Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 10
10 9. júní 2008 MÁNUDAGUR Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 1951. Stofnunin átti að taka á þeim flóttamannavanda sem síðari heimsstyrjöldin hafði getið af sér og einbeitti sér fyrst og fremst að Evrópu. Flóttamenn höfðu vissulega verið vandamál víða um heim áður, en vandinn í hjarta hinnar vestrænu Evrópu kallaði á stofnun ráðsins. Upphaflega var litið svo á að um tímabund- ið verkefni væri að ræða við að koma um 1,2 milljónum flóttafólks til aðstoðar. Flótta- mannastofnunin átti aðeins að starfa í þrjú ár. Eftir því sem árin liðu kom í ljós að þörfin var mun meiri um allan heim og umboð stofnunarinnar var því endurnýjað til fimm ára í senn. Það var ekki fyrr en árið 2003 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að afnema þessi tímamörk á umboði Flótta- mannastofnunarinnar. Við það varð hún ein af fastastofnunum Sameinuðu þjóðanna. Flóttamannastofnun aðstoðar ekki einungis flóttamenn heldur einnig hælisleitendur, flóttamenn á heimleið til síns upprunalands, ríkisfangslaust fólk og hluta hinna 25 milljóna sem eru vegalausir í eigin heima- lands (internally displaced persons, IDP). Heildarfjöldi þeirra sem flosnað hafa upp frá heimilum sínum víða um heim, einnig þeir sem umboð Flóttamannastofnunar nær ekki yfir, er áætlaður yfir 40 milljónir manns – eða um 0,6 prósent af íbúafjölda jarðar. Verskvið breytist Verksvið Flóttamannastofnunar SÞ hefur breyst síðustu árin. Nú sinnir hún í auknum mæli aðstoð við aðra en þá sem beinlínis heyra undir starfssvið flóttamannahjálpar- innar. Það eru þá ekki eiginlegir flóttamenn heldur aðrir sem lifa við svipaðar aðstæður. Hér er um að ræða fólk sem hefur öðlast rétt til verndunar vegna þess hóps sem það tilheyrir eða hefur af einskærum mannúðar- ástæðum þörf fyrir aðstoð án þess að vera formlega viðurkennt sem flóttamenn. Einnig getur verið um að ræða fólk sem hefur nauðugt þurft að yfirgefa heimili sitt, en býr annars staðar í sínu eigin landi. Þetta eru í auknum mæli þeir sem orðið hafa fórnarlömb borgarastyrjalda. Flóttamönnum fjölgar Frá upphafi hefur Flóttamannastofnun SÞ hjálpað rúmlega fimmtíu milljónum manna til að hefja nýtt líf og áunnið sér tvenn friðarverðlaun Nóbels á þeim tíma – árin 1954 og 1981. Nokkuð hafði orðið ágengt í fækkun flóttamanna, en árið 2007 fjölgaði þeim í fyrsta skipti um nokkra hríð. Samkvæmt skýrslu Flóttamannastofnun- ar SÞ á fjölgunin að miklu leyti rætur að rekja til ástandsins í Írak. Í árslok 2006 hafði ein og hálf milljón Íraka leitað hælis í öðrum löndum, aðallega Sýrlandi og Jórdaníu. Flestir flóttamenn dvelja í Pakistan, þar sem þeir eru yfir ein milljón. Tæp milljón er í Íran, um 800 þúsund í Bandaríkjunum, tæp 700 þúsund í Sýrlandi og um 600 þúsund í Þýskalandi. Norðurlöndin Ríkisstjórn Íslands samþykkti árið 2007 að taka við 25 til 30 flóttamönnum árlega. Þar er um að ræða svokallaða kvótaflóttamenn sem ekki eru taldir eiga neinn annan möguleika en að fara til þriðja lands. Þeir geta hvorki verið kyrrir né snúið aftur til upprunalands. Aðeins fimmtán til tuttugu lönd taka á móti flóttamönnum úr þessum hópi. Öll Norðurlöndin eru þar á meðal. Svíar taka á móti flestum flóttamönnum, eða 1.800 ár hvert, Finnar taka á móti 750 flóttamönnum og Danir fimm hundruð. Norðmenn hafa sveigjanlegan kvóta, um þrjú þúsund flóttamenn á þremur árum. Hælisleitendur Þegar einstaklingur sækir um hæli utan eigin ríkis er hann fyrst skilgreindur sem hælisleitandi af stjórnvöldum í viðkomandi landi. Með umsókn um hæli er viðkomandi að óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Ef fallist er á umsóknina fær viðkomandi viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður í skilningi flóttamanna- samnings Sameinuðu þjóðanna og öðlast þau réttindi sem þar eru tilgreind. Sé umsókninni hins vegar hafnað eru þrír kostir í stöðunni. Hægt er að veita dvalar- leyfi af mannúðarástæðum, vísa viðkomandi úr landi og sé það ekki hægt er veitt bráðabirgðadvalarleyfi. Synjun um hæli þarf ekki að þýða að hælisleitandi sé ekki flóttamaður heldur aðeins að ekki hefur verið fallist á beiðni um viðurkenningu. Hælisleitandi getur því verið „óviðurkennd- ur“ flóttamaður. 8.446.000 9.706.000 10.310.000 10.610.000 10.717.000 11.851.000 12.620.000 13.114.000 14.331.000 14.716.000 17.378.000 16.837.000 17.818.000 16.306.000 15.754.000 14.896.000 13.357.000 12.015.000 11.481.000 11.687.000 12.130.000 12.117.000 10.594.000 9.680.000 9.237.000 8.394.000 9.877.707 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 FJÖLDI FLÓTTAMANNA Í HEIMINUM FRÉTTASKÝRING: Flóttamenn á Íslandi 4. hluti FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is FJÓRÐA GREIN AF FJÓRUM Milljónir á flótta um allan heim Flóttamönnum fjölgaði í fyrra, í fyrsta skipti í fimm ár. Íraksstríðið er talinn vera helsti orsakavaldurinn. Milljónir manns eru á vergangi víða um heim. Flóttamannastofnun er orðin ein af fastastofnunum Sameinuðu þjóðanna en átti bara að starfa í þrjú ár. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) var stofnuð 1951 og átti að starfa í þrjú ár. Í dag er hún ein af mikilvæg- ustu mannúðarsamtökum heimsins. Hún hefur aðsetur í Genf og er með útibú í yfir 120 löndum. Yfir 80 prósent af starfsliði UNHCR, sem inniheldur 5.000 manns, vinnur þar sem vandamálin rísa, oft á einangruðum stöðum, við hættulegar og erfiðar aðstæður. UNHCR hefur tvisvar sinnum hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín, árin 1954 og 1981. STARFSEMI FLÓTTA- MANNASTOFNUNAR Samkvæmt flóttamannasamningi Sam- einuðu þjóðanna telst sá vera flóttamaður sem: „er utan heimalands síns … og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann sem er ríkisfangs- laus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa aftur þangað.“ Til þess að geta talist flóttamaður er það forkrafa að viðkomandi sé staddur utan við heimaland sitt. Þeir sem eru ríkisfanglausir verða að vera fyrir utan land þar sem þeir höfðu fasta búsetu. Svo lengi sem einstaklingur er innan landamæra eigin ríkis telst hann ekki flótta- maður í skilningi flóttamannasamningsins, jafnvel þótt viðkomandi þurfi að þola miklar ofsóknir, þjáist og sé hótað lífláti af stjórnvöldum fyrir engar sakir. HVERJIR TELJAST FLÓTTAMENN? FÁ NÆRINGU Palestínskir flóttamenn fá næringu í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum. Milljónir manna um allan heim treysta á hjálparstofnanir um daglega næringu. Flóttamannavandinn er alþjóðlegur og Sameinuðu þjóðirnar láta hann til sín taka. Fólk flýr stríðsátök og hamfarir og sumir sæta ofsóknum eigin stjórn- valda. Þeir flóttamenn sem til Íslands koma eru meðal þeirra sem engar aðrar lausnir hafa. Til Íslands hafa komið rúmlega fjögur hundruð flóttamenn. Af þeim eru 85 múslimar. Hluti þeirra sneri fljótt heim aftur en hluti býr hér enn og lifir í sátt og samlyndi við íslenskt samfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP © GRAPHIC NEWS 4,3 2,11 1,45 0,69 > 500.000 100.000 - 250.000 250.000 - 500.000 10.000 - 100.000 0,46 0,40 0,40 0,37 Sómalía Kongó Búrúndí Víetnam Írak Palestína Súdan Afganistan Víetnam SómalíaBúrúndí Kongó UPPRUNASTAÐUR (í milljónum) Palestína Afganistan Írak Súdan Flóttamannadagur Sameinuðu þjóðanna 2007 Fjöldi flóttamanna óx árið 2007 í fyrsta skipti síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum frá SÞ. Nú eru yfir 14 milljónir flóttamanna víðsvegar um heim. Fjöldi þeirra sem flæmdur hefur verið af heimaslóðum, hvort sem það er innan heimalands eða utan, er nú talinn vera 24,5 milljónir. Heimild: Flóttamannaráð SÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.