Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 81
SUNNUDAGUR 8. júní 2008 25 Elton John og kærasti hans, David Furnish, hafa boðist til að skjóta skjólshúsi yfir söngkonuna Lily Allen, sem varð svo drukk- in á afhendingu verðlaunanna Glamour Women of the Year nú í vikunni að dyravörður varð að halda á henni út. Lily má dvelja á sveitasetri þeirra í suðaustur- hluta Englands til að jafna sig og hvíla sig á partístandinu sem hún hefur verið iðin við að undanförnu. Ekki er vitað hvort Allen hefur tekið tilboðinu. Orðrómur um að Paris Hilton eigi von á barni komst á kreik á dögunum, eftir að glöggir áhorfendur þóttust sjá móta fyrir kúlu undir þröngum satínkjól sem partíprinsessan klædd- ist á barnum Crown Bar í Los Angeles fyrir skömmu. Paris hefur ekki farið leynt með að hana langi í börn með kærastanum Benji Madden á næstunni. Talsmaður hennar hefur neitað þessum sögusögnum, en það slær heldur lítið á þær, þar sem slíkar staðhæfingar virðast vera í tísku hjá verðandi foreldrum í Hollywood. Liv Tyler ku vilja gera aðra tilraun til að bjarga hjónabandi sínu og Roystons Langdon, en leikkonan staðfesti að þau hefðu slitið sam- vistir fyrir um mánuði. Samkvæmt heim- ildum OK! komst leikkonan á þá skoðun eftir að hafa ráðfært sig við vinkonu sína, Gwyneth Paltrow. „Hún er ofboðslega sorgmædd og heldur að hún hafi gert mistök,“ segir heim- ildarmaður blaðsins. Langdon og Tyler eiga saman soninn Milo, en þau voru gift í fimm ár. Lindsay Lohan hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku grínmyndinni Labour Pains. Myndin fjallar um konu sem þykist vera barnshafandi til að koma í veg fyrir að yfirmaður hennar reki hana. Lohan hefur átt í nokkrum vandræðum með að endurlífga feril sinn eftir stormasamt ár í fyrra. Hvort Labour Pains verði til þess að blása nýju lífi í hann mun koma í ljós, en aðrir leikarar í mynd- inni eru lítt þekktir. FRÉTTIR AF FÓLKI Sienna Miller og Rhys Ifans eru hætt saman, samkvæmt heimild- um The Sun. Sienna mun hafa hringt í kærasta sinn frá Prag til að slíta sambandinu, en Ifans var við tökur í Englandi. Það mun hafa verið afbrýðisemi Ifans sem gerði út af við sambandið, en Sienna stóð Rhys nýlega að því að lesa sms-skilaboð hennar. Hann mun hafa verið sérstaklega afbrýðissamur út í Matthew Rhys, fyrrverandi kærasta Siennu, sem hún hefur umgeng- ist upp á síðkastið til að kynna mynd sem þau léku saman í. Í júnítölublaði breska Elle er hins vegar að finna viðtal við Siennu, þar sem hún fer fögrum orðum um sambandið og Ifans. „Þegar nafn hans ber á góma fer ég að brosa eins og kjáni, af því að ég fer strax að hugsa um hann og það gerir mig hamingjusama. Hann gerir mig bara hamingju- sama,“ segir Sienna þar. Hún neitar því að þau séu trúlofuð, og segir vangaveltur fjölmiðla þess efnis hafa leitt til þess að þau hafi bæði fengið símtöl frá mæðrum sínum. „Það er skrítið. En ég er svo ánægð með samband okkar eins og það er. Það hefur alltaf verið ótrúlega auðvelt og þægi- legt og þessar fréttir búa bara til flækjur sem eru ekki til staðar,“ segir Sienna. Sienna og Rhys hætt saman SLEIT SAMBANDINU Sienna Miller mun hafa hringt í Rhys Ifans frá Prag til þess að slíta sambandinu. Bíómiðinn í Regnboganum hefur verið lækkaður úr þúsund krónum í 650 krónur. Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Senu, segir um tilraun að ræða og muni hún standa yfir í sumar. Hins vegar er ólíklegt að verðið breytist almennt í kvikmyndahúsunum. „Það væri óskandi, en það er því miður ekki hægt.“ Allar stórmyndir sumarsins ættu að rata í Regnbogann, fyrr eða síðar og segir Jón tilraunina vera stórt skref fyrir Senu. „Núna er að minnsta kosti eitt kvikmyndahús þar sem fólk getur farið ódýrt í bíó.“ Í kjölfarið færist Græna ljósið í Háskólabíó. Hugsanlegt er að Regnbog- inn haldi þessu verði ef vel gengur. - kbs Ódýrara í bíó ENN EITT KREPPURÁÐIÐ FELLUR Í HENDUR NEYTENDA. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.