Fréttablaðið - 09.06.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 09.06.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI fasteignir 9. JÚNÍ 2008 Fasteignasalan Remax Torg hefur til sölu stórt einbýlishús hannað af Halldóri Gíslasyni. Með eigninni fylgir sérhannaður garður og verönd með heitum potti. U m er að ræða stórt einbýlishús með góðu útsýni í Garðabæ. Góður garður fylgir hús-inu, hannaður af Pétri Jónssyni, með fallegri lýsingu og fjölbreyttum gróðri. Á verönd er h ipottur. salerni er nýuppgert með sérsmíðaðri innréttingu og nýjum blöndunartækjum. Í holi er fallega steypt- ur veggur sem skilur að stofuna og holið. Eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð með graníti á borðum og rúmgóðum eldhúskrók. Útgengt er út í garð úr eldhúsinu. Inn af eldhúsi er rúmgott búr með innréttingu og góðri vinnuaðstöðu. Gengið er inn í borðstofu frá eldhúsi. Stofan er rúm óð mikilli lofthæð i f Garðurinn sérhannaður Húsið er sérstakt að lögun og með stóra glugga. HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í rólegri götu í Árbænum finnst Guðrúnu Péturs- dóttur best að sitja í sólstól úti í garði á sumrin. „Á sumrin er uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu ekki einu sinni í húsinu heldur á stéttin i f er að segja á ól garði af því að Ólafur maðurinn minn er svo dugleg- ur í garðinum. Þá er hann nálægt og við getum að spjalla saman hvortfi Alltaf logn á pallinum Á pallinum hennar Guðrúnar er alltaf logn og þar er notalegt að setjast niður til að lesa blöðin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eldhús frá ýmsum tímum eru meðal þess sem hægt er að skoða á sumarsýningu Minjasafns-ins á Akureyri. Sýningin kallast Hvað er í matinn og er helguð íslenskri matarhefð. Vefsíðan www.ehow.com lumar á góðum húsráðum. Þangað er tilvalið að kíkja vilji maður vita hvernig á að losna við bletti, byggja bílskúr og allt þar á milli. Handverksfólk sem hyggst taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í ráðhúsinu dagana 31. október til 3. nóvember getur nú sótt um. Tekið er við umsóknum til 30. júní. 63.316 UPPLÝSINGAR O is ing MjóddStaðsetning í Mjóddwww.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588 1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 13. júní n.k. híbýli - svefnherbergi MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 2008 Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Dalsbraut 1 Akureyri Sími 461 1150 Eftir að ég fékk mér IQ-CARE hef ég ekki fundið til í bakinu! Sölvi Fannar ViðarssonFramkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Ég mæli hiklaust með 6 mán. vaxtalausar raðgr. Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 9. júní 2008 — 155. tölublað — 8. árgangur Glefsur af því sem gerðist Sverrir Ólafsson ritaði sögu IBM eftir 43 ára starf. TÍMAMÓT 16 HÍBÝLI - SVEFNHERBERGI Fleiri fá sér fataherbergi Sérblað um svefnherbergi FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SJÁVARÚTVEGUR Stjórnvöld hafna kröfu mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna um að greiða tveimur íslenskum sjómönnum bætur. Vísað er í gagnstæðan úrskurð Hæstaréttar og því eigi kröfur um skaðabætur ekki stoð í landsrétti. Þá er því hafnað að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu verði umbylt í einu vetfangi, en breytingar á því boðaðar. Svar til nefndarinnar fór í póst um helgina. Nefndin hafði úrskurðað að íslenskum stjórnvöldum bæri að endurskoða fiskveiðistjórnunar- kerfið og greiða tveimur sjómönn- um bætur fyrir að njóta ekki jafn- ræðis við kvótaúthlutun. Nefndin er alþjóðleg stofnun og Ísland hefur skuldbundið sig til að hlíta úrskurðum hennar. Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, segir að hann sé þess fullviss að nefndin fallist á útskýringar íslenskra stjórnvalda. „Það er ekki hægt að búast við því að á sex mán- uðum komum við fram með full- mótaðar hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur verið við lýði í um aldar- fjórðung,“ segir Einar. Hann segir að í svarinu hafi verið vísað í stjórnarsáttmála þar sem segir að gerð verði sérstök athugun á reynslunni af aflamarks- kerfinu og áhrifum þess á þróun byggða. Sú athugun fari í gang á næstu vikum og verði lokið á kjör- tímabilinu. „Ég vil hafa áhrif á það hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið mun líta út til framtíðar og tel mikilvægt að á því verði ekki kollsteypa, heldur verði því leyft að þróast. Ég mun því beita mér fyrir því að þeirri vinnu verði lokið á kjörtímabil- inu.“ Einar segir ítarlega lögfræðilega greinargerð hafa fylgt svarinu og sé það til marks um hve alvarlega íslensk stjórnvöld hafi tekið málið. „Ég átti náið samráð við forystu- menn stjórnarflokkanna og við þrjú vorum sammála um það álit sem ég sendi mannréttindanefndinni,“ segir Einar. - kóp Íslensk stjórnvöld hafna skaðabótum Sjávarútvegsráðherra hafnaði kröfu mannréttindanefndar SÞ um skaðabætur til tveggja sjómanna. Endurskoðun á kvótakerfinu boðuð á kjörtímabilinu. FLÓTTAMENN Flóttafólki fjölgaði umtalsvert á heimsvísu í fyrra og var það viðsnúningur á þróun síð- ustu fimm ára þar á undan. Íraks- stríðið er helsti orsakavaldurinn og nú eru rúmlega 14 milljónir flóttamanna á vergangi víða um heim. Þeir sem flæmdir hafa verið af heimaslóðum, en teljast ekki flóttamenn, voru 24,5 milljónir í fyrra. Frá því að Bandaríkjamenn og Bretar, með stuðningi ýmissa þjóða, þar með talið Íslendinga, réðust inn í Írak hefur ein og hálf milljón Íraka leitað hælis í öðrum löndum. Flestir eru þeir í nágrannalöndunum, Sýrlandi og Jórdaníu. Flestir flóttamenn dvelja í Pak- istan, rúmlega ein milljón, tæp milljón er í Íran og um 800 þúsund í Bandaríkjunum. Hvert Norður- landanna tekur á móti svokölluð- um kvótaflóttamönnum, en það eru þeir sem verða að flýja til þriðja lands. Svíar taka við flest- um, 1.800 á ári, Norðmenn taka við um 1.000 flóttamönnum, Finnar 750 og Danir 500. Íslensk stjórn- völd hafa sett sér þá stefnu að taka við 25 til 30 flóttamönnum árlega. - kóp/sjá síðu 10 Flóttamönnum í heiminum fjölgaði í fyrra í fyrsta skipti í fimm ár: Flóttafólki fjölgaði eftir Íraksstríðið GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Finnst best að vera í sólstólnum á sumrin • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Garðurinn sérhannaður Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Helgi gerir hestaplötu Helgi Björnsson syngur gömul hesta lög og hesta- vísur á nýrri sólóplötu sinni. FÓLK 22 101 Ísland Páll Ásgeir Ásgeirsson velur 101 áhugaverðan áfangastað á Íslandi í nýrri leiðsögubók. FÓLK 20 Öruggt hjá Þjóðverjum Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Evrópumótinu í fótbolta í gær. ÍÞRÓTTIR 24 NORÐAUSTLÆG ÁTT um allt land, bjartviðri sunnantil en skýjað og súldarloft fyrir norðan. Hiti á bil- inu 12-15 stig sunnantil, en 8-12 stig fyrir norðan, búast má við síðdegis- skúrum inn til landsins suðvestantil. VEÐUR 4 12 14 8 99 FÓTBOLTI Óhætt er að segja að kappið hafi ekki verið með forsjá á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær. Sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum fimm og að auki fengu þjálfari og framkvæmdastjóri Grindavíkur rautt spjald að leik loknum. Stefán Þór Þórðarson ÍA var einn þeirra sem fékk að líta rauða spjaldið. Þetta var fyrsti leikur hans eftir eins leiks bann sem hann fékk vegna rauðs spjalds. Guðjón Þórðarson gat ekki stýrt ÍA-liðinu í gær þar sem hann var í leikbanni. - kóp/sjá síður 25 - 27 Átök á Íslandsmóti í fótbolta: Átta rauð spjöld Í ÁRBÆJARSAFNINU Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélagsins var í gær. Af því tilefni voru opnaðar sýningar á faldbúningum og íslenskri tóvinnu í Árbæjarsafninu í gær. Þær Birta Gunnarsdóttir og Freyja Björgvinsdóttir voru þjóðlega klæddar í safninu og virtust kunna vel við sig í búningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, undrast ummæli Sigurðar Kára Kristjáns- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, sem telur óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skuli hafa tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu með yfirlýsingu. Þetta kemur fram í grein Árna Páls í Fréttablaðinu í dag. Segir hann þau rök Sigurðar Kára að utanríkisráðherra eigi ekki að tjá sig um einstakt dómsmál vera fráleit. „Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn á misskilning á hlutverki stjórn- málamanna,“ segir Árni Páll. Hann veltir því fyrir sér hvað Sigurður Kári óttist í máli Ingibjargar Sólrúnar. „Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóm af þessari útkomu?“ spyr hann. - jse Árni Páll Árnason: Undrast orð Sigurðar Kára ÓSÁTTUR Heimir Guðjónsson þjálfari FH var ósáttur við rauða spjaldið sem Davíð Þór Viðarsson fékk og lét Þórodd Hjalta- lín dómara heyra það. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.