Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 16
16 8. júní 2008 SUNNUDAGUR Þ að var líkt og sjálfur Guð almáttugur hefði stigið niður til jarðar og staldrað í um tvær klukkustundir á Anfield-leikvangnum í Liverpool síðastliðið sunnudags- kvöld, þegar eftirlætis sonur borg- arinnar, Paul McCartney, kom til að halda tónleika í fæðingarborg sinni, sé miðað við fögnuðinn og tilfinningaflóðið sem streymdi. „Þetta var gæsahúð alla leið - allan tímann,“ sagði Bjartmar eftir tón- leikana og horfði rannsakandi í augu blaðamanns svona rétt til að athuga hvort þau væru ekki örugg- lega tárvot. Því þannig var því farið meðal tónleikagesta margra. Jafnvel fullorðnir karlmenn, til- finningaleg klakabúnt, hágrétu á 36 þúsund manna tónleikunum sem samkvæmt bresku pressunni voru þeir bestu sem Sir Paul hefur haldið á ferlinum. „What a Knight“ skrifaði Liverpool Echo í flenni- fyrirsögn á forsíðu. Og hafði það eftir þeim elstu í starfsliði bítils- ins að aldrei hafi betur til tekist með tónleika McCartneys. „Já, ég fór að skæla á McCartney,“ segir Grímur Atlason, hinn hávaxni fyrrverandi bæjarstjóri Bolung- arvíkur og bassaleikari sem þarna sá goðið sitt – ekki í fyrsta skipti: „Dr. Gunni fór að gráta á McCartn- ey í New York haustið 2005 í Good Day Sunshine. Ég skældi ekki þá en nú trilluðu tárin niður í Let Me Roll It,“ segir Grímur sem er ekki frá því að lög frá ferli hljómsveit- arinnar Wings hafi komið best út. Hinn tæplega sjötugi McCartn- ey (f.1942) var í ótrúlega góðu formi. Gunnar Þórðarson í Hljóm- um staðfestir að hann hafi sungið öll lögin í sömu tóntegund og þá þegar þau komu út. „Ég heyrði ekki betur. Og sá að svo var miðað við hljómana.“ Kannski var ekki að undra að Íslendingarnir væru sérstaklega uppnumdir og móttækilegir fyrir goðinu enda var upphituninin fyrir tónleikana miklu eins og best verð- ur á kosið. Þeir höfðu komið til Liverpool að kvöldi föstudags og formaður FTT, Jakob Frímann, leiddi hópinn af fádæma öryggi um bítlaborgina. Einhverjir helstu bítlasérfræðingar þjóðarinnar, þeir Óttar Felix Hauksson og Þor- steinn Eggertsson, voru með í för og stoppuðu upp í ef menn götuðu þar sem farið var um bítlaslóðir. Og kvöldinu áður höfðu sjálfir Hljómar frá Keflavík troðið upp í Cavern-klúbbnum. Fóru algerlega á kostum í funheitum kjallaranum - einkum Gunni sem að sögn Ótt- ars sýndi og sannaði að hann er einhver mesti og besti rokkhund- ur sem Ísland hefur alið. Konur og karlar hágrétu Um síðustu helgi fór um hundrað manna hópur Íslendinga pílagrímsför til Liverpool á bítlaslóðir á veg- um FTT. Jakob Bjarnar Grétarsson var með í för og sá þegar gamalt æði tók sig upp hjá bítlakynslóðinni er Hljómar tóku síðasta „gigg” sitt á hinum fornfræga Cavern-klúbbi og karlmenn grétu á Anfield-leikvangin- um á tónleikum Paul McCartney. BALLIÐ AÐ BYRJA Flogið var til Manchester, ekið til Liverpool þar sem menn snöruðu sér í burstaða bítlaskó og skoðuðu bæjarbraginn. Fjölmiðlamenn voru með í för, svo sem Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, sem kláraði allt pláss á upptökugræjum sínum í ferðinni. Verður athyglisvert að heyra þátt hans um pílagrímsförina miklu. Hann sveif að sjálfsögðu strax á Þorstein Eggertsson sem er öðrum mönnum fróðari um Liverpool og The Beatles. Bakvið tekur Sverrir Stormsker svo púlsinn á Liverpool. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB HERRA ROKK Í LIVERPOOL Rúnar Júlíusson sagði b sem hann var staddur á Adelphi-hótelinu þar sem Þýskalandi og beðið um eiginhandaráritun. Þessi um leið lítillæti. Þarna er verið að bíða rútu fyrir fr bítlaslóðir. HLJÓMAR VIÐ PENNY LANE Að sjálfsögðu kom hó íslensku bítlar stilltu sér upp fyrir myndatöku við þ McCartney samdi um samnefndan óð. FÉLAGAR Í Á HÁLFA ÖLD Gunnar Þórðarson fór hre og var fremstur meðal jafningja. Rúnar Gunnarsson og Eggert Kristinsson sem hætti í Hljómum eftir sö árum síðar. JAKOB EINS OG HEIMA HJÁ SÉR Í LENNON-SVÍTUNNI Á Hard Days Night Hotel. Allar dyr stóðu Jakobi F. opnar. Fyrir kvöldverð var fordrykkur í Lennon-svítunni þar sem Jakob settist við hvíta flygilinn. LIVE AND LET DIE Hápunktur fararinnar hlýtur að teljast þegar Paul McCartney í þrumuformi renndi sér í hvern slagarann af öðrum. Þarna getur að líta sviðið á Anfield leikvanginum þegar hann syngur Bond-lagið sem Wings flutti - Live and Let Die - og áðdáendurnir gengu af göflum. HVA STÖÐ sig e Leifs Alþin Hljó VANDLEGA SKRÁÐ FERÐ Sjónvarpsfólkið Egill Eðvarðsson og Elsa María ásamt Jóni Páli tökumanni skráðu ferðina og verður gaman að sjá afraksturinn. Þarna í kirkjugarðinum þar sem hvílir Eleanor Rigby - sem reyndar tengist samnefndu lagi McCartneys ekki hið minnsta. FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR Fyrir framan kirkjuna þar sem sem Bítlarnir hófu fyrst æfingar og komu fram að undirlagi velviljaðs klerks er þessi bautasteinn. Áletrunin á vel við friðardúfuna Bjart- mar - sem mætti sólbrúnn til leiks frá Jamaica og Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.