Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 54
30 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR „Í nótt geng ég til náða með rokk- stjörnu. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Grímur Atlason, fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur. Grímur var í skýjunum á laugar- dagskvöldinu síðasta og ekki einn um það. Hann, ásamt fleiri Íslend- ingum, varð vitni að mögnuðu síð- asta „giggi“ Hljóma í sjálfum Cavern-klúbbnum í Liverpool. Það sem meira var – kona hans, Helga Vala Helgadóttir blaðamaður – var kölluð óvænt á sviðið til að syngja línurnar sem Shady Owens söng áður fyrr í laginu „Ég elska alla“ – og stóð sig með miklum ágætum. „Þetta er spurning um að byrja og hætta á toppnum sem söngkona,“ segir Helga Vala. „Toppurinn! Hljómar eru hættir og ég líka.“ Pílagrímsför 100 Íslendinga til Liverpool á vegum FTT til að sjá Hljóma í Cavern-klúbbnum og Paul McCartney á Anfield-leik- vanginum tókst vel. Fréttablaðið var á staðnum og mun gera betur grein fyrir þessari miklu för síðar. Meðlimir Hljóma voru ánægðir með hvernig til tókst og að sögn Gunnars Þórðarsonar fer vel á því að ferli Hljóma ljúki með þessu hætti. „Þetta var síðasta „gigg“ Hljóma,“ sagði hann við blaða- mann Fréttablaðsins sem ræddi við hann á Hard Days Night Hotel í Liverpool á hádegi næsta dags. Það var einmitt eftir sögufrægt „gigg“ Hljóma á Cavern haustið 1964 sem frægðarsól hinna íslensku bítla frá Keflavík tók að rísa til muna. Og til marks um hversu hjörtu hinna íslensku bítla og þeirra bresku slá í takt er að lokalag Hljóma á Cavern árið 2008, var rokklagið „I Saw Her Standing There“ sem uppklappslag líkt og hjá McCartney á Anfield næsta kvöld. „Þetta var svakalega gott. Og persónulegur sigur fyrir Gunnar Þórðarson,“ segir Óttar Felix Hauksson, umboðsmaður Hljóma, sem telur að þarna hafi verið settur viðeigandi lokapunktur við feril þeirrar hljómsveitar. Óttar, sem staddur var á æfingum fyrir ferðina, segir það hafa komið sér á óvart hversu vel tónleikarnir tókust og þakkar það ekki síst Gunnari. „Hann sýndi og sannaði, ef einhver skyldi velkjast í vafa, að hann er fremsti rokkarinn sem Ísland hefur alið – sem spilari, söngvari og rythma-bolti. Hann keyrði þetta áfram og lyfti þeim öllum upp – allir voru að spila yfir getu.“ jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. afl, 6. tveir eins, 8. tíma- bils, 9. mjög, 11. tveir eins, 12. mynd- arskapur, 14. þreparöð, 16. ólæti, 17. almætti, 18. gums, 20. í röð, 21. einsöngur. LÓÐRÉTT 1. hærra, 3. slá, 4. umhverf- is, 5. flýtir, 7. nærri allar, 10. farfa, 13. arr, 15. dugnaður, 16. næra, 19. grískur bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. orka, 6. ff, 8. árs, 9. all, 11. ii, 12. reisn, 14. stigi, 16. at, 17. guð, 18. lap, 20. mn, 21. aría. LÓÐRÉTT: 1. OFAR, 3. RÁ, 4. KRING- UM, 5. ASI, 7. FLESTAR, 10. LIT, 13. SIG, 15. IÐNI, 16. ALA, 19. PÍ. GAMLA MYNDIN „Mér finnst mjög trúlegt að þetta sé mynd frá því að ég gerði hvort tveggja, var í blaða- mennsku og fótbolta. Mörgum finnst kannski ótrúlegt að fót- boltamenn geti skrifað, en svona er nú heimurinn samt skrýtinn.“ Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrár- gerðarmaður. Myndin var tekin árið 1984. GUNNAR ÞÓRÐARSON: SÍÐASTA „GIGG“ HLJÓMA VAR Í LIVERPOOL Helga Vala slær í gegn með Hljómum á Cavern GUNNI ÞÓRÐAR, RÚNI JÚLL OG HELGA VALA Það varð allt brjálað og mikill hiti í Cavern-klúbbnum að kvöldi laugardags þegar Hljómar tóku sitt síðasta lag. Helga Vala söng „Ég elska alla“ með tilþrifum. MYND/ÓLAFUR PÁLL „Þú segir mér fréttir. Ég var búin að hafa eitthvað veður af þessu en þetta er náttúrlega bara alveg frábært,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdótt- ir. Kvikmyndabiblían Variety hrósar íslensku ævintýra- myndinni Astrópíu í hástert á vefsíðu sinni og tekur fram að Kastljós-stjórnandinn Ragn- hildur eigi stjörnuleik í hlut- verki Hildar. „Muscular bea- uty“, eða „vöðvastælt fegurðardís“, skrifar gagnrýn- andinn Alissa Simon um Ragnhildi og fer ekk- ert síður fögrum orðum um Höllu Vilhjálms- dóttur í hlutverki Betu. Telur hana kynþokkafulla sem leikja njörð og stríðsmann inni í leiknum. „Þetta er mjög heppilegt því ég er að fara til Los Angeles bráðum og get því bara gengið um götur borg- arinnar með dóminn fram- an á,“ bætir Ragnhildur við og skellihlær. „Nei, nei, það er bara gaman að fá svona hrós og mér skilst að þetta sé mjög gott að fá dóm hjá þessu blaði,“ heldur sjón- varpskonan áfram og úti- lokar ekki að hún gæti tekið að sér hlutverk í kvikmynd ef rétta tilboðið berst. „Annars er ég alveg rosa- lega heilluð af sjónvarps- forminu og uni mér bara vel við það.“ Dómar í Variety eru ekki mikið fyrir að hossa leikurum neitt sérstaklega enda fer stærsti hluti dómsins í að fjalla um myndina og útlit hennar. Simon segir þannig útlit myndar- innar vera líflegt og litríkt og hrósar sérstak- lega tæknibrelluliðinu. Hún telur Astrópíu kannski ekki eiga erindi á hvíta tjald- ið fyrir utan Norður lönd en bendir á að ef vel er haldið utan um útgáfu DVD-disks- ins geti hún vel orðið alþjóðlegt cult-fyrir- bæri. - fgg Variety hrifið af vöðvastæltri Ragnhildi VARIETY HRIFIÐ Astrópía fær prýðilega dóma hjá Variety og því spáð að DVD- útgáfan verði hugsanlega alþjóðlegt cult-fyrirbæri. HRÓSAÐ Ragnhildur Steinunn og Halla Vilhjálmsdóttir eru nefndar sérstaklega í dómi Variety. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu flott þetta festival var fyrr en ég var komin á staðinn,“ segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur sem er nýlega komin heim frá bók- menntahátíð sem árlega fer fram í velska smábænum Hay-on-Wye og dregur að sér um 80.000 bók- menntaáhugamenn. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár, auk Yrsu, voru Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, rithöfundarnir Salman Rush- die, Ian McEwan, John Irving og Martin Amis, matgæðingurinn Jamie Oliver … „Já, og ekki gleyma Top Gear-gæjanum,“ segir Yrsa. Jeremy Clarkson? „Já, honum. Bresku útgefend- urnir voru ótrúlega ánægðir með að ég skyldi komast þarna að og ég eiginlega áttaði mig ekki á því hvað þeir voru að tala um fyrr en ég fór að skoða dagskrána í lestinni. Þetta stendur yfir í ellefu daga og ég hefði mætt fyrr ef ég hefði vitað þetta. En ég var aðeins eina nótt. Sem voru mikil mistök af minni hálfu,“ segir Yrsa. Yrsa sat fyrir svörum og talaði um glæpasöguna vítt og breytt í tilefni þess að hún var að koma út í Bretlandi. Hún sá Ian McEwan sem var á dagskrá samtímis henni. „Þetta var mjög vel lukkað hjá þeim. Og margt fyndið. Við fórum til dæmis að borða á litlum veitingastað þarna. Og var okkur tjáð að Jimmy Carter hefði verið þar og snætt fyrir tveimur kvöldum. Þá hafði einhver „local“ karl, drukkinn, verið að reyna að ná í jakkann sinn á þessum pínulitla stað. Þá svifu lífverðir Carters á hann, keyrðu hann niður og járnuðu. Síðan er hann kallaður Tom the Assassin í Hay-on-Wye,“ segir Yrsa og að það þyki þeim fyndið þarna í Wales. - jbg Yrsa og Carter á bókamessu Shaking All Over - Eddie Cochran Summertime Blues - Eddie Cochran It’s All Over Now - Rolling Stones I Don´t Care - Hljómar Fyrsti kossinn - Hljómar Twist and Shout - Bítlarnir Ég elska alla - Hljómar I´m Down - Bítlarnir Bláu augun þín - Hljómar I Saw Her Standing There - Bítlarnir Lagalisti Hljóma í Cavern 2008 HLJÓMAR Í CAVERN 1964 TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ YRSA SIGURÐARDÓTTIR Kom fram á einhverri virtustu bókmenntahátíð veraldar og hitti Ian McEwan. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Átta. 2. Arnór Atlason. 3. Ólafur Stephensen. Í nægu verður að snúast hjá íslensku leikkonunni Anitu Briem á næstu dögum. Hún heims- frumsýnir Journey to the Center of Earth hinn 29. júní við hátíðlega athöfn í Mann Village Theater í Los Angeles á sérstökum fjölskyldu- degi fyrirtækisins. Töluvert verður um að vera í tengslum við frumsýninguna og margar af barna- hetjum Disney- fyrirtækisins heiðra gesti með nærveru sinni. Anita mun síðan halda til móts við Idol-stjörnuna Katherine McPhee en töluvert hefur verið gert úr hlutverki hennar í kvikmyndinni The Storyteller á netinu að undan- förnu. Anita mun leika eitt aðal- hlutverkanna í kvikmyndinni en McPhee varð í öðru sæti í Idol-leit Ameríku og hefur notið töluverðra vinsælda síðan að þátttöku hennar þar lauk. Ein mest lesna fréttin á íslenskum vefsíðum í gær snerist raunar um mynd af bandaríska stórleikaranum Jake Gyllenhaal í 66 gráður norður úlpu sem birtist á forsíðu US Weekly. Þetta þótti mönnum til marks um hversu vel vörumerkið væri markaðs- sett. Hins vegar þurfa menn kannski ekki að leita langt yfir skammt því Gyllenhaal er nýbúinn að ljúka við leik í kvikmyndinni Brothers sem er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Sem á einmitt 66 gráður norður. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.