Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 66
42 sport Torbinsky Zyryanov V. Berezutsky Semshov ArshavinPavlyuchenko BylialetdinovBystrov Ignashevich Akinfeev A. Berezutsky RÚSSLAND FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Rússlands (3-5-2) Torres Silva Capdevila Xavi Fabregas Senna Iniesta Ramos Puyol Casillas Marchena SPÁNN FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Spánar (4-1-2-3) Kim Källström 25 ára miðjumaður Frábærar sendingar og góð skot hans eru stöðug ógn af miðjunni. Vinnuhestur mikill sem stjórnar spilinu á miðju Svía. Kallaður Kongo-Kim af Svíum og skoraði stórbrotið mark í 2-1 sigri þeirra á Íslandi 2006. Gæti leikið lykilhlut- verk líkt og hann gerir hjá Lyon. Ibrahimovic Larsson Dorsin WilhelmssonKallstrom Linderoth Ljungberg NilsonHansson Isaksson Mellberg SVÍÞJÓÐ FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Svíþjóðar (4-1-3-2) Fanis Gekas 27 ára sóknarmaður Skaust upp á sjónarsviðið með tuttugu mörkum fyrir Bochum á þarsíðasta tímabili þegar liðið féll. Keyptur til Leverkusen og er orðinn aðalsóknarmaður Grikkja í stað Angelos Charisteas. Er oftar en ekki á réttum stað á réttum tíma og virðist þefa upp mörkin. Þarf að vera í formi ef Grikkir ætla sér langt. S víar eru eina Norðurlandaþjóðin sem spilar á EM í ár. Henrik Larsson dustaði rykið af lands-liðsskónum og spilar á sínu síðasta stórmóti við hlið Zlatans Ibrahimovic sem hefur raunar ekki skor- að fyrir landsliðið frá því í október árið 2005. Svíar eru sóknarsinnaðri með hverju árinu sem líður og með Kim Källstrom á miðjunni og Fredrik Ljungberg og Christian Wilhelmsson á könt- unum gætu þeir leikið flottan fótbolta. Tobias Linderoth gæti aftur á móti verið lykilmaður liðsins en hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Hann verndar vörnina vel en markmannsstaðan hefur verið höf- uðverkur hjá Lars Lagerbäck. Andreas Isaksson spilaði lítið á síðasta tímabili og hefur þjálfarinn viðurkennt að staðan sé ekki eins og best verður á kosið. Grikkir eru ríkjandi Evrópumeistarar og skyldi enginn vanmeta þá. Líkurnar á því að þeir verji titil sinn eru þó taldar afar litlar. Theodoros Zagorakis er hættur en hann var valinn besti leikmaður EM 2004. Þeir skarta þó mörg- um frambærilegum knatt- spyrnumönnum sem flestir bera skemmtileg nöfn. Antonios Nikopolidis markmaður er silfurrefur mikill og fyrir framan hann eru reynslumiklir og sterkir menn í flestum stöð- um. Grikkir unnu undanriðil sinn með glæsibrag og hlutu flest stig allra þjóða í riðlakeppninni, 31 talsins. Margir úr Evrópumeistaraliðinu spila á EM í ár, fjórum árum reynslumeiri en í Portúgal árið 2004. Rússar eru af fáum taldir líklegir til afreka. Guus Hiddink er samt sem áður meðal færustu þjálfara í heimi en hann er að byggja upp nýtt og spennandi lið. Ígor Akinfeev er magnaður markmaður sem er vænt- anlega á leiðinni til stærri liða í Evrópu. Rússar spila afar þéttan varnarleik og beita síðan skyndisóknum með skemmtilega kantmenn. Andrei Arsjavin er lykilmaður hjá Rússum en hann er í leikbanni í fyrstu tveimur leikjunum. Er það skarð fyrir skildi og eru Rússar nokkuð stórt spurninga- merki. Spánverjar hafa oftar en ekki valdið vonbrigðum. Á pappírun- um eiga þeir að vera með einn sterkasta hópinn, með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum, en þeir hafa ekki orðið meistarar síðan 1964. Frá Iker Casillas í markinu, Puyol í vörninni, Xavi, Fabregas og Iniesta á miðjunni og eins heitasta fram- herja Evrópu, Fernando Torres, eiga Spánverjar svo sannarlega að klára sinn riðil og komast mun lengra. Hvort það tekst verður svo að koma í ljós. Þeir unnu riðil sinn í undankeppninni sem Ísland var ein- mitt í. Þar urðu Svíar í öðru sæti en liðin unnu innbyrðis hvort sinn leikinn þar. E VRÓ PU M E I STAR AM ÓTI Ð Í FÓTBO LTA - R I Ð I LL D SPURT OG SVARAÐ Hverjir vinna EM? Hvaða leikmaður slær í gegn? © GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS PRESSA Á SPÁNVERJUM Spánverjar eiga að öllu óbreyttu að komast áfram úr sínum riðli. Svíar og ríkj- andi Evrópumeistarar Grikkja eru líklegir til að berjast um annað sætið. Guus Hiddink hefur þó sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti með rússneska liðið sem margir gleyma. ÓLAFUR JÓHANNESSON: „Held að Hollend- ingar taki þetta og ég er hrifnastur af Sneijder þar og held að hann verði stjarna mótsins.“ TRYGGVI GUÐMUNDSSON: „Þetta stendur á milli Þýskalands og Frakklands og annað hvort Ballack eða Henry verður maður mótsins.“ KRISTJÁN MÖLLER: „Spánn vinnur Portúgal, 2-1, í úrslitaleik og Fern- ando Torres mun verða besti maður mótsins.“ HELENA ÓLAFSDÓTTIR: „Ég vona að tími Spánverja sé kominn. Ég held hins vegar að Ronaldo geti ekki klikkað og hann verð- ur stjarna mótsins.“ Andreas Isaksson (Svíþjóð) BasinasKatsouranis Torosidis Gekas Giannakopoulos Seitaridis Amanatidis Karagounis Kyrgiakos Nikopolidis Dellas GRIKKLAND FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Grikklands (4-3-3) Daniel Güiza 27 ára sóknarmaður Markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar á síðasta tímabili. Kona hans er fyrrum undirfatamód- el og kom oft nakin fram. Hún er einnig umboðsmaður þessa snjalla framherja. Á eftir Torres í gogg- unarröðinni en gæti vel fengið tækifæri til að sýna snilli sína. Hélt Raúl úr hópnum. Róman Pavljútsjenkó 26 ára sóknarmaður Snjall framherji sem skoraði meðal annars tvö mörk í sigri Rússa á Englendingum, sem á endanum komust ekki á EM. Markahæsti leik- maður í rússnesku deildinni síðustu tvö tímabil. Gæti spilað stóra rullu hjá Rússum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.