Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 50
ATVINNA 8. júní 2008 SUNNUDAGUR2618 Innkaupaskrifstofa F.h. Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu hf: Holtavegur, endurbætur austan Sæbrautar. Gatnagerð og lagnir. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, frá og með 10. júní 2008 í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 24. júní 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12154 Nánari upplýsingar er að fi nna á www.reykjavik.is/utbod. Innkaupaskrifstofa F.h. Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu hf: Almannadalur 3. áfangi. Gatnagerð, reiðstíga- gerð og lagnir 2008. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, frá og með 10. júní 2008 í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Vettvangsskoðun á verkstað verður fi mmtudaginn 19. júní kl. 14:00. Opnun tilboða: 24. júní 2008 kl. 14:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12155 Nánari upplýsingar er að fi nna á www.reykjavik.is/utbod. Innritun fyrir haustönn 2008 Innritun stendur nú yfi r í Heilbrigðisskólanum. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Um- sóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans að Ármúla 12 og á heimasíðu, www.fa.is. Um- sækjendur sem óska eftir að mati á námi frá öðrum skólum þurfa að skila ljósritum af prófskírteinum með umsókninni. Rafræn innritun fer fram í gegnum menntagátt www.menntagatt.is/ Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: • heilbrigðisritarabraut, • lyfjatæknabraut, • nám í lyfjatækni með starfi , • læknaritarabraut, • námsbraut fyrir heilsunuddara, • sjúkraliðabraut • sjúkraliðanám á brú og • tanntæknabraut. Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heima- síðu skólans. Athugið að skólinn býður einnig upp á fjarnám allt árið í mörgum áföngum Heilbrigðisskólans. Skólameistari. Útboð skila árangri! 14536 - Tækjageymsla á Þingeyrarfl ugvelli Ríkiskaup, fyrir hönd Flugstoða ohf óska eftir til- boðum í verkið: Tækjageymsla á Þingeyrarfl ugvelli. Hanna skal, útvega og reisa um 242m² stálgrind- arhús á Þingeyrarfl ugvelli, 470 Þingeyri. Stálgrind- arhúsið skal vera fullfrágengið ásamt gluggum, gönguhurðum og iðnaðarhurðum, skilveggjum inni og fulleinangrað og klætt. Þá skal verktaki leggja til bolta til festingar stálgrindar, en verk- kaupi sér um að láta steypa þá inn. Stærð byggingarinnar er um 22m×11m. Nánari upplýsingar er að fi nna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, frá og með þriðjudeginum 10. júní nk. Opnun tilboða verður 27. júni 2008 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Til sölu er fyrirtækið Stjörnustelpur Fyrirtækið hefur sérhæft sig í veisluhaldi og uppákomum fyrir stelpur á aldrinum 4 til 12 ára og alltaf nóg að gera. Miklir möguleikar fyrir hugmyndaríkt fólk á að bæta við eða breyta starfseminni. Nánari upplýsingar: í síma: 8492005 eða á www.stjornustelpur.is Hilmar Össurarson býr í borginni en samt mokar hann skít, mjólkar kýr og gefur ánum nær daglega. Hann er nefnilega dýrahirðir í Húsdýragarðinum. „Ég er búinn að vera hér í rúm þrjú ár og líkar afar vel,“ segir Hilmar þegar blaðamaður slær á þráðinn. Starf Hilm- ars sem dýrahirðis er fjölbreytt að hans sögn og ákaflega skemmtilegt. „Starfið felst í að hirða um þau dýr sem hér eru, fóðra þau og sjá til þess að þeim líði vel og séu heilbrigð. Við reynum líka að sjá til þess að gestum garðsins líði sem best með því að hafa allt snyrtilegt,“ segir Hilmar og bætir því við að alltaf sé nóg að gera í garðinum. „Við reynum að gefa fólki mynd af því hvernig starfshættir eru til sveita hvað hús- dýrin varðar. Hér er farið í fjós kvölds og morgna og síðan þarf að moka út, gefa skepnunum og sinna öðrum störfum,“ segir hann. Sjálfur er Hilmar ekki óvanur bústörfunum enda alinn upp í sveit og búfræðingur í þokkabót. „Það er miðað við það hér að dýrahirðarnir séu búfræðimenntaðir eða eigi sam- bærilegt nám að baki. Sjálfur fór ég í búfræðina á Hvann- eyri af því ég ætlaði að verða bóndi,“ segir Hilmar sem stundaði einmitt búskap vestur á fjörðum í meira en 20 ár að loknu námi. „Svo flutti ég í bæinn og endaði að lokum hér í húsdýragarðinum. það var svolítið eins og að koma heim,“ segir hann kíminn en bætir því við að starfið í húsdýragarð- inum sé nokkuð ólíkt starfi bóndans. Enda mikill munur á því að reka bú eða vera launþegi á vinnustað eins og Hús- dýragarðinum. „Ég kunni vel til sumra verka þegar ég kom hingað en svo voru hér dýr sem voru mér alveg framandi eins og hreindýr og ernir sem ég þekkti svo til aðeins af af- spurn. Það hefur nú samt gengið þokkalega að læra inn á þau,“ segir Hilmar. Hilmar gerir ekki upp á milli málleysingjanna og segir jafn gaman að hugsa um þá alla. Hann segir Húsdýragarð- inn góðan vinnustað og er ekkert á leiðinni að verða bóndi á ný. „Nei ætli það. Ég kann mjög vel við mig hér. Hér má fólk til dæmis verða veikt eða taka sér frí en það getur einyrkja- bóndinn varla,“ segir hann og hlær. - þo Nokkuð ólíkt starfi bóndans Hilmar var bóndi vestur á fjörðum í 20 ár og þekkir því vel til húsdýr- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/ Konum fjölgar í stjórnum og æðstu stjórnendastöð- um. Rannsóknasetur vinnuréttar hefur birt upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda í hundrað og tuttugu stærstu fyrirtækjunum á Íslandi fyrir árið 2008. Í ljós kom að konur skipa þrettán prósent stjórnarsæta og eru æðstu stjórnendur fyrirtækja í átta prósentum tilvika. Hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna er nítján prósent. Konum hefur því fjölgað milli ára í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum. Í þrettán af hundrað og tut- tugu stærstu fyrirtækjum landsins er stjórnarformað- urinn kona en árið 2007 voru þær aðeins þrjár. -hs Fleiri konur stjórna Íslenskar konur hafa í áratugi barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.