Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 12
12 8. júní 2008 SUNNUDAGUR Hafið þið hist áður? Beggi: Ég hef aldrei á ævi minni séð þig, en mér líst vel á þig. Mér finnst þú flottur strákur. Boris: Ég veit að hann og Pacas unnu Hæðina. Nú vinnið þið frekar ólík störf, hafið þið einhvern tíma komið nálægt störf- um hvors annars? Boris, þú ert afl- raunamaður og sterkasti maður Íslands, hefur þú einhvern tíma tekið að þér að innrétta hús eða unnið við að elda? Boris: Það er alltaf hringt í mig þegar það er verið að flytja og svona, en ég get bara tekið einn mjög þungan hlut í einni ferð, á meðan aðrir geta farið margar ferðir með minni hluti. Fólk heldur að það sé gott að fá sterka gaur- inn til að flytja, en ég er bara frekar ónýtur í því. Ég kann ekkert að elda, en ég myndi kannski halda á Begga á meðan hann myndi elda. Beggi: Mér dettur líka í hug þegar ég sé manninn, að hann er sterkasti maður Íslands, en ég er ballettkennari og kenndi í Jassballettskóla Báru í sjö ár. Það hefði komið sér vel að hafa Boris með okkur í Hæðinni. Hann hefði hvílt okkur alveg rosalega mikið. Próteinprump Nú eruð þið Pacas að elda í Íslandi í dag, gætuð þið ekki eldað eitthvað gott fyrir Boris? Beggi: Jú, við erum á Stöð 2 eins og er að elda einu sinni í viku, bara grilla og gera eitthvað svona skemmtilegt, en erum svo að fara í áframhaldandi sjón- varpsvinnu líka sem tengist elda- mennsku og alls konar. Þá gerum við eitthvað við Boris og svona. Ég er strax kominn með hugmynd. Boris: Ég borða mjög mikið. Beggi: Já, ef ég byði honum í mat myndi ég vilja blanda saman kjöti og græn- meti. Ég get ímyndað mér að hann borði mikið af skyri, grænmeti og þess háttar hlutum. Boris: Þetta virkar svolítið þannig að ég tek fimm sneiðar af lamba lærinu og svo mikið grænmeti líka. Ég borða rosalega mikið svo ef það er bara ein sneið af lambalæri get ég alveg sleppt því að koma. Beggi: Ég er svona öfugt við Boris, ég geng í tveimur og þremur bolum því ég er svo mjór að ég skammast mín. Ára- mótaheitið mitt var að fitna og í Hæð- inni náði ég að fitna um tvö kíló og 300 grömm og var bara „yes“. Ég borðaði stundum kókosbollur á kvöldin uppi í rúmi, ég er að segja ykkur það − það gerir það enginn. Ég er svona grannur frá náttúrunnar hendi en myndi alveg vilja vera aðeins feitari. Boris: Ég myndi frekar reyna að byggja eitthvað utan á mig heldur en að fitna því það bætist bara framan á magann, en ef þú byggir þig upp stækkar efri hluti líkamans. Beggi: Já, mig langar nefnilega að stækka yfir herðarnar. Boris: Það kemur einmitt með æfing- unni. Ég er samt ekki hrifinn af svona próteinsjeikum og svoleiðis drasli. Beggi: Ég er nefnilega sammála þér með þessa próteinsjeika, þetta eru svona gerviefni og ég held að það sé ekki að gera mikið fyrir okkur. Boris: Maður prumpar þessu bara. Þetta er líka svo dýrt. Eins og prótein- stangir sem fólk gúffar í sig hægri vinstri, en yfirleitt er þetta bara súkk- ulaðistykki með fullt af sykri sem er búið að sprauta smá próteini inn í og í staðinn fyrir að þetta sé Snickers sem kostar 100 kall er það selt á 500 kall. Þetta er mesta „rip-off“ bull sem til er í dag. Björninn unninn Nú hefur kreppan tröllriðið öllu upp á síðkastið og bensín- og matvælaverð hefur hækkað gífurlega. Hvernig hafið þið upplifað þetta? Boris: Lánið mitt hefur rokið upp. Þetta er bara ruglástand. Ég segi bara að rík- isstjórnin sé ekki að standa sig og fólk- ið sem stjórnar landinu er ekkert að gera í þessu. Beggi: Ég er alveg sammála Boris með það að allt hefur rokið upp. Það er miklu erfiðara að geta átt sér góða stund með mat eða hverju sem er í dag heldur en fyrir nokkrum mánuðum. Boris: Svo er svo skrýtið að nú er fólk ráðþrota, veit ekki hvernig það á að borga skuldirnar sínar og er bara í ein- hverju tómu rugli, en það gerir samt enginn neitt í þessu. Svo er einhver ísbjörn skotinn, þá verður bara allt brjálað. Ekki að ég vilji vera leiðinleg- ur við Bjössa ísbjörn, en það eru miklu mikilvægari málefni sem þarf að berj- ast fyrir hérna heima. Ég var í sjúkra- þjálfun áðan og ég heyrði bara að inni í öllum klefunum var verið að tala um þennan ísbjörn og að það hefði nú átt að svæfa hann, en ef þú setur dæmið upp hinsegin og ísbjörninn hefði drepið ein- hvern hefðu Íslendingar aftur sest í dómarasætið og sagt „heyrðu af hverju var ekki búið að skjóta þennan ísbjörn?“ Beggi: Þetta er soddan smáborgara- háttur hjá okkur Íslendingum, við erum rosalega dugleg í þessu. En ég finn afskaplega mikið til með ísbirninum. Ég á tvö börn sem heita í höfuðið á ísbirni, Björn og Birnu, af því að ég fékk svona martraðir um ísbjörn í gamla daga og var þá alltaf að missa börnin mín ofan í ísbjarnarbúr. Mér finnst samt réttlátt að hann hafi verið skotinn því hann ógnar fólki. Við eigum bara að vera þakklát fyrir að það fór ekki verr og einbeita okkur að ein- hverju merkilegra. En mig langar ógeðslega í skinnið af honum. Harðir karlar Hvort finnst ykkur meira spennandi að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta á Ólympíuleikunum eða Evr- ópumeistarakeppninni í fótbolta? Boris: Ég hef gaman af handbolta – svona „action“ – skora mörg mörk, slagsmál og svoleiðis. Fótbolti er það leiðinlegasta sem hægt er að horfa á í sjónvarpi. Beggi: Mér finnst svo gaman að horfa á handbolta og fótbolta, en ég myndi ekki sökkva mér niður með einhvern bjór, skilurðu, klukkan sex til að horfa á fót- boltaleik og gleyma öllu öðru. En hand- boltinn finnst mér skemmtilegur og ég er algjörlega sammála Boris, það er Ég myndi ekki sökkva mér niður með ein- hvern bjór, skilurðu, klukkan sex til að horfa á fótboltaleik og gleyma öllu öðru. Hvorugur fellur inn í normið Ef Guðbergur Garðarson, eða Beggi úr Hæðinni ætti að bjóða Kristni Óskari Haraldssyni, betur þekktum sem Boris, í mat myndi hann elda lambalæri og grænmeti. Boris myndi helst ekki mæta nema hann fengi að minnsta kosti fimm sneiðar. Alma Guðmundsdóttir ræddi meðal annars um mat, ísbjörn og landsliðið í handbolta við rökstólapar vikunnar. Á RÖKSTÓLUM svo miklu meira „action“ fleiri mörk og hraði. Þeir segja að í heiminum sé handbolti númer fimmtíu eða eitthvað á heimslistanum og sé ekkert svo vin- sæll, en mér finnst hann bara ógeðs- lega skemmtilegur. Boris: Þetta er bara svona þjóðar- íþróttin okkar. Strákarnir í landsliðinu eru gaurar sem eru að helga líf sitt íþróttinni og þeir eru komnir á þann stað að þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, en þá er alltaf einhver svona spekúlant heima í stofu með ístru sem borðar bara ís og drekkur bjór að gagnrýna þessa stráka sem eru að leggja allt í sölurnar til þess að gera góða hluti fyrir okkur. Mér finnst það bara ekki sanngjarnt sko. Beggi: Alls ekki. Það ætti að taka svo- leiðis gaura og setja þá inn á völlinn. Boris: Ég var einu sinni að vinna á sportbar. Þar komu reglulega einhverj- ir gaurar eftir vinnu, drukku sig fulla og horfðu á ensku deildina í fótbolta. Þeir sátu svo þarna við barinn, blind- fullir, öskrandi á sjónvarpið og þetta voru mestu fótboltaspekingar sem til eru í heiminum. Ég spurði af hverju þeir væru ekki bara að þjálfa þetta lið fyrst þeir vissu svona hrikalega mikið, en þá kom bara „þegiðu, þú veist ekk- ert um þetta“. Beggi: Já þetta er einhvers konar karl- mennskuímynd. Í Hæðinni komst ég að því að hörðustu iðnaðarmenn voru hinir mýkstu menn inn við beinið. Sveittir skemmtistaðir Talið berst að áfengi. Drekkið þið ekki áfengi yfir höfuð? Boris: Ég drekk mjög sjaldan. Ég drekk áfengi kannski tvisvar eða þri- svar á ári, en þá drekk ég líka ógeðs- lega mikið af því þó ég þurfi ekki mikið. Ég reyni samt að vera erlendis þegar ég fæ mér í glas bæði út af ímyndinni og það er mikið verið að reyna að slást við mig þegar ég er að djamma hérna heima. Beggi: Ert þú svolítið í því að slást? Boris: Nei ég slæst aldrei. Ég er rosa- lega friðsamur maður. Ég hef verið sleginn eða kýldur, en ég gerði ekkert á móti, en þið vitið hvernig þetta er. Íslendingar drekka mikið, verða rosa- lega fullir og halda oft að þeir séu rosa- lega sterkir. Svo vilja þeir ekkert ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur svo ég fæ oft svoleiðis gaura á mig. Beggi: Þetta er mjög lógískt það sem þú segir. Það er eins og það komi ein- hverjir illir andar yfir fólk þegar það drekkur of mikið. En ég er svona eins og Boris, við gætum alveg farið að djamma saman án þess að snerta brennivín, það skiptir mig ekki nokkru einasta máli. En ef ég drekk sko, þá þoli ég ekki mikið. Ég verð alveg blind- fullur eftir smátíma. Boris: Ef ég mætti ráða djamminu, þá myndi ég vilja fara í sumarbústað, spila og drekka bjór. Ég fíla ekki troðn- inginn og svitann á stöðunum niðri í bæ og eftir að reykingabannið komst á er bara svona svita- og prumpufýla inni á stöðunum. Beggi: Já, maður fer þarna til að troð- ast í gegn, verður drulluskítugur af því og sér varla hvort maður hittir ein- hvern sem maður þekkir. Boris: Þegar þú ert orðinn hundrað fjörutíu og eitthvað kíló eins og ég, þá svitnar maður bara af því að standa kyrr, hvað þá í þessum troðningi. Beggi: Heyrðu, hvenær áttu afmæli? Boris: 16. mars 1980. Beggi: Það hlaut að vera, þú ert fiskur í eins og ég. Ég er búinn að finna svo fyrir þér, þú ert til dæmis með þessa sömu fóbíu og ég fyrir þrengslum og svoleiðis. Boris: Þetta stjörnumerkjadæmi, ég er algjörlega ósammála því. Beggi: Nei, ég er að tala um svona talnaspeki. Ég hef hitt mann sem var fæddur sama ár og sama dag og ég, en við vorum eins og svart og hvítt. Boris: Engin vanvirðing við þá sem trúa á þetta, en ég held persónulega að þetta sé bara bull. Beggi: Já, hver hefur sína skoðun, en fyrir mig hefur þetta samt sem áður hjálpað mér í hvernig ég á að nálgast fólk. Bæði í að finna út eiginleika þess og styrkleika þegar ég er að ráða ein- stakling í vinnu. Boris: Já ef það virkar fyrir þig, þá bara „go for it“. BEGGI ÚR HÆÐINNI OG BORIS KRAFTAKARL Fundu til með ísbirninum en finnst aðrir hlutir mikilvægari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.