Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 74
42 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR Fylkisvöllur, áhorf.: 841 Fylkir Þróttur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–15 (7–8) Varin skot Fjalar 2 – Bjarki Freyr 4 Horn 2–10 Aukaspyrnur fengnar 13–12 Rangstöður 1–5 ÞRÓTTUR 4–5–1 Bjarki Guðmundsson 6 Eysteinn Lárusson 4 (73., Jón R. Jónsson -) Þórður Hreiðarsson 7 *Michael Jackson 8 Kristján Ó. Björnsson 5 Rafn Andri Haralds. 6 Dennis Danry 6 Hallur Hallsson 7 Haukur Páll Sigurðs. 7 Adolf Sveinsson 6 (21., Magnús Lúðví. 7) Hjörtur Hjartarson 7 *Maður leiksins FYLKIR 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Jóhannesson 5 (46., Kjartan Breið. 6) Kristján Valdimars. 5 Valur F. Gíslason 6 Þórir Hannesson 7 Peter Gravesen 6 Guðni R. Helgason 7 Ian Jeffs 6 (46., Ólafur Stígs. 5) Halldór Hilmisson 6 Allan Dyring 5 (79., Hermann Aðal. -) Jóhann Þórhallsson 6 1-0 Þórir Hannesson (16.) 1-1 Magnús Már Lúðvíksson (38.) 2-1 Jóhann Þórhallsson (61.) 2-2 Hjörtur Hjartarson, víti (82.) 2-3 Michael Jackson (90.+2) 2-3 Eyjólfur Kristinsson (6) BIKA R DO WNH ILL KEPP NI Ö SSUR AR 7. JÚN I 200 8 ÚLFA RSFE LLI ÆFIN GAR BYR JA KL . 10:0 0 KEPP NI H EFST KL. 1 4:00 www.hfr.is www.ossur.is/cti cti® - spelkur fyrir sportið NAU ÐSYN LEGU R BÚN AÐU R KE PPEN DA: FULL FACE HJÁ LMU R HNÉ -OG LEGG HLÍF AR BRYN JA O G OLN BOG AHL ÍFAR TVEI R FLO KKAR . YNG RI FL OKK UR F ÆDD IR EF TIR 9 2. ELDR I FLO KKU R FÆ DDIR FYR IR 91 . SKRÁ NING U LÝ KUR KL. 1 3:00 FÓTBOLTI Landsbankadeild kvenna hefur farið vel að stað. Það hefur reyndar lítið breyst á toppnum frá því í fyrra því Valur og KR eru áfram hlið við hlið á toppnum en fjórtán af tuttugu leikjum geta tal- ist hafa verið jafnir í fyrstu fjór- um umferðunum og aðeins einn leikur hefur unnist með meira en fimm marka mun. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er ánægður með þróun mála. „Það eru nokkur lið að koma á óvart og það er mjög ánægjulegt að þetta skuli vera að jafnast. Mér finnst Afturelding hafa spilað sína leiki mjög vel og hafa sýnt að þær eru með sterkt lið. Stjarnan og Þór/KA hafa líka staðið sig vel í byrjun móts, við sáum að Þór/KA vinnur Breiðablik og bæði liðin eru ofar en ég bjóst við. Það hafa verið margir jafnir leikir og það eru mörg lið um mið- bik deildarinnar sem virka mjög jöfn,“ segir Sigurður Ragnar sem segist sjá miklu meira lagt upp úr taktík en áður. „Þjálfararnir eru orðnir taktísk- ari og leggja meiri áherslu á það að fá ekki mörg mörk á sig. Veik- ari liðin eru að spila betri vörn og það er betra skipulag á liðunum,“ segir Sigurður. Toppliðin þurfa að hafa miklu meira fyrir hlutunum eins og sást á naumum sigri KR á Þór/KA fyrir norðan og eins marks heimasigri Vals á Aftureldingu í síðustu umferð. „Ég átti ekki fyrirfram von á því að það yrðu svona margir jafnir leikir en ég á samt sem áður von á því að Valur og KR muni vera í algjörum sérflokki í sumar. Valur og KR eru með mikið af landsliðskonum og það er erfitt að keppa við þessi lið. Flest hin liðin eru samt að byggja upp á uppöldum leikmönnum og styðja síðan við þær með útlendingum og þau eru á góðri leið,“ segir Sigurður sem segir að Blikarnir hafi valdið sér vonbrigðum. „Bæði Keflavík og Breiðablik geta hitt á góða leiki og geta bæði strítt Val og KR en ég bjóst við Breiðabliki ofar í töflunni. Þær hafa ekki farið vel af stað og hafa ekki verið sannfærandi í þeim leikjum sem ég hef séð með þeim,“ segir Sigurður Ragnar. Eins og fleiri þá hefur Sigurður hrifist mikið af framgöngu Aftur- eldingar í sumar. „Afturelding getur verið spútnikliðið í sumar. Þær eru búnar með erfiða leiki og eru þess vegna bara með þrjú stig,“ segir Sigurður Ragnar sem hefur einnig hrifist af umgjörð- inni í kringum liðið. „Þetta lið hefur sett skemmtilegan svip á upphaf mótsins. Þetta er svona dæmi um lið sem hefur verið að byggja upp og núna eru margir í kringum starfið og það er spenn- andi að sjá liðið spila í fyrsta sinn í efstu deild. Það er gaman að sjá þetta gerast,“ segir Sigurður Ragnar. - óój Sjötíu prósent leikjanna teljast hafa verið jafnir í Landsbankadeild kvenna: Þjálfararnir orðnir „taktískari“ NAUMUR SIGUR Afturelding stóð sig vel gegn Íslandsmeisturum Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANDSBANKADEILD KVENNA AÐ JAFNAST Jafnir leikir í fyrstu 4 umferðunum: 2008 14 jafnir leikir - 1 burst 2007 10 - 3 2006 6 - 5 2005 8 - 5 2004 9 - 5 2003 8 - 3 2002 8 - 2 2001 9 - 5 2000 7 - 4 Jafnir leikir: Jafntefli, eins eða tveggja marka sigur: Burst: Fimm marka sigur eða stærri. FÓTBOLTI Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, segir að nokkur óvissa ríki um þrjá leikmenn liðsins. Þetta eru Henrik Eggerts, Reynir Leósson og Jón Þorgrímur Stefánsson sem allir eru meiddir. „Henrik hefur tekið lengri tíma að ná sér en við bjuggumst við. Hann er meiddur á læri og við vitum ekki hvenær hann kemur aftur. Það verða í það minnsta nokkrar vikur, þær gætu orðið tvær og þær gætu orðið átta, það er mjög óljóst. Vonandi eru aðeins vika til tíu dagar í Jón Þorgrím, hann er betri með hverjum degi og er á réttri leið. Reynir verður svo frá í nokkrar vikur en hann er í meðferð. Við vonum það besta bara með þá alla,“ sagði Þorvald- ur en Framarar mæta Grindvík- ingum á sunnudag. - hþh Meiðsli í herbúðum Fram: Þrír leikmenn í nokkurri óvissu MEIDDUR Reynir Leósson er einn þriggja Framara sem verða frá í nokkrar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Í gær var tilkynnt að Nígeríumaðurinn magnaði Jay- Jay Okocha myndi ekki leika með nýliðum Hull City í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Okocha, sem orðinn er 34 ára, hefur fengið þau skilaboð að hans krafta hjá félaginu sé ekki óskað lengur. Hann kom til félagsins í september á síðasta ári en náði aðeins að komast í byrjunarliðið ellefu sinnum vegna þrálátra meiðsla. Líklegt er talið að hann muni leggja skóna á hilluna í kjölfarið. - hbg Nýliðar Hull missa mann: Okocha á för- um frá Hull FÓTBOLTI FIFA-dómarinn Kristinn Jakobsson verður fjórði dómari á leik Austurríkis og Króatíu í fyrsta leik þjóðanna í B-riðli á EM en leikurinn fer fram í Vín á sunnudag. Kristinn mun þá vinna með dómaratríói frá Hollandi. Kristinn verður aftur að störfum næstkomandi miðviku- dag í leik Tékklands og Portúgals í öðrum leik liðanna í A-riðli en leikurinn fer fram í Genf. - óþ Kristinn Jakobsson dómari: Í eldlínunni á sunnudaginn Í GÓÐUM HÓPI Kristinn sést hér skokka í dómarahópi þeim sem tekur þátt í EM. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Þróttur vann ævintýra- legan sigur á Fylki 2-3 með marki á lokasekúndunni í fyrsta leik 6. umferðar Landsbankadeildar karla á Fylkisvelli í gærkvöld. Það var Michael Jackson sem skoraði sigurmarkið. Þróttarar pressuðu Fylkismenn stíft á upphafsmínútunum og heimamenn komust vart yfir miðju vallarins á fyrsta stundarfjórð- ungi leiksins. Það eru hins vegar mörkin sem skipta máli og Fylkis- menn skoruðu þvert gegn gangi leiksins á 16. mínútu með glæsi- legu upphlaupi. Vinstri bakvörður- inn Þórir Hannesson skeiðaði þá upp völlinn og náði með lúmskum hætti að lauma sér á bak við Eystein Lárusson og fékk full- komna sendingu frá Vali Fannari Gíslasyni. Þórir komst þar með einn á móti Bjarka Frey í markinu og skoraði af miklu öryggi. Þróttarar gáfust ekki upp við mótlætið og héldu sínu striki sókn- arlega. Eina sem vantaði hjá gest- unum framan af leiknum var að reka endahnútinn betur á sóknirn- ar sem enduðu flestar með skotum sem reyndu ekki einu sinni á Fja- lar í markinu, ef skotin hittu yfir höfuð á markið. Það breyttist þó á 38. mínútu þegar varamaðurinn Magnús Már Lúðvíksson skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Magnús Már kom með mikinn kraft inn í lið Þróttar og stuttu síðar komst hann inn fyrir vörn Fylkis með flottu þríhyrningsspili við Hjört Hjartarson og átti skot í stöng. Seinni hálfleikur fór ekki jaf- næsilega af stað og sá fyrri en það kom hins vegar mark eftir sextán mínútur eins og í fyrri hálfleik. Guðni Rúnar Helgason tók auka- spyrnu sem Valur Fannar skallaði fyrir markið á Þóri sem skallaði í stöng. Þaðan barst boltinn fyrir Jóhann Þórhallsson sem skoraði örugglega af stuttu færi. Jóhann fékk svo dauðafæri einn á móti Bjarka Frey eftir sendingu Allans Dyring en fór þá illa að ráði sínu. Það dró svo til tíðinda á 82. mín- útu þegar Þróttarar fengu rétti- lega dæmt víti þegar Valur Fannar braut á Hirti. Hjörtur tók vítið sjálfur og skoraði. Mínútu síðar fékk varnarmaðurinn Kristján Valdimarsson að líta sinn annað gula spjald og þar með rautt og Fylkismenn því manni færri á lokakafla leiksins. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu til þess að nýta sér liðsmuninn og það tóks þegar Michael Jackson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum með skalla eftir hornspyrnu. Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var í skýjunum í leikslok. „Ég er gríðarlega ánægður með þrjú stig í Árbænum. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig og við gáfust ekki upp þótt við lentum 2-1 undir. Það er allt annar bragur á leik okkar frá því í fyrsta leik og leikmennirnir finna það að þeir eru að gera eitthvað rétt og eru komnir með meira sjálfs- traust,“ sagði Gunnar sáttur. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, var vitanlega ekki jafnsátt- ur í leikslok. „Mér finnst einfald- lega að við hefðum átt að vinna leikinn. Ég var ósáttur með fyrri hálfleikinn og við fórum yfir það í hálfleik og komum okkur í góða stöðu í seinni hálfleik og hefðum getað kálað leiknum með því að komast í 3-1 en það gekk ekki eftir. Það var jákvætt að við vorum að skapa okkur færi en menn verða að nýta þau,“ sagði Leifur að lokum. omar@frettabladid.is Michael Jackson tryggði Þrótti sigur í „thriller“ Varnarmaðurinn Michael Jackson skoraði sigurmark Þróttar á lokasekúndum leiksins gegn Fylki í Árbænum. Lokatölur 2-3. Þróttarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurhrinu Fylkis en unnu um leið sinn annan sigur í röð. SVEKKTIR Fylkismennirnir Peter Gravesen og Guðni Rúnar Helgason sjást hér svekktir á svip á meðan Þróttararnir Magnús Már Lúðvíksson og Hjörtur Júlíus Hjartarson fagna. FRÉTTABLAÐIÐ/XX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.