Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 18
18 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ VIKA 18 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Bygging heilsugæslustöðvarinnar gengur vel,“ segir Charlotte sem nú er stödd í Afríkuríkinu Líberíu á vegum IceAid. „Á mánudaginn fékk ég að heimsækja skólann hér og fræðast um mismunandi menningu og mállýsk- ur í Líberíu. Þá tók ég eftir að ekkert barnanna átti skólatöskur svo ég, ásamt nokkrum stelpum á munaðarleysingjaheimilinu, ætlum á næstu dögum að útbúa skólatöskur. Á miðvikudaginn heimsótti ég leikskólann og afhenti börnunum þar veggspjaldið sem börnin á leikskólanum Stakkaborg útbjuggu. Við töluðum um hversu Líbería og Ísland væru ólík lönd og í næstu viku ætla börnin á leikskólanum að teikna myndir sem ég tek með heim til Íslands.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Heimsótti tvo skóla í Líberíu Drulluósáttur „Ég er alveg drulluósáttur við þetta og það eru það bara flestir í Hveragerði.“ SIGURGEIR INGIMARSSON, ÍBÚI Í HVERAGERÐI, UM AÐ BÓTAÞEGAR ÚR VIÐLAGASJÓÐI BERI LÖGUM SAMKVÆMT EIGIN ÁHÆTTU SEM NEMUR FIMM PRÓSENTUM AF TJÓNINU. Fréttablaðið, 5. júní 2008 Sterk og gróf „Ég tók eftir því að allar myndirnar sem ég hafði safnað voru sterkar og grófar, af mótorhjólafólki og vöðvum og allar svolítið kynferðis- legar.“ TINNA HALLBERGSDÓTTIR UM MYNDIR SEM HÚN SAFNAÐI Í LEIT AÐ INNBLÆSTRI FYRIR LOKAVERK- EFNI SITT Í FATAHÖNNUN FRÁ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS. Fréttablaðið, 5. júní 2008 Sýning Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu þótti athyglisverðasta áhuga- sýning ársins í samkeppni Þjóðleikhússins. Verðlaunin voru afnot af stóra sviði leikhússins í eina kvöld- stund og var sýningin sett þar upp á miðvikudags- kvöld. „Stemningin var mikil, alveg ríf- andi, bæði í hópnum og í salnum,“ segir Ása Hildur Guðjónsdóttir, for- maður leikhópsins. Hún segir að mætingin á stóra sviðið hafi verið góð. „Salurinn var ofboðslega ánægður og klappið ætlaði aldrei að hætta.“ Tæplega 100 manns eru meðlimir í Halaleikhópnum, bæði fatlaðir og ófatlaðir. Í Gaukshreiðrinu léku 19 leikarar, en alls komu 42 að sýning- unni með einum eða öðrum hætti. Ádeilur verða gjarnan fyrir val- inu hjá leikhópnum og sú er vissu- lega raunin með sýninguna nú. „Þetta verk er mjög mikil ádeila. Það gerist á stofnun og margir af leikurunum þekkja slíkar stofnanir vel,“ segir Ása og segir miklar umræður og pælingar hafa sprottið í kringum ákvörðunina um að setja verkið upp. „Það eru margir sem segja að þetta verk hafi valdið for- dómum gegn geðsjúkum á sínum tíma.“ Sýning hópsins var valin sú athyglisverðasta af ellefu sýning- um sem tóku þátt í samkeppni Þjóðleikhússins. Að sögn Ásu var einstaklega vel tekið á móti hópn- um í leikhúsinu. „Þau tóku meira að segja út þrjár fremstu sætarað- irnar til þess að þar gætu verið hjólastólar, það hefur aldrei verið gert áður.“ Að auki var hljóðkerfið lagað að þörfum heyrnarskertra. „Svo var þetta svo skemmtilegt því þetta ber upp á fimmtán ára afmæli leikhópsins. Þetta var rús- ínan í pylsuendanum.“ thorunn@frettabladid.is Mikil stemning á stóra sviðinu FRUMSÝNINGIN UNDIRBÚIN 19 leikarar leika í uppsetningu Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu, sem þótti vera áhugaverðasta áhugamannasýningin í samkeppni Þjóðleikhússins. Verkið var sýnt við góðar undirtektir á stóra sviði leikhússins á mið- vikudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Mér finnst svolítið leiðinlegt að það hafi þurft að drepa ísbjörninn. Mér var sagt að það hefði þurft þar sem hann væri hættulegur. Áður en ég fluttist hingað spáði ég í hvort það væru ísbirnir á Íslandi. En konan mín sagði mér að þeir kæmu bara hingað af og til, með ísjökum frá Grænlandi. Þar sem ísbirnir eru í útrýmingarhættu hefði mér þótt betra ef hægt hefði verið að finna aðra lausn. Svo fann ég vel fyrir jarðskjálftanum á fimmtudaginn. Ég er ekki vanur jarðskjálftum þótt þeir séu ekki óalgengir í Marokkó. Borgin Agadir eyðilagðist til dæmis árið 1961 í sterkum skjálfta. Hún var mjög falleg, stundum líkt við París, en hefur nú verið endurbyggð.“ Rachid Benguella Hefði viljað sjá ísbjörninn lifa „Mér brá alveg svakalega í skjálftanum enda var þetta í fyrsta sinn sem ég finn fyrir jarðskjálfta,“ segir Junpehn. „Ég var í kaffistofunni í vinnunni í Fjarðarkaupum og allt í einu fer allt að hristast. Allir stóðu upp og sumir öskruðu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast en fljótlega á eftir útskýrðu samstarfsmennirnir fyrir mér hvað hafði gerst. En um síðustu helgi fór ég á Þjóðhátíðina í Hafnarfirði og skemmti mér vel. Mér fannst mikið til sýningarbásanna koma og þeirra hluta sem þar gat að líta en það sem vakti mestu athygli mína var kynning á menningu hér á Íslandi til forna.“ Junpehn Sriyoha Brá í skjálftanum Síðasta helgi var annasöm hjá Algirdas en hann var með bás á Þjóðhátíðinni í Hafnarfirði og kynnti þar menningu Litháen. „Þetta tókst afar vel í alla staði,“ segir hann. „Ég stjórnaði undirbúningnum en það voru um tíu manns sem lögðu hönd á plóg og er ég þeim öllum afar þakklátur. Reyndar tók þetta nokkuð óvænta stefnu þegar það hafði ekki fundist neinn karlmaður til að dansa þjóðdans okkar á stóra sviðinu. Þá bárust böndin að mér og gat ég ekki skorast undan því svo ég steig dansinn og það tókst bara nokkuð vel. Ég hafði lært dans í barnaskóla og það kom sér aldeilis vel þarna.“ Algirdas Slapikas Sýndi þjóðdansinn „Þessi þróun er hæg en jákvæð. Með jafnri fimm prósenta aukningu frá ári til árs komumst til jafns við karlana,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri um nýja skýrslu Rannsókn- arseturs Vinnuréttar á Bifröst sem birt var í gær. Í skýrslunni voru niðurstöður þær helstar að konum fjölgaði úr 8 prósent í 13 prósent í stjórnum 120 stærstu einkafyrirtækja landsins á einu ári og í æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja úr 14 í 19 prósent. „Í opinbera geiranum eru konur einnig að sækja í sig veðrið. Til dæmis í menningargeiranum þar sem meðal annars menntamálaráðherra, leikhús- stjórar tveggja stærstu leikhúsanna og stjórnandi Listahátíðar eru allar konur.“ SJÓNARHÓLL FLEIRI KONUR Í STJÓRNUM OG ÆÐSTU STÖÐUM FYRIRTÆKJA Jákvæð en hæg þróun TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Þjóðleik- hússtjóri ■ Saga leit- arvélarinnar Google hófst árið 1996 með því að dokt- orsnemar við Stanford-háskóla, þeir Larry Page og Sergey Brin, fengu hugmynd að nýrri tækni fyrir leitarvélar á veraldarvefnum. Fyrirtækið var stofnað í bílskúr árið 1998. Árið 1999 fór leitarvél- in fram úr AltaVista sem þá var mest notaða leitarvélin. Ástæðan fyrir því að Google tók fram úr AltaVista þykir skýrast af því að Google var með einfalt útlit en AltaVista breyttist í heila vefgátt. Starfsmenn Google nú eru um 5.700 talsins. GOOGLE: SIGRAÐI MEÐ EINFALDLEIKANUM „Ég er á leiðinni á húðflúrshátíð um helgina,“ segir Unnur glöð í bragði, enda er hún prýdd nokkrum slíkum sjálf. „Þar verða bæði íslenskir og erlendir flúrarar að leika listir sínar og ég held að það verði mjög skemmtilegt að sjá.“ Unnur María er einnig bassaleikari Brúðar- bandsins en þær gáfu út plötu fyrir nokkr- um árum. Hún segir hljómsveitina hafa verið í hléi frá tónleikahaldi undanfarin misseri. „Núna starfa ég sem verkefnis- stjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu í Þjóðarbókhlöðunni og vinn hörðum höndum að því að skrá það efni sem okkur hefur borist frá því að hún tók til starfa á síðasta ári. Markmið okkar er að safnkostur miðstöðv- arinnar verði leitarbær í haust á heimasíðu okkar, svo að það er nóg að gera hjá mér.“ Ásamt störfum sínum hjá miðstöðinni er hún einnig komin að því að ljúka mastersnámi í sagnfræði. „Ég stefni á að nota sumarið til þess að ljúka lokaritgerðinni minni og útskrifast í haust. Ritgerðin fjallar um íslenskt pönk og samspil þess við íslenska menningu. Ég byggi hana aðallega á viðtölum við fólk sem kom að pönkmenningunni og umfjöllun fjölmiðla frá tíma- bilinu. Fyrir nokkru stóð ég svo að sýningunni Pönk og diskó í Árbæjarsafninu.“ Unnur María ætlar að ljúka sumrinu með því að ganga Hornstrandirnar. „Ég var að komast að því að ég kæmist með Ferðafélagi Íslands og hlakka mjög mikið til.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? UNNUR MARÍA BERGSVEINSDÓTTIR SAGNFRÆÐINGUR Á húðflúrshátíð og Hornstrandir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.