Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 22
22 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 240 4.698 +0,88% Velta: 2.032 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,78 -0,15% ... Bakkavör 33,75 +6,47% ... Eimskipafélagið 20,00 0,00% ... Exista 9,74 -0,61% ... Glitnir 17,10 +0,59% ... Icelandair Group 18,95 +0,27% ... Kaupþing 775,00 +1,18% ... Landsbankinn 24,80 +0,41% ... Marel 93,00 -2,11% ... SPRON 4,61 -0,43% ... Straumur-Burðarás 10,71 +0,19% ... Teymi 3,04 0,00% ... Össur 95,60 -0,21% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +6,47% KAUPÞING +1,18% FÆREYJABANKI +0,62% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMINUM -2,26% MAREL -2,11% 365 -0,18% „Þetta eru langtímafjárfestar og hafa verið farsælir í því sem þeir hafa gert,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca, um nýjan hluthafa í félaginu. Félag í eigu Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírs- ins í Katar hefur keypt 12,6 pró- senta hlut í Alfesca, fyrir tæplega 5,5 milljarða króna. Um er að ræða 850 milljónir nýrra hluta á genginu 6,45. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að í verðinu felist tæplega sjö prósenta afsláttur frá lokagengi í Alfeca 23. maí. Gengið við lok viðskipta í gær var 6,9. Hluturinn verður geymdur í eignarhaldsfélaginu ELL162 ehf. Það mun vera vegna nýlegra laga um skattfrelsi söluhagnaðar af hlutabréfum, sem Alþingi sam- þykkti skömmu fyrir þinglok. Ólafur Ólafsson segir að Alfesca sé í mjög góðri stöðu og eiginfjár- hlutfallið sé gott, en það er yfir 40 prósentum. „Við ákváðum að styrkja það enn frekar.“ Forseti Íslands hefur farið til Katars oftar en einu sinni. Menn ætla að sú kynning á Íslandi kunni að hafa haft áhrif. Ólafur Ólafsson segir hins vegar að persónuleg tengsl skýri fjárfestinguna. „Menn hafa þekkst lengi og ég veit að þeir hafa fylgst með í nokkurn tíma.“ Ólafur vill fátt segja um hvort Al-Thani hyggi á frekari fjárfest- ingar hér á landi. „Við eigum hins vegar eftir að starfa með þeim á öðrum vettvangi.“ Menn úr hópi nýrra fjárfesta koma hingað síðsumars til að veiða lax. Ekki er útilokað að Mohamed bin Khalifa Al-Thani verði þar á meðal. „Það verður að minnsta kosti einhver úr Al-Thani-fjöl- skyldunni með í för,“ segir Ólafur. Al-Thani-fjölskyldan hefur ráðið smáríkinu Katar við Persaflóa í eina og hálfa öld. Katar er eitt rík- asta land í heimi. Þar búa um 800 þúsund manns. Talið er að 15 pró- sent af jarðgasbirgðum heimsins sé þar að finna. Mohamed bin Khalifa Al-Thani var varaforsætisráðherra landsins og var um skeið fulltrúi í ráðherra- ráði OPEC, samtökum olíuútflutn- ingsríkja. ingimar@markadurinn.is Langtímafjárfesting frá Katar Bróðir emírsins í Katar hefur eignast tæplega þrettán prósenta hlut í Alfesca. Stjórnarformaður félagsins væntir þess að þetta sé langtímafjárfesting. EMÍRINN AF KATAR Bróðir emírsins af Katar hefur keypt stóran hlut í Alfesca og geymir í íslensku félagi. nordicphotos/AFP „Það hefur verið gríðarleg- ur halli á utanríkisviðskið- skiptum undanfarin ár og minni vöruskiptahalli er vísbending um að horfi í átt til betra jafnvægis í þjóðar- búskapnum“ segir Ragn- hildur Jónsdóttir hagfræð- ingur hjá Greiningardeild Glitnis. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 0,6 milljörðum króna í maí samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu Íslands sem birtar voru í gær. „Það hefur orðið veruleg aukning á útflutn- ingi á föstu gengi, um 22 prósent frá sama tíma í fyrra auk þess hefur verið samdráttur um 10,6 prósent í innflutningi,“ segir Ragn- hildur. Hún segir að ekki liggi fyrir sundurliðaðar tölur frá Hagstofunni en líklega megi rekja minni vöruskiptahalla nú til sam- dráttar í innflutningi á fjár- festingarvörum, varanleg- um neysluvörum og bifreiðum. Ragnhildur bendir eining á að að veiking krónunnar stuðli að minni vöruskipta- halla auk þess sem útflutn- ingur á áli hafi aukist frá fyrra ári vegna aukinnar framleiðslugetu innan- lands. - bþa Vöruskiptahalli dregst saman RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR Segir að minni vöruskiptahalla megi rekja að hluta til veikingar krónunnar og aukins útflutnings á áli. MARKAÐURINN/HÖRÐUR Útibúin okkar í Kópavogi eru að sameinast í nýtt og glæsilegt útibú á Digranesvegi 1. Af því tilefni höldum við opnunarhátíð fyrir alla fjölskylduna föstudaginn 6. júní nk. frá kl. 15 – 17. Útigrill með öllu tilheyrandi, hoppukastali og fullt af sumarfjöri, sem nær hámarki þegar Eurobandið mætir á staðinn kl. 16. Komdu á opnunarhátíð Byrs í Kópavogi og bjóddu þeim með sem þér þykir vænt um. Eigum saman skemmtilega samverustund með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. Hlökkum til að sjá þig í dag, starfsfólk Byrs í Kópavogi. Opnunarhátíð Byrs í Kópavogi með Eurobandinu! Sími 575 4000 byr.is Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýri- vöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þetta er í sam- ræmi við spár og samhljóða ákvörðun Englandsbanka fyrr um daginn. Næsti fundur bankastjórnarinnar er eftir mánuð. „Ekki er útilokað að við hækkum stýrivexti á næsta fundi okkar,“ segir Jean- Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Verðbólguþrýstingur og varnaglar vegna yfirvofandi samdráttar í efnahagslífi Evrópu liggur til grundvallar ákvörðuninni líkt og fram kom í fremur svartsýnni spá Efna- hags- og framfarastofn- unar Evrópu (OECD) í fyrradag. - jab JEAN-CLAUDE TRICHET Óbreyttir vextir í Evrópu Í maí hækkaði raungengi um 0,4 prósent. Hækkunin kemur í kjölfar veikingar það sem af er ári, mest rúm 10 prósent í mars. Hækkunina má rekja til þess að verðbólga í mánuðinum er meiri en sem nemur gengisáhrifunum og er útkoman hækkun raungengisvísitölunnar, segja hálffimmfréttir Kaupþings. Verðbólga í maí nam 1,37 pró- sentum en gengið lækkaði hins vegar um 1 prósent og leiðir því hækkun verðlags umfram lækkun gengis til þess að raungengið hækk- ar. Raungengi lækkaði um tæplega 10 prósent milli ársfjórðunga en búast má við að lækkun raungengis á næsta ársfjórðungi verði ekki jafn mikil og á þeim fyrsta, ef marka má viðsnúning í síðasta mánuði. -bþa Gengi hækkar „Við teljum að miðað við gjaldeyr- isjöfnuð bankanna í lok fyrsta árs- fjórðungs hafi Landsbankinn og Glitnir haldið innan 10 prósenta gjaldeyrisstöðu af eigin fé en að staða Kaupþings hafi verið stærri en nýju reglurnar heimila. Miðað við stöðu Kaupþings í lok fyrsta ársfjórðungs má áætla að Kaup- þing þurfi að selja nærri 70 millj- arða króna af gjaldeyri og kaupa krónur“, segir í morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Greiningardeildin er hér að vísa til nýrra reglna um fjármálafyrir- tæki frá Seðlabanka Íslands. Í reglunum er kveðið á um að mis- vægi milli gengisbundinna eigna og skulda fjármálafyrirtækja skal mest nema 10 prósentum af eigin fé hverju sinni en var 30 prósent í fyrri reglum. - bþa Kaupþing þarf að losa krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.