Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 6. júní 2008 35 Indí-poppsveitin Alaska in Winter spilar á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Sveitin er ættuð frá Nýju- Mexíkó og hefur vakið athygli, meðal annars vegna þess að Zach Condon úr hljómsveitinni Beirut spilar einnig með þeim. Hins vegar er mjög varasamt að kalla sveitina einhvers konar hliðarverkefni Beirut, því um mun rafrænni tón- list er að ræða og er forsprakkinn annar. Gylfi Blöndal, tónlistarstjóri Organ, segir hljómsveitina mikinn hvalreka fyrir íslenskt tónlistarlíf og hefur fyrsta plata sveitarinnar, Dance Party in the Balkans, fengið afbragðs dóma, meðal annars hjá Pitchfork. Forsprakki sveitarinnar, Brand- on Bethancourt, lýkur þar með löngum túr um Bandaríkin og Kan- ada, en hann segist mjög spenntur fyrir því að spila fyrir land og þjóð. Þeim til aðstoðar verður Kira Kira, sem spila um klukkan hálftíu. - kbs Alaskahret á Organ KULDI FRÁ NÝJU-MEXÍKÓ. Alaska in Winter. James Blunt mætir með starfslið og fimm manna hljómsveit sína og heldur tónleika í Laugardalshöllinni fimmtudagskvöldið 12. júní. James lofar kraftmiklum tónleikum og segir að hann leyni á sér. Bluntar- inn er í mikilli yfirreið um heiminn og stoppar stutt við á Íslandi. Hann kemur seint á miðvikudagskvöldi og er rokinn snemma á föstudegi. Spilar næst í Sarajevo á sunnudag- inn. Blunt gistir á hóteli í miðbænum og fólk mun eflaust verða vart við hann spókandi sig um í miðbænum. Hann leggur nokkuð upp úr því að vernda einkalíf sitt – segir að það skipti engu máli – en hann var ein- hleypur síðast þegar spurðist til. Honum hefur þó verið spyrt við ýmsar dömur í gegnum tíðina, m.a. tónlistarkonuna Camillu Boler, Dixie Chassay, sem valdi leikara í Harry Potter-myndirnar, og súper- módelið Petru Nemcova. Popparanum þykir gott að fara í tuðruspark fyrir tónleika og hefur beðið um fótboltavöll til afnota fyrir sig og félaga sína á fimmtudaginn. Listi yfir baksviðsveigar – svokall- aður „rider“ – er nokkuð karllægari hjá James en vinsælustu lögin hans gefa til kynna. Hann biður hvorki um nuddolíu né ilmkerti heldur leggur mest upp úr áfengi og tób- aki. James vill tvær flöskur af vodka, sitt hvora flöskuna af hvítu og rauðu, kassa af staðarbjór, þrjá- tíu og sex flöskur af Corona og annað eins af ítalska bjórnum Per- oni. Þá vill Blunt tvo pakka af Lucky Strike og tvo af Marlboro Lights. James leggur mun minna upp úr mat en drykk og biður einungis um samlokur og tvær tegundir af heit- um mat, kjöt- og grænmetisrétt. Uppselt er á tónleikana í dýrustu sætin og þau ódýrustu, en enn þá má fá miða í miðri Höllinni. - glh Blunt vill fótbolta og vodka Akureyringurinn Rúnar eff hefur lengi haft mikinn áhuga á tónlist og er þessa stundina við söngnám í Kaupmannahöfn. Farg er hans fyrsta plata. Á henni eru tólf frum- samin lög og svo útgáfa Rúnars af A-Ha laginu Take on Me. Þó að það sé margt ágætlega gert á Farg og inn á milli leynist þokka- legar lagasmíðar og fín spila- mennska þá einkennist platan af miklum byrjendabrag. Rúnar er efnilegur, en hann á alveg eftir að skapa sér sinn eigin stíl og hefði kannski betur beðið aðeins með að gefa út plötu. Tónlistin er óeftir- minnileg popp-rokkblanda. Það er ekkert afgerandi við hana, hvorki lögin sjálf, útsetningarnar né flutn- ingurinn og heildarútkoman er þess vegna byrjendaverk sem ristir ekki djúpt. Trausti Júlíusson Byrjendabragur TÓNLIST Farg Rúnar eff ★★ Óeftirminnilegt byrjendaverk. MUN KARLLÆGARI EN LÖGIN GEFA TIL KYNNA James Blunt gistir í miðbænum og fer í fótbolta. Pönklummurnar í Sex Pistols eru enn að og ferðast um heiminn í allt sumar til að kynna nýjum kynslóðum pönkslagara sína. Leiðin liggur um alla Evrópu og til Japans, en byrjar í Las Vegas á morgun. Þá er nýr dvd-diskur á leiðinni. Hann er nefndur eftir gömlu Veru Lynn-lagi There’ll Always Be An England. Aðalinni- hald disksins eru tónleikar Pistols í Brixton Academy í fyrra en einnig er smellt inn viðtölum, atriðum að tjaldabaki og sérstök- um túristaleiðbeiningum Johnny Rotten og félaga um London. Julien Temple, sem hefur áður unnið með bandinu, leikstýrði diskinum. Sex Pistols spilara slagar- ana í sumar SEX PISTOLS ENN AÐ Nýr tónleikadiskur og tónleikaferðalag. Sjadu myndina - spiladu leikinN 4.899,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.