Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 78
22 8. júní 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is > VILL ANNAÐ BARN Söngkona Christina Aguilera segist gjarn- an vilja eignast annað barn með eigin- manni sínum, Jordan Bratman, en parið eignaðist frumburð sinn í janúar á þessu ári. Christ- ina segir sjálfstraustið hafa endurnýjast með tilkomu móðurhlutverksins, en söng- konan hefur verið gagnrýnd fyrir að stunda skemmtanalífið af miklum krafti upp á síðkast- ið í stað þess að vera heima hjá syni sínum Max. Sharon Osbourne, sem hefur verið verið einn af dómurum bresku X- Factor-þáttanna frá upphafi, hefur ákveðið að hætta. Yfirmenn ITV- sjónvarpsstöðvarinnar sendu út yfirlýsingu þess efnis að Sharon hefði yfirgefið þáttinn aðeins nokkrum dögum áður en búist var við henni í áheyrnarprufur fyrir fimmtu þáttaröðina sem nú er í vinnslu. X-Factor hefur notið mun meiri vinsælda í Bretlandi en Idol-þátta- röðin nokkurn tíma og frá upphafi hafa Simon Cowell, Louis Walsh og Sharon Osbourne skipað dóm- arasætin þrjú. Í fyrra ákváðu þáttastjórnendur að venda kvæði sínu í kross og bæta söngkonunni Dannii Minouge við dómaraborð- ið, en Dannii er yngri systir söng- konunnar Kylie Minouge. Ákvörð- unin féll misvel í kramið hjá dómurunum og er talið að ágrein- ingur milli þeirra Dannii og Shar- on sé ein aðalástæðan fyrir brott- hvarfi hinnar síðarnefndu. Yfirgefur X-Factor HÆTT EFTIR FJÓRAR SERÍUR Sharon Osbourne hefur notið mikilla vinsælda sem einn af dómurum bresku X-Factor þáttanna. Jessica Simpson er stressuð vegna útkomu næstu plötu sinnar, sem fell- ur undir kántrítónlist. Söngkonan hefur ekki sent frá sér slíkt efni áður og kveðst vera taugaóstyrk yfir því hvernig viðtökurnar hjá aðdáendum hennar verða. „Ég er svo stressuð. Ég veit að þetta er hluti af mér sem fólk hefur verið að bíða eftir að fá að sjá, og ég hef verið að bíða eftir að sýna, svo þetta er mjög spennandi,“ segir söngkonan. Platan er væntanleg í verslanir í september, en fyrsta smáskífulagið af henni, Come on Over, var frum- flutt í Bandaríkjunum í síðustu viku. Jessica er stressuð Nick Godwyn, maðurinn sem upp- götvaði Amy Winehouse, segir að hún verði að hætta að syngja ef það sé það sem til þarf til að hún sigrist á eiturlyfjafíkn sinni. God- wyn hafði uppi á söngkonunni þegar hún var einungis sextán ára gömul, eftir að hafa heyrt upptök- ur af henni syngja heima hjá skjólstæðingi sínum. „Hann setti kasettu í tækið. Ég spurði hver það væri, og hann sagði að það væri vinkona hans. Ég trúði því varla hversu vel hún hljómaði og bað um að fá að hitta hana. Ég spurði Amy hvað hún vildi gera við líf sitt og hún sagðist vilja verða þjónustustúlka,“ segir God- wyn af fyrstu kynnum þeirra. Hann segist ekki líta svo á að söngkonan sé að kasta hæfileik- um sínum á glæ með eiturlyfja- notkun. „Fólk talar um sóun á hæfileikum, en ég lít ekki þannig á þetta. Ef Amy myndi aldrei gera aðra plötu væri það sorglegt, en þetta snýst minna um tónlist fyrir mér og meira um manneskju sem er ekki mjög hamingjusöm,“ segir Godwyn, sem segir textasmíðar Amy alltaf hafa borið því vitni að hún væri frekar vansæl. „Ef þú hlustar á textann við lögin hennar heyrirðu að það eru ekki margir glaðlegir, jákvæðir ástarsöngvar. Ég held að það segi sitt um hvern- ig henni líður. Hún skrifar alltaf út frá eigin reynslu. Sum lögin eru afar falleg og heillandi frá sjónarhorni textasmíða. En mörg þeirra eru mjög sorgleg,“ segir Godwyn. Hæfileikarnir aukaatriði ÆTTI AÐ HÆTTA AÐ SYNGJA Nick God- wyn, sem uppgötvaði Amy Winehouse fyrir margt löngu, segir að hún ætti að hætta að syngja ef það verði til þess að hún nái að sigrast á eiturlyfjafíkn sinni. NORDICPHOTOS/GETTY Svo virðist sem Jessica Alba hafi tekið ástfóstri við einn helsta ferðamannastað Lund- únaborgar, en leikkonan hefur farið 31 sinni í The London Eye. Leikkonan mun hafa fall- ið fyrir stóra hjólinu þegar það var notað við tökur á myndinni Fantastic Four og heillast af útsýninu. Í kjölfar- ið hefur hún farið í útsýnis- ferð með vini og vandamenn og fengið sér kynningarferð um stjórnklefann, sagði starfs- maður London Eye í viðtali við breska götublaðið The Sun. Jessica er sú stjarna sem hefur farið hvað oftast í hjól- ið, en fast á hæla henni fylgir Kate Moss sem hefur farið 21 hring. Fyrirsætan heldur víst mikið upp á hjólið og nýtir oft- ast útsýnið yfir borgina til að benda vinum sínum á bestu skemmtistaði Lundúna. Hefur farið 31 sinni í The London Eye JESSICA ALBA Er mikill aðdáandi the London Eye og hefur farið 31 sinni í hjólið til að njóta útsýnisins. KATE MOSS Hefur farið 21 hring með stóra hjólinu og bent vinum og vandamönnum á bestu skemmtistaði Lundúnaborgar. Bubbi Morthens hélt út- gáfutónleika til að kynna væntanlega breiðskífu sína í Borgarleikhúsinu á föstu- dagskvöld. Góður rómur var gerður að tónleikunum; kóngurinn var í fantaformi. Það var sérstök stemning þegar útgáfutónleikar Bubba hófust um klukkan átta í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Eins konar úti- leguþema var í sviðsmyndinni, tvö hjólhýsi voru áberandi, og Bubbi og strákarnir í bandinu hans sátu fyrir utan þau þegar tónleikarnir hófust. Bubbi hóf tónleikana einn með kassagítarinn og sátu félagar hans fyrir utan hjólhýsin og gripu í spil á meðan. Strákarnir úr Stríði og friði tóku sér svo stöðu með Bubba á sviðinu og renndu í gegnum nýju plötuna, Fjóra nagla, með glæsi- brag. Öll hersingin var svo klöppuð upp og þá fengu mörg af þekktustu lögum Bubba að hljóma. Eins og kunnugt er var þetta stór helgi fyrir Bubba því auk tónleik- anna gekk hann í heilagt hjónaband með Hrafnhildi Hafsteinsdóttur í gær. Ný plata Bubba er væntanleg í verslanir á miðvikudaginn. Bubbi á stóra sviðinu UPPRENNANDI AÐDÁANDI Edvard Börkur og Edvard Dagur. Í STUÐI Sigurður Þórir og Guðveig Lilja voru mætt í Borgarleikhúsið. ÚTILEGUSTEMNING Bubbi og strákarnir í Stríði og friði tóku því rólega fyrir framan hjólhýsin. FJÓRIR NAGLAR Í BORGARLEIKHÚSINU Bubbi Morthens var í fantaformi á útgáfutónleikum sínum í Borgarleikhúsinu á föstudags- kvöld. Þar lék hann lög af væntanlegri plötu sinni, Fjórir naglar, í bland við eldra efni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.