Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 58
26 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Guðni Ágústsson skrifar um efndir ríkis- stjórnarinnar Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardags- blaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Sam- fylkingin vissi hins vegar fyrir síð- ustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldr- aðra og öryrkja um hver mánaða- mót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylk- inguna. Enda fór svo í utandag- skrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, for- maður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingi- björgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundar- samkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við átta- tíu prósent vitleysuna hennar Ingi- bjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnu- markaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samning- um í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherra- bústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftir- farandi: ■ Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. ■ Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. ■ Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. ■ Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. ■ Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyris- þega. ■ Hækkun vasapeninga. ■ Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. ■ Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjón- ustu. ■ Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmda- sjóði aldraðra gangi til uppbygging- ar öldrunarstofnana. ■ Verulega aukið fjármagn til fram- kvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. ■ Aukin áhersla verði lögð á full- nægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt. Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins. Víst voru þeir sviknir UMRÆÐAN Jakob Hrafnsson skrifar um landsfund SUF Samband ungra fram-sóknarmanna (SUF) heldur sitt 34. þing nú um helgina 7.-8. júní að hótel Heklu á Suðurlandi. Fjöl- margir af öllu landinu hafa skráð sig á þingið og ég hvet unga fram- sóknarmenn sem ekki eru búnir að því að gera það hið fyrsta. Fyrir þinginu liggja margar spennandi tillögur sem ég tel að eftir verði tekið á næstu misser- um. Fyrir liggur metnaðarfullur málefnapakki sem mótar stefnu SUF til framtíðar. Hvernig leysum við húsnæðisvanda ungs fólks? Á að aðskilja ríki og kirkju? Eiga stjórnvöld að sækja strax um aðild að ESB? Eigum við að taka upp evru? Þessum spurningum og fleiri verður svarað á þinginu. Stofnþing SUF var haldið árið 1938 og því er um 70 ára afmælis- þing að ræða. Ungt framsóknar- fólk skilgreinir sig á miðju íslenskra stjórnmála í þjóðfélagi sem snýst um að tryggja fólki frelsi, velmegun, velferð, jöfnuð, öryggi, stöðugleika og réttlæti. Í stað þess að horfa til fortíðar er horft fram á veginn þar sem alltaf bíða ný verkefni. Framsóknar- flokkurinn hefur í gegnum tíðina verið tengdur samvinnufélögum. Það er athyglisvert að samvinnu- félagaformið er á mikilli siglingu allt í kringum okkur bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég spái að samvinnufélögum muni aftur fjölga á Íslandi í náinni framtíð, sérstak- lega byggingarsamvinnu- félögum. Þau tel ég geta verið raunhæf leið út á húsnæðismarkaðinn fyrir ungt fólk, sem í núver- andi ástandi getur í raun hvorki keypt né leigt. Við því þarf að bregðast. Á þessu þingi hætti ég sem for- maður SUF eftir þriggja ára for- mennsku. Ég þakka öllum þeim fjölmörgu vinum og félögum sem ég hef kynnst fyrir frábært sam- starf. Nú eru tveir góðir frambjóð- endur til formanns SUF. Óska ég þeim og nýrri stjórn alls hins besta. Ég lýk grein minni með orðum Jónasar Jónssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á stofnþingi SUF: „Ungir Framsóknarmenn! Notið þetta fyrsta flokksþing ykkar til að festa heit í málum lands og þjóðar. Vitið, að á ykkur hvílir mikil ábyrgð. Við ykkur eru tengdar miklar vonir. Gangið því fram með djörfung og festu í því mikla verki sem bíður Íslendinga að gera þjóðina frjálsa, sterka og samheldna. Munið að hin fyrsta sókn hefur verið hafin og hennar sjást glögg merki um allt land. Ykkar sókn á að verða enn meiri. Verkefni ykkar og átök stærri. Gangið hugheilir til starfa. Þá mun gifta fylgja hverju ykkar fótmáli um mörg ókomin ár.“ Höfundur er formaður SUF. Með djörfung og festu GUÐNI ÁGÚSTSSON JAKOB HRAFNSSON Eftir Ragnar Arnalds Spurningin um aðild Íslands að ESB er margþætt álitamál sem bæði hefur kosti og galla. En í hálfa öld hefur mikill meirihluti Alþingis talið gallana svo yfirgnæfandi að óhyggilegt væri að sækja um aðild. Langflestir Íslendingar eru Evr- ópusinnar og vilja hafa gott sam- starf við aðrar þjóðir álfunnar. Aðalkosturinn við aðild er sá að fulltrúar okkar fá sæti í stjórnar- stofnunum ESB. Aðalágallinn felst hins vegar í þeirri samþjöppun og miðstýringu valds sem fylgir aðild. ESB er vísir að nýju stórríki sem sviptir aðildarríkin fullveldi og ákvörðunarrétti á fjölmörgum svið- um. Yrði Íslandi betur stjórnað? Sumir líta á framsal valds til ESB sem góðan kost vegna þess að þá fengjum við hlut- deild í ákvörðunum ESB og réðum yfir 5 atkvæðum af um 730 á þingi ESB og 3 atkvæðum af 345 í Ráðherraráðinu þar sem endanlegar ákvarðanir eru tekn- ar. Atkvæðisréttur okkar næmi tæpu einu prósenti af samanlögðu atkvæðamagni. Spurningin sem svara þarf er einmitt sú hvort hyggilegt sé fyrir mjög fámennt ríki að framselja réttinn til töku ákvarðana á fjölmörgum sviðum í því skyni að fá í staðinn tæp 1% atkvæða á fjöldasamkom- um í Brussel? Er víst að Íslandi yrði betur stjórnað af valdamönn- um sem vegna fjarlægðar hafa litla þekkingu á sérþörfum okkar og staðbundnum vandamálum? Við getum gagnrýnt íslenska stjórnmálamenn. Þeir hafa oft tekið rangar ákvarðanir og margt mætti vera á annan veg í landi okkar. En þrátt fyrir allt verðum við að játa, hvaða stjórnmálaskoðun sem við aðhyllumst, að Íslendingum hefur farnast býsna vel frá því að þeir unnu sér rétt til að stjórna sér sjálf- ir og hér hefur verið hraðari fram- þróun en víðast hvar í ríkjum ESB. Engar líkur eru á því að okkur hefði farnast betur sem aðildarríki ESB eða sem fylki í Þýskalandi eða Bret- landi. Réttindi sem yrði að framselja Hvaða réttindi eru það þá einkum sem við yrðum að framselja við aðild? Nefna má ótal dæmi á sviði löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Það skýrir jafn- framt hvers vegna við þyrftum að breyta stjórnarskrá lýðveld- isins ef framselja ætti fullveld- isréttindi sem forfeður okkar endurheimtu frá Dönum í hund- rað ára sjálfstæðisbaráttu. Ég nefni fjögur dæmi um þessi réttindi til skýringar: 1)Rétturinn til að ráða yfir sjávarauðlindum innan 200 mílna lögsögu á hafsvæði sem er sjö sinn- um stærra en landið sjálft. Þetta skapar Íslendingum, sem háð- ari eru sjávarútvegi en önnur Evrópuríki, algera sérstöðu. Oft hafa áhugamenn um ESB-aðild reynt að fá forsvarsmenn ESB til að lýsa því yfir að við fengjum undanþágu frá meginreglunni um úrslitavald ESB yfir sjávarauðlindum. En þeir hafa hafnað því. Ekki bætir úr skák að fiskveiðistjórn ESB þykir mjög misheppnuð. 2) Rétturinn til að gera sjálf- stæða fríverslunarsamninga við ríki utan ESB. Þessi réttur hefur margoft komið sér vel fyrir okkur. 3) Rétturinn til að gera fiskveiði- samninga við önnur ríki um flökku- stofnana en verðmæti þess afla nemur um 30% af heildarverðmæti sjávarafurða. 4) Rétturinn til að stjórna efna- hagsmálum á þann hátt að hér verði ekki gríðarlegt atvinnuleysi sem verið hefur landlægt í ESB um áraraðir. Þurfum okkar olnbogarými Fréttablaðið spyr hvort fljótlega þurfi að taka ákvörðun um aðildar- umsókn. Svarið er að mikill meiri- hluti Alþingis telur það ekki sam- rýmast hagsmunum þjóðarinnar. Ég er sammála því mati og sé ekki að á því verði nein breyting í náinni framtíð. Þótt tímabundnir erfið- leikar gangi nú yfir er ekkert sem bendir til að ESB-aðild sé lausn á vanda okkar. Margt er hér í ólagi en ekkert af því jafnast á við óreiðuna í ESB þar sem pólitísk spilling er svo alvarlegt vandamál að í rúman áratug hafa endurskoðendur ekki treyst sér til að skrifa upp á reikn- inga ESB. Engu síður þurfum við að hafa góð samskipti við ESB og fylgjast grannt með því sem þar er að ger- ast því að margt af því er lærdóms- ríkt. En Íslendingar eru fámennir og þurfa sitt olnbogarými. Þeir gætu ekki gert meiri skyssu en þá að fórna mikilvægum þáttum sjálf- stæðis síns í hendur skriffinnsku- báknsins í Brussel sem auk alls annars er þunglamalegt, fjarlægt og ólýðræðislegt. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar. Gallarnir yfirgnæfa kostina Miele ryksugurMeðal fáanlegra fylgihluta: TILBOÐ kr.: 18.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.