Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 44
20 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ...Halló, ég kemst ekki í símann sem stendur þar sem ég er upptek- inn við að breytast í púpu. Áheyrnarprufur Já? Þetta eru söngvaraprufur? Ég heyri ekki eitt einasta hljóð! ...og samt ertu sá besti hingað til! Áheyrnarprufur Úr veginum! Passið ykkur! Allir frá! Kona með espressó! Seint að sofa í gær, Fanney? Stundum dugar Ég er á leið í skólann að læra sögu. Fólk segir að ef maður þekki ekki söguna sé maður dæmdur til að endurtaka hana. ...hafa þau ekki hent þér úr skól- anum áður? Ah, það er gömul saga. Svona! Tvær alveg eins samlokur með lifrar- kæfu. Búið að skera skorpuna af báðum, á tveimur alveg eins diskum. Þökk sé vandvirkni minni við undirbúninginn getið þið ekki rifist um neitt í sambandi við þessa máltíð! Hann smurði mína fyrst! En óréttlátt!! Líkamsrækt, líkaminn hefur heltekið þjóðina. Dýrkun á líkamlegu atgervi á landinu má líkja við upphafi Ólympíuleikana hjá Grikkjum. Fáklædd spriklar þjóðin nú inni í Ólympíu-fjöllum landsins; World Class og hvað þetta heitir nú allt saman. Allt miðar að því að upphefja líkamann enda hefur hinni fornu speki verið hald- ið á lofti að heilbrigð sál býr í hraustum líkama. Sá sem er feitur hlýtur að vera afskaplega óham- ingjusamur. Fyrir þetta borgar almúginn morðfjár því enginn er maður með mönnum nema hann greiði tugþúsundir í spandex-galla, Nike- skó og drykkjarbrúsa með orku- drykkjum á ári hverju. Ekki þýðir að vera „hallærislegur“ í ræktinni, í notuðum skóm, gömlum íþrótta- buxum og frekar lummó Liverpool- búningi. Nema hann sé náttúrlega keyptur á Anfield og merktur eftir- lætisleikmannninum. Þá er hægt að monta sig af pílagrímsferðinni í lúxusklefanum eða gufunni. Þjóðinni þykir líka fátt jafn gott og að gúffa í sig grænmetisréttum. Ekkert rautt kjöt, engar „lifandi og saklausar“ verur sem myrtar eru til manneldis því þær eru okkur svo skaðlegar. Mjólkin er jafnvel komin á bannlista. Þrátt fyrir hug- rakkar auglýsingar mjólkurfram- leiðanda sem halda því fram að allir verði ljótir, tannlausir og feitir ef þeir drekka ekki mjólk. Og ekki má nú gleyma stólpípunum í Pól- landi. Öllum heilsuvikunum í útlöndum þar sem skítnum er dælt út í tonnavís. Líkaminn SKAL líta út eins og Kellogg‘s-auglýsingun- um. En viti menn. Í Hafnarfirði býr maður sem uppgötvað hefur nýja líkamsrækt. 89 ára að aldri og jafn vel á sig kominn og hver annar aul- inn sem hoppar og skoppar í vaxta- ræktarsölunum. Töfraformúlan er einföld. Aldrei að borða sig saddan. Þrjár máltíðir á dag sem saman- standa af fiski og kjöti á degi hverj- um og hálftíma göngutúr á hverj- um degi. Ódýrara getur það ekki verið. STUÐ MILLI STRÍÐA: Ódýrasta líkamsrækt í heimi FREYR GÍGJA GUNNARSSON TELUR AFA SINN VERA LÍKAMSRÆKTARFRÖMUÐ Eignastu lögin af nýju plötu Bubba á undan öllum Þú gætir um leið unnið miða á útgáfutónleikana þann 6. júní Lifðu núna Nú getur þú keypt lögin af væntanlegri plötu Bubba Morthens hjá Vodafone og spilað þau aftur og aftur úr símanum þínum. Prófaðu hvað þetta er þægilegt, náðu í titillagið Fjórir naglar með því að senda SMS skilaboðin lag Bubbi í 1900 eða farðu á vodafone.is. Allir sem kaupa lög af plötunni eiga kost á því að vinna miða fyrir 2 á útgáfutónleika Bubba sem verða í Borgarleikhúsinu 6. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.