Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 8. júní 2008 — 154. tölublað — 8. árgangur EKKI FYRIR NORMIÐ Ef Beggi úr Hæðinni ætti að bjóða Boris kraftakarli í mat eldaði hann lambalæri og grænmeti. Boris myndi helst ekki mæta nema hann fengi að minnsta kosti fimm sneiðar. Rökstólapar vikunnar fer yfir málin. HELGIN 12 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] Sport júní 2008 ALLT UM EM 2008 FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG hjól Þú færð Shimano í næstu sportvöruverslun 26 79 / IG 03 Villtist og fann köllun sína Búddamunkurinn Lama Tenzin Choegyal varð fyrir barðinu á upp- reisnarmönnum og var týndur, slyppur og snauður við rætur Himalajafjalla. En það varð hans mesta gæfa. 18 KONUR OG KARLAR HÁGRÉTU Hljómar tóku síðasta „giggið“ á hinum fornfræga Cavern-klúbbi um síðustu helgi. 16&17 ÚRKOMA VÍÐA en styttir upp sunnanlands eftir hádegi í dag og hlýnar sunnan til en áfram rigning og kólnandi fyrir norðan. Hiti víða yfir 12 stigum á sunnanverðu land- inu eftir hádegi, en um 10 stig víða norðan til. VEÐUR 4 12 12 13 98 HLAUP Um fimmtán þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupi Íþrótta- samband Íslands sem fór fram á níutíu stöðum um allt land í gær og á um tuttugu stöðum erlendis. Mikil rigning var á höfuðborg- arsvæðinu á meðan á hlaupinu stóð og eru forsvarsmenn hlaupsins ánægðir með þátt- tökuna. „Við dáumst að þeim fjölda kvenna sem tók þátt þrátt fyrir úrhellið,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenn- ings íþróttasviðs ÍSÍ. Um 3.500 konur hlupu í Garðabæ og um 1.300 í Mosfells- bæ. Aukin þáttaka varð á lands- byggðinni enda var veðrið fyrir austan og norðan einstaklega gott. Fæstar konur hlupu í Hrísey, 27 talsins, en tæplega 190 manns búa í eyjunni. - ve Kvennahlaupið: Góð þátttaka þrátt fyrir veður FÓTBOLTI Fyrstu leikirnir á Evrópu- mótinu í fótbolta fóru fram í gær. Heimamenn í Sviss töpuðu fyrir Tékklandi, 0-1, í opnunarleiknum þar sem varamaðurinn Vaclav Sverkos stal senunni og skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Í seinni leik gærdagsins byrjuðu Portúgalar, sem af mörgum eru taldir sigurstranglegir í mótinu, á sigri gegn Tyrkjum, 2-0. Tékkar og Portúgalar voru fyrirfram taldir líklegir til þess að komast upp úr A-riðlinum og þá má því ef til vill segja að engin óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós. - óþ sjá síðu 26 Evrópumótið í fótbolta hafið: Úrslitin eftir bókinni í gær STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjáns- dóttir verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur að öllu óbreyttu. Hún tók í gær við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borginni. Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins hittist heima hjá Júlíusi Vífli Ingvarssyni. Vil- hjálmur boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara og áttu ekki allir heimangengt. Þar lagði Vil- hjálmur fram tillögu um að Hanna Birna tæki við af honum og var hún samþykkt samhljóða. „Það var mikill einhugur í hópn- um og allir sammála. Þeir sem ekki voru á staðnum lýstu yfir samþykki sínu í gegnum síma,“ segir Vilhjálmur. Hann segist hafa haft samband við nokkra borgar- fulltrúa fyrir fundinn og skýrt þeim frá tillögu sinni, þar á meðal við Gísla Martein Baldursson, en hann var lengi vel orðaður við oddvitasætið. Gísli Marteinn Baldursson átti ekki heimangengt, en segist ánægður með niðurstöðu fundar- ins. „Ég hef aldrei farið leynt með þá löngun mína að leiða borgar- stjórnarhóp flokksins. Eins og staðan er núna get ég vel sam- glaðst Hönnu Birnu og stutt hana sem oddvita og geri enga kröfu um oddvitasætið. Hún er framúr- skarandi stjórnmálamaður og við munum vinna saman að góðum málum eins og hingað til,“ segir Gísli Marteinn. Hanna Birna leggur áherslu á að mikill einhugur hafi ríkt um ákvörðunina. Hún segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir; bæði í borgar- stjórnarhópnum og meðal sjálf- stæðismanna. Aðspurð segir Hanna Birna helstu verkefni hennar sem borg- arstjóra tengjast málefnaskrá meirihlutans og stefnu Sjálfstæð- isflokksins. „Ég vinn eftir þeirri sýn sem ég var kjörin eftir og þeim málefnasamningi sem við gerðum við Ólaf F. Magnússon,“ segir Hanna Birna. - kóp/sjá síðu 4 Hanna Birna verður næsti borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir mun taka við embætti borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni í mars á næsta ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gerði tillögu um arftaka sinn sem var samþykkt samhljóða. Málefnasamningur óbreyttur. KYNNA BREYTINGUNA Hanna Birna Vilhjálmsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kynntu fjölmiðlum að hún tæki nú þegar við sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hanna Birna lagði í máli sínu áherslu á að fullur einhugur hefði ríkt um ákvörðunina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FYRSTA MARKIÐ Tékkinn Vaclav Sverkos skoraði fyrsta markið á EM í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton hvatti stuðningsmenn sína til að fylkja sér að baki Baracks Obama þegar hún tilkynnti á fundi í Washington í gær að hún væri hætt baráttu sinni fyrir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í haust. „Þetta er ekki beint veislan sem ég ætlaði að halda en gestirnir eru góðir,“ sagði Hillary við stuðnings- menn sína. Hún þakkaði þeim átján milljónum manna sem höfðu kosið hana. Stór hluti af ræðu Hillary fjallaði um baráttu hennar fyrir því að verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna. Þótt henni hefði ekki tekist það sagði hún að nú væru „átján milljón sprungur í glerþakinu“ sem kæmu í veg fyrir að kona kæmist að í Hvíta húsinu. „Börn sem nú eru að vaxa úr grasi munu taka því sem sjálfsögðum hlut að hörunds- dökkur frambjóðandi eða kona geti orðið forseti Bandaríkjanna.“ - kh Hillary Clinton hætti við forsetaframboð sitt í gær: Styður Obama í baráttunni CLINTON KVEÐUR Hillary Clinton flutti kveðjuávarp sitt í Wash- ington í gær og þakkaði fyrir stuðninginn. Hún hvetur fólk til að leggja Obama lið. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.