Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 60
28 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1584 Prentun Guðbrands- biblíu lýkur. Bókin er gefin út í 500 eintökum. 1889 Stóri Seattle-bruninn eyðileggur mest alla miðborg Seattle. 1912 Eldfjallið Novarupta í Al- aska gýs. Gosið er annað stærsta eldgos sögunn- ar. 1938 Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Fjórði hver Reykvíkingur tekur þátt. 1946 Bandaríska körfuknatt- leikssambandið er stofn- að í New York. 1982 Minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson tónskáld er afhjúpaður í Vestmanna- eyjum. Hann samdi meðal annars Ég veit þú kemur og Ágústnótt. Þjóðhátíðardagur Svía er haldinn há- tíðlegur víða um heim í dag. Þó eiga hátíðarhöldin ekki langa sögu, því sænski fánadagurinn, eins og Svíar nefna hann, var ekki tekinn upp fyrr en á millistríðsárunum. Dagurinn 6. júní varð fyrir valinu vegna þess að Gustav Vasa var krýnd- ur konungur Svíþjóðar á þessum degi árið 1523 og sænska stjórnarskráin undirrituð sama dag árið 1809. Það var svo ekki fyrr en árið 1983 að dag- urinn varð að opinberum þjóðhátíðar- degi og árið 2005 varð dagurinn svo opinber frídagur þar í landi. Hérlendis hefur verið hefð fyrir því að sænska sendiráðið haldi dag- inn hátíðlegan og hafa þeir Svíar sem búsettir eru á landinu tekið þátt í hátíðarhöldunum. Í fyrra var haldið upp á daginn í Norræna húsinu, fjöl- mennt var og hátíðin í alla staði vel heppnuð. Anna Maria Hedman, formaður Fé- lags Svía á Íslandi, hefur verið búsett hér á landi í sjö ár. Hún segir að hingað til hafi sænska sendiráðið staðið fyrir hátíðarhöldum en í ár verður breyt- ing á vegna komu sænska menningar- ráðherrans, Lenu Adelsohn Liljeroth, til landsins. Formleg þjóðhátíðar- móttaka var haldin í Þjóðminjasafn- inu í gær, 5. júní, þar sem sýningin „Yfir hafið og heim“ var opnuð. Sýnd- ir eru íslenskir fornmunir sem hafa verið í varðveislu á norræna safninu í Stokkhólmi síðan á nítjándu öld, en þeir voru afhentir íslenska mennta- málaráðherranum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, við formlega opnun sýningarinnar í gærkveldi. Samkvæmt sænska sendiráðinu var ákveðið að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan degi fyrr vegna komu ráð- herrans til landsins, en hann mun fara af landinu í dag. Að sögn Önnu Mariu er þjóðhátíðar- dagurinn í ár sá þriðji sem er formleg- ur frídagur í Svíþjóð. „Áður fyrr var ekki gert mikið úr deginum þar sem enginn átti frí. Núna er reynt að gera mun meira úr honum en áður.“ Í félagi Svía á Íslandi eru um hundr- að og fimmtíu fjölskyldur og er félagið mjög virkt að sögn Önnu Mariu. „Við hittumst að meðaltali einu sinni í mán- uði og yfirleitt erum við með um tíu uppákomur á ári, allar tengdar sænsk- um hefðum. Mest er þó um að vera hjá okkur í kringum jólin,“ útskýrir Anna Maria. Félagið var stofnað árið 1954 af tuttugu og fjórum sænskum konum búsettum hérlendis og eru þrjár þeirra enn meðlimir. Sýningin „Yfir hafið og heim“ er nú opin almenningi og stendur til 31. jan- úar 2009 í Bogasal Þjóðminjasafnsins. klara@frettabladid.is SVÍAR Á ÍSLANDI: FAGNA ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGINUM Loksins formlegur frídagur HALDA DAGINN HÁTÍÐLEGAN Anna Maria Hedman, formaður Félags Svía á Íslandi, og dætur hennar, Anna Björk og Karen Inga, reyna ávallt að halda daginn hátíðlegan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRN BORG TENNISLEIKARI ER 52 ÁRA. „Ef þú ert hræddur við að tapa, þá þorirðu heldur ekki að vinna.“ Björn Rune Borg er af mörgum talinn besti tennisleikari sög- unnar. Hann er eini tennisleik- arinn sem hefur unnið bæði Wimbledon og Opna franska tennismótið sama ár, þrjú ár í röð. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát ástkærs eigin- manns míns, föður, sonar, bróður, tengda- sonar og mágs, Björgvins Björgvinssonar bifvélavirkja frá Tálknafirði. Telma Magnúsdóttir Aldís Jóna Björgvinsdóttir Sölvi Leó Björgvinsson Björgvin Sigurjónsson Sædís Magnúsdóttir Guðlaug A. Björgvinsdóttir Sigurður Jónsson Sigurjón Björgvinsson Rakel Magnúsdóttir Magnús Matthíasson Ragna Jóna Sigurjónsdóttir Sigurjón Magnússon Borghildur Kristjánsdóttir Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Pétur Kristinn Elisson sem lést þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Ela Krystyna Elisson Adriana K. Pétursdóttir Einar J. Ingason Gabríel A. Pétursson Daníel K. Pétursson Piotr D. Bialobrzeski Adam S. Ástþórsson Erika Nótt Einarsdóttir. Okkar ástkæri Jón Örn Pálsson Hamrabyggð 20, Hafnarfirði, lést laugardaginn 31.maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 9. júní kl. 15.00. Ása Bjarney Árnadóttir Karl Hjálmar Jónsson Árni Páll Jónsson Páll Ágúst Hjálmarsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, Baldur Sigurðsson Baldurshaga, lést á heimili sínu þann 30. maí. Útför fer fram laugardaginn 7. júní kl. 13 frá Hólmavíkurkirkju. Jarðsett verður í Kaldrananeskirkjugarði. Erna Arngrímsdóttir Þórdís Loftsdóttir Árni Þór Violetta Hafdís Steinar Þór Sölvi Þór barnabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurveigar Sigurðardóttur. Sverrir Hjaltason Guðrún Eyja Erlingsdóttir Sigurður Hjaltason Aagot F. Snorradóttir Anna Hjaltadóttir Guðmundur Þorsteinsson Þorvarður Hjaltason Ólafía Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Á þessum degi árið 1925 stofnaði Walter Percy Chrysler bílafram- leiðslufyrirtækið Chrysler. Hann fæddist árið 1875 í Kans- as og fór fyrst að vinna í bílaiðn- aðinum þegar bandaríska lestar- fyrirtækið ALCO ákvað að fara út í bílabransann. Þar vann hann sem yfirmaður í verksmiðju þeirra. Árið 1911 flutti hann sig yfir til bílafyrirtækisins Buick og var mjög ánægður með starfsemina þar. Chrysler var síðar ráðinn til að stjórna bílafyrir- tækinu Willys-Overland í Ohio og fékk hann eina milljón dali í árslaun, sem þótti svimandi upp- hæð á þeim tíma. Chrysler reyndi að yfirtaka fyr- irtækið en mistókst þannig að hann yfirgaf Willys- Overland árið 1921. Hann hafði þó eignast meiri- hlutann í mótorfyrirtækinu Maxwell. Chrysler breytti því fyrirtæki og stofnaði Chrysler-sam- steypuna árið 1925. Á sama tíma stofnaði hann Plymouth og DeSoto og árið 1928 keypti hann fyrirtækið Dodge. Chrysler fjármagnaði bygg- ingu háhýsis í New York sem ber nafn hans. Árið 1928 var hann nefndur maður ársins af tímaritinu Time. Chrysler-samsteypan hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina. Árið 1998 færð- ist Mercedes-Benz inn í samsteypuna og úr varð nýtt fyrirtæki Daimler-Chrysler. Þjóðverjarnir hjá Mercedes-Benz hafa nú selt Chrysler til fjárfest- ingafyrirtækisins Cerberus Capital Management. Chrystler byggði sér sveitabýli í Virginíuríki sem sonur hans notaði til að rækta hesta eftir andlát föður síns. Walter Chrysler lést árið 1940 og var jarðaður í kirkjugarðinum Sleepy Hollow í New York. ÞETTA GERÐIST: 6. JÚNÍ 1925 Chrysler-samsteypan stofnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.