Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 4
4 8. júní 2008 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjáns- dóttir tók í gær við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Vil- hjálmur verður forseti borgar- stjórnar að loknum sumarleyfum en Hanna Birna formaður borgar- ráðs. Hanna Birna mun taka við sem borgarstjóri af Ólafi F. Magnússyni í mars á næsta ári. Hún segir full- snemmt að fullyrða um hvort hún muni leiða listann í næstu kosning- um, en hún hafi fullan hug á að starfa áfram að borgarmálum. „Við tökum bara eitt skref í einu. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef í hópnum og hef fundið á meðal sjálfstæðis- manna. Ég tel að þessi ákvörðun og hvernig Vilhjálmur stóð að þessu hafi verið farsælt; bæði fyrir þenn- an hóp og borgarbúa alla.“ Hanna Birna segir að einhugur hafi ríkt um ákvörðunina og allir sem komið hafi að málinu séu sátt- ir; líka þeir sem orðaðir voru við oddvitasætið. Þá sé mikilvægt að Vilhjálmur starfi áfram með hópn- um með þá þekkingu sem hann býr yfir. Gísli Marteinn Baldursson segist fagna niðurstöðunni. „Staðan í borgarstjórn hefur verið óþægileg að undanförnu. Ég treysti Hönnu Birnu fullkomlega til starfans.“ Gísli var lengi vel orðaður við oddvitasætið. „Ég tel einfaldlega að mest sátt geti skapast um Hönnu Birnu núna og er tilbúinn til að setja minn persónulega metnað til hliðar í nafni þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á ný.“ Hvað varðar næstu kosningar segir Gísli allt of snemmt að segja hver muni leiða listann þá. „Ég er ánægður og studdi hug- mynd Vilhjálms einarðlega. Fund- urinn var haldinn hér heima og ég bauð upp á kampavín að honum loknum,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson borgarfulltrúi. „Ég styð Hönnu Birnu og vona að hún leiði hópinn í gegnum næstu kosningar.“ Kjartan Magnússon er einn þeirra sem hefur verið orðaður við oddvitastöðuna. „Ég er mjög sáttur. Hanna Birna er oddviti okkar og ég mun standa á bak við hana eins og ég hef alltaf staðið á bak við oddvita okkar.“ Kjartan segir enn of snemmt að segja hvort Hanna Birna muni leiða listann í næstu kosningum. kolbeinn@frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... DÓMSMÁL Ríflega tvítugur Akur- eyringur, Alexander Jóhannesson, var á mánudag dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir alvar- legar líkamsárásir og fíkniefna- brot. Alexander réðist með eldhús- hnífi að hópi fólks í samkvæmi á Akureyri í október í fyrra. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á spítala, þar af hlutu tveir alvar- lega áverka. Alexander var ákærður fyrir að stinga þrjá af þessum fimm mönnum. Einn manninn stakk hann ítrek- að víðs vegar um líkamann, með þeim afleiðingum að hann hlaut tíu til tólf sentimetra skurð á bringu, auk skurðar á hálsi og víðar. Annan stakk hann í öxl, þannig að hnífsblaðið skar djúpan skurð í axlarvöðvann, skaddaði beinið og brotnaði loks í sárinu. Þriðji maðurinn særðist minna. Í lok janúar á þessu ári veittist hann að manni á Akureyri, sló hann hnefahöggi í andlitið svo hann féll til jarðar, og sparkaði þá tvisvar í höfuð hans og andlit. Maðurinn missti við það meðvit- und. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa tvívegis verið tekinn með fíkniefni í neyslu- og söluskömmt- um, og einu sinni ekið undir áhrif- um fíkniefna. Alexander hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefna- brot. - sh Alexander Jóhannesson dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi: Stakk þrjá og misþyrmdi einum til HÉRAÐSDÓMUR Alexander játaði ekki á sig líkamsárásirnar. DÓMSMÁL Fyrirtækið HB Grandi hf. hefur verið dæmt til að greiða karlmanni ríflega þrjár milljónir króna í skaðabætur eftir að maðurinn datt í stiga um borð í Snorra Sturlusyni. Maðurinn var á leið niður í skipið þegar hann rann niður stiga sem var blautur af sápuvatni. Þrif stóðu yfir í skipinu. Sá sem var að skúra hafði gert andartakshlé á vinnu sinni til að svara í síma sem var á veggnum undir stiganum og því ekki sjáanlegur. Atvikið var að hluta rakið til gáleysis þess er skúraði, en hinn slasaði þótti ekki hafa sýnt fulla aðgæslu og bar því hluta tjóns síns sjálfur. -jss Vann skaðabótamál: Þrjár milljónir vegna sápuvatns VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 25° 26° 23° 24° 24° 23° 28° 25° 28° 21° 23° 26° 21° 36° 33° 20° 13° Á MORGUN Norðlægar áttir um allt land ÞRIÐJUDAGUR Hæg breytilegt átt um allt land 12 11 12 12 9 13 11 13 11 10 9 13 7 9 10 9 9 9 8 8 8 7 3 4 4 3 4 3 5 3 7 4 ÚRKOMA VÍÐA í dag, sérstaklega fyrri partinn. Eftir hádegi má búast við að stytti upp á sunnanverðu landinu en áfram- haldandi skúrum eða rigningu fyrir norðan. Hlýjast sunnan jökla. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur Skáluðu í kampavíni fyrir nýjum oddvita Hanna Birna Kristjánsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni. Ákvörð- un um það var einhuga. Borgarfulltrúar styðja hana en telja of snemmt að segja til um hver leiðir listann í næstu kosningum. Skálað í kampavíni í gær. „Mér fannst ágætt að gera þetta á þessum tímamótum í okkar lífi. Erfiðleikarnir undanfarið hafa verið stór hluti af lífi okkar Guðrúnar,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi oddviti. Vilhjálmur kvænist í dag Guðrúnu Kristjánsdóttur. „Okkur líður vel með að þessu sé lokið. Á morgun [í dag] er stór dagur og á næstunni höldum við til Færeyja og getum aðeins slakað á. Það er gott að þessu skuli vera lokið.“ Vilhjálmur segir einhug hafa ríkt um tillögu sína og hann treysti Hönnu Birnu vel til góðra verka í borgarstjórn. ERFIÐLEIKARNIR HLUTI AF LÍFI OKKAR BANDARÍKIN Hin sextuga Elaine Fulps frá Texas var í skýjunum síðastliðið þriðjudagskvöld eftir að hún vann 770.000 króna jarðarför á árshátíð hafnabolta- liðs barna sinna. Vinninginn fékk hún eftir fjölþrautakeppni þar sem meðal annars var keppt í að pakka inn múmíu. Sigurvegarinn var síðan valinn af handahófi. Elaine sagðist vona að hún þyrfti ekki að nýta sér verðlaunin í bráð en ætlar sér að velja legstað undir fallegu tré. - vsp Skrýtin verðlaun á árshátíð: Vann jarðarför BREYTINGAR Í BORGARSTJÓRN ■ 29. maí 2006 Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynda meirihluta í borgarstjórn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son verður borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs. ■ 11. október 2007 Fundur meirihlut- ans í Höfða. Síðar um daginn spring- ur meirihlutinn og Tjarnarkvartettinn kemst til valda. ■ 16. október 2007 Dagur B. Egg- ertsson kjörinn borgarstjóri á borgar- stjórnarfundi. ■ 21. janúar 2008 Meirihlutinn springur enn á ný og nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnús- sonar úr F-lista verður að veruleika. ■ 4. desember 2008 Ólafur F. Magn- ússon kjörinn borgarstjóri á borgar- stjórnarfundi. ■ 24. janúar 2008 Björn Ingi Hrafns- son, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, óskar eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi. Óskar Bergsson vara- borgarfulltrúi tekur sæti hans. ■ 7. júní 2008 Hanna Birna Kristjáns- dóttir tekur við sem oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. ■ 22. mars 2009 Að öllu óbreyttu tekur Hanna Birna við sem borgar- stjóri af Ólafi F. Magnússyni. ■ 29. maí 2010 Sveitarstjórnarkosn- ingar. MÚMÍA Meðal annars var keppt í múmíuvafningi. NÚVERANDI OG FRÁFARANDI ODDVITAR Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræddu málin við fréttamenn á heimili þess síðarnefnda í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GENGIÐ 06.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,0602 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,72 76,08 148,13 148,85 118,03 118,69 15,822 15,914 14,86 14,948 12,647 12,721 0,7129 0,7171 122,69 123,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ORKUMÁL Orkuráð ákvað á fundi sínum á Hótel Klaustri í gær að úthluta samtals 172 milljónum til jarðhitaleitar á 29 stöðum þar sem ekki nýtur hitaveitu. Úthlutun ráðsins er að mestu liður í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna þorskafla- skerðingar. Ekki koma til greina aðrir staðir en þeir þar sem verulegur tekjumissir hefur orðið vegna skertra þorskaflaheimilda. Styrkur getur að hámarki numið átta milljónum króna og hlutu tólf staðir þá upphæð. Styrkirnir eru veittir með fyrirvara um að Alþingi sam- þykki lokafjárveitingu til verkefnisins. -ve Úthlutun Orkuráðs: 172 milljónir til jarðhitaleitar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.