Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 50
díana mist bland í gær og á morgun ... LAUGARDAGUR: Galapartí á Q-bar með tilheyr- andi glamúr stemningu. Veisluhöld- in hefjast kl. 21 og standa fram eftir morgni. SUNNUDAGUR: Minningartónleikar um Árna Scheving verða haldn- ir í Súlnasal, Hótel Loftleiðum, en Árni hefði orðið sjö- tugur þennan dag. Á tónleikunum munu koma fram helstu djasstónlistarmenn landsins til að heiðra minn- ingu þessa mikla snillings. Tónleikarnir hefjast kl. 20. H E L G IN FIMMTUDAGUR 29. MAÍ: Hef ekki farið á Glaumbar síðan ég lenti þar á ömurlegasta sjens lífs míns árið 2001. Þrátt fyrir slæmar minning- ar af mér í snákaskinnsbol í skemmti- staðasleik við barborðið ákvað ég að láta það ekki aftra mér og fór á tón- leika stórsveitar Samúels J. Samúels- sonar en tónleikarnir eru liður í fönk- tónleikaröðinni Bítbox. Þetta reynd- ist hið hressasta kvöld og ég náði ekki einu sinni að leiða hugann að versta elskhuga lífs míns. Þarna var Ragn- heiður Gröndal, Guðmundur Pétursson og Gummi Jóns úr Sálinni ásamt svo mörgum öðrum. Ég lét auðvitað barinn ekki eiga sig og fór af tónleikunum vel hífuð og hress. Ég fer nú ekki oft fyrir neðan Lækjargötuna og ákvað því að kíkja á Hressó á leið minni á Ölstofuna, ég var í rjúkandi fönk-gír og lét mála á mig tribal-tattú, þá sjaldan að maður lyftir sér upp. Kom fersk á Ölið enda nýstigin næstum því út úr öðru bæj- arfélagi. Þar var allt eins, sömu hús- gögnin og sömu fyrrverandi sjensar síðastliðinna tíu ára. Um mig fór hroll- ur enda fátt eitt óskemmtilegra en að vera minntur á fjölda félaga úr for- tíðinni. En á Ölinu voru þó ekki bara gamlir sjensar sem betur fer, þar voru þeir Höskuldur Sæmundsson leikari og Baggalúturinn síkáti, Karl Sigurðsson. Mér fór þó fljótlega að líða eins og trú- badornum Heru með tattúið enda komin á Lauga- veginn og var því fljót að láta mig hverfa. Endaði nóttina þó aftur í Lækjargötunni á Hlölla og blikkaði stráka sem voru ný- komna með bílpróf, ljóst að það eru önnur tískulögmál sem gilda fyrir ofan og neðan Laugaveginn. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ: Vaknaði snemma, þreif af mér húð- flúrið og keyrði á ofsahraða upp á Bif- röst með opinn glugga ef ske kynni að lögga myndi stoppa mig. Þar voru að- alskutlur bæjarins (þessar með háu greindarvísitöluna) samankomnar á tengslaneti Herdísar Þorgeirsdóttur. Þar voru Áróra Gústafsdóttir hjá Brim- arhólmi, Magga Rósa í Iðnó, María Ell- ingsen leikkona, Guðrún Edda í Forval, Edda Jóns hjá utanríkisráðuneytinu, Þórey Vilhjálmsdóttir, sæti borgar- fulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir fyrrum forstöðu- maður Icelandair, Guðný Halldórsdótt- ir, hin vel klædda Vigdís Grímsdóttir, Bryndís Torfadóttir framkvæmdastjóri SAS á Íslandi og Silja Hauksdóttir kvikmyndagerðakona. Eftir vel heppn- aða ráðstefnu drakk ég nokkra drykki í boði Ingibjargar Sólrúnar í hennar ráðuneyti og fór snemma í koju. LAUGARDAGUR 31. MAÍ: Menningarsinnaða vinkona mín síðan úr menntaskóla bauð mér á afr- íska tónleika á Nasa. Við hittumst fyrst heima og hituðum okkur vel upp enda dansa ég ekki nema að vera vel smurð. Eftir ágætis smurningu héld- um við stöllur á tónleikana, hressari en allt. Á einungis tveimur dögum stóð ég mig að því að vera komin aftur fyrir neðan Lækjargötuna nema að í þetta skipti var ég ekki með bless- að tattúið á mér. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og mannhafið afar fjölskrúðugt eins og við var að búast. Þar dillaði skáldkonan Didda sér í takt við tónlistina sem og leik- arinn Ólafur Egill. Ekki veit ég hvað gerðist eiginlega þetta kvöld en ég rankaði við mér í bílnum mínum fyrir utan Al- þingishús- ið klukk- an átta um morgun- inn þegar lögreglan bankaði upp á. Ætti ég að hætta að drekka? Þóra Karitas Árnadóttir leikkona „Ég lærði það af Bretunum að það má alltaf ylja sál og líkama við góðan bolla af tei. Ég á alls kyns skemmtilegar tekrúsir en þessi bolli er ættaður frá Færeyjum. Fékk hann í gjöf frá Ásdísi Ein- arsdóttur, einstökum húmorista og vinkonu.“ „Þetta er vítamínforði heimil- isins. Ég er nú ekki mjög reglu- bundin manneskja en þegar ég labba fram hjá skápnum bý ég mér stundum til kokkteil til að stuðla að undraverðum yndisþokka.“ „Leikhúsmaðurinn Gísli Rúnar Jóns- son var að senda mér þetta hand- rit af einleik sem hann hefur verið svo elskulegur að þýða fyrir mig af sinni al- kunnu snilld. Ég gæti trúað að ég eigi eftir að handfjatla þessa skruddu allmik- ið á næstu mánuðum.“ „Vínylplötuspilarinn hennar mömmu. Í fátækraleikhúsi þýðir ekkert annað en að virkja fjölskylduna en ég stal þessum forláta ferðaspilara með innbyggðum há- talara úr antíksafni móður minnar fyrir sýninguna Fool For Love. Sótti svo innblástur í gamlar vínyl- plötur með Ike og Tinu Turner, Barböru Mandrell og Patti Smith sem ég gróf upp á markaði í London.“ „Ullarpilsið mitt, en það var jólagjöf frá bróður mínum sem mér fannst sérstak- lega falleg og vel til fundin, frumleg og skemmtileg. Sérsaumað og hannað af myndlistarkonunni Kolbrá Bragadóttur.“ „Rauðu kúrekastígvélin mín. Sumir leikarar hafa sagt í gegnum tíðina að þeir finni ekki karakterinn fyrr en þeir finna réttu skóna. Þessi stígvél kveiktu í mér fyrir May, per- sónuna sem ég lék í Fool For Love, en við komum til með að setja sýn- inguna upp á Akureyri í haust svo ég má alls ekki týna þeim.“ „Málverk eftir vinkonu mína og myndlistar- konuna Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur en hún rændi ljósmynd af mér fimm ára gamalli tár- fellandi í ballettbúning og málaði eftir henni til að koma mér á óvart á 21 árs afmælis- daginn. Svo þurfti ég að fara á málverka- sýningu niður í Hinu húsi með blönd- uðum verkum til að leita að af- mælisgjöfinni. Felldi aftur tár þegar ég kom auga á verkið og uppgötvaði gjöfina.“ „Kertaljós. Mér þykir gott að vinna eða slappa af við kertaljós á kvöldin. En amma bjó til þennan listilega kertastjaka.“ Þóra Karitas var ný- verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í verkinu Fool for love. TOPP 10 „Armband frá Palestínu. Ég keypti nokkur hand- gerð armbönd af fjörug- um götustrákum í Hebr- on á Vesturbakka Palest- ínu um páskana. Þeir eltu mig út um allt og köll- uðu á eftir mér því eina sem þeir kunnu í ensku: „I love you“, svo hvað gat ég gert? Þeir kunna þetta strákarnir.“ „Sólgleraugu eru nauðsynleg í of- birtunni á Íslandi þetta sumarið.“ 14 • FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.