen Skólabraut, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudag- inn 6. júní kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin á Íslandi. Margrét Þorgeirsdóttir Karl G. Kristinsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Kristín B.K. Michelsen Magnús Sigurðsson Sólveig H. Kristinsdóttir Björn St. Bergmann Anna Karen Kristinsdóttir Gestur Helgason afa og langafabörn. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Hanna Ragnarsdóttir Sóltúni 11, Reykjavík, sem lést 28. maí á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00. Guðmundur Einarsson Kristín Guðmundsdóttir Vignir Einar Thoroddsen Ásdís Guðmundsdóttir Þórarinn V. Þórarinsson Árni Guðmundsson Hrönn Stefánsdóttir og barnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurður Þórðarson tannlæknir, lést á líknardeild LSH 31. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 6. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kristín S. Karlsdóttir Guðrún Hrund Sigurðardóttir Hörður Harðarson Arnar Þór Sigurðsson Guðrún Dögg Jóhannsdóttir Andri Vilhjálmur Sigurðsson Auður Ýrr Þorláksdóttir Gunnar Már Sigurðsson Guðrún Anna Pálsdóttir Gunnar Halldór Sigurjónsson og barnabörn. Jóna Birta Óskarsdóttir frá Hábæ Þykkvabæ, Stangarholti 5, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 1. júní. Gísli Jónsson Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason Sigurður Hreinsson Bryndís Hulda Guðmundsdóttir Ragnheiður Gísladóttir Björk Gísladóttir Guðbrandur Örn Arnarson og barnabörn. MKLAR BREYTINGAR Undanfarið hafa staðið yfir endurbætur á Hrafn- istu. Á sjómannadaginn fór síðan fram endurvígsla við hátíðlega athöfn. Hrafnista í Reykjavík var endurvígð á sjómanna- daginn 1. júní eftir miklar endur bætur. Það var Biskup Íslands, herra Karl Sigur björnsson, sem flutti blessunarorð við vígsluna. Nýju húsakynnin voru formlega tekin í notk- un þegar Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra og Jóhanna Sigurðar dóttir, félags-, og tryggingamálaráðherra, klipptu á borða við vígsl- una. Markmið með breyting- unum er að sögn forvígis- manna Hrafnistu að koma til móts við vaxandi kröf- ur nútímans um aðbúnað í þjónustu og umönnun aldr- aðra. Heimilisfólkinu líkar að sögn afar vel við breyt- ingarnar og er það mál manna að skemmtilegt and- rúmsloft svífi yfir vötnum í nýju húsakynnunum. Endurvígsla Hrafnistu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.