Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 26
 9. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Hver kannast ekki við þrengsli inni í fataskápnum, erfiðleika við að finna fötin sín og meiri þörf á yfirsýn yfir flíkurnar? Fataherbergi gæti leysti þessi vandamál. „Notkun fataherbergja er að auk- ast alveg gríðarlega mikið hér á landi,“ segir Hallgrímur Friðgeirs- son innanhússarkitekt sem hannað hefur fjölda fataherbergja. Hann telur aukninguna stafa af meiri velmegun í landinu, fólk kaupi sér fleiri og dýrari flíkur sem það kýs að hafa í betri umgjörð en áður. Flestir sem óska eftir fataher- bergjum hérlendis búa í stórum einbýlis- eða raðhúsum að sögn Hallgríms. „Það er þó mesti mis- skilningur að fataherbergi þurfi að vera eitthvað voðalega stór. Ég myndi segja að það þyrfti svona sex fermetra að lágmarki. Eina sem þarf er þessi týpíska skápa- breidd fyrir fötin og svo ágæt- is gang fyrir framan. Það eru til margar týpur af þessu; það er hægt að hafa þetta á ganginum eða þannig að þetta sé á einum eða tveimur veggjum eða í horni.“ Hallgrímur bendir á að við hönnun fataherbergja sé hugað að flottum bakgrunni, góðri lýsingu og að vel fari um fötin. „Þetta er ekki flókin hönnun. Maður þarf góðar hillur og slá og oft er sett ljós í annaðhvort slána eða hlið- arnar á einingunum. Mikið er til af sérsmíðuðum aukahlutum til að gera herbergið fallegra og skipu- leggja það betur, svo sem skó- grindur, buxnaútdrag og fataslár. Slíkir hlutir fást til dæmis í Esju ehf. og H.G. Guðjónssyni.“ Að sögn Hallgríms þarf góða samvinnu milli eigenda og hönn- uða til að fataherbergi heppnist vel. Helst þurfi hönnuðirnir að hafa aðgang að fataskáp eigend- ana áður en þeir byrja að teikna. „Fataherbergi er ekki sérlega dýrt í framkvæmd, vandað her- bergi kostar um 800.000 krón- ur. Fallegt fataherbergi krefst sérhönnunar og sérsmíðunar. Ef maður á mikið af fallegum fötum þá vill maður að það fari vel um þau. Fataherbergi kemur manni í góðan gír á morgnana,“ segir Hall- grímur brosandi. Fleiri fá sér fataherbergi „Fallegt fataherbergi krefst sérhönn- unar og sérsmíðunar,“ segir Hallgrímur Friðgeirsson sem hannað hefur fjölmörg fataherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekki þarf mikið pláss til að koma sér upp fataherbergi, það krefst að lágmarki sex fermetra. MYND/CHANGE CLOSETS Mikið er til af sérsmíðuðum hlutum til að skipuleggja herbergið betur. Þeir fást meðal annars í Esju efh. og H.G. Guðjónssyni. MYND/HOUSE HUNTING Góð hvíld er gulli betri og nauðsynlegt er fyrir litla kroppa að hvílast vel. Litlu krílin okkar þurfa að hvílast vel og til að gera rúmið aðlað- andi og skemmtilegt þegar svo ber undir er kjörið að hengja yfir það himnasæng. Auðvelt er að hverfa á vit ævintýranna undir heill- andi himni og flestum krökkum finnst gaman að vera í tjaldi eða af- marka sitt eigið svæði á einhvern hátt. Himnasæng er í senn fal- legur innanstokksmunur og skemmtileg tilbreyting og hver segir að fullorðnir geti ekki notið hennar líka? Hér gefur að líta úrval af himnasængum sem auðvelt er að nálgast hér á landi. -hs Undir draumahimni Ævintýraleg Minnen Brodyr- himnasæng frá Ikea með grænum laufum sem liðast niður hvítt tjaldið. Kostar 1.990 krónur. Litlar prinsessur njóta sín svo sann- arlega í þessu bleiktóna og konung- lega umhverfi. Himnasængin kallast HCA og er frá danska fyrirtækinu Marlip. Hún er 220 sentimetrar á hæð og kostar 24.400 krónur í Tekk Company. Svefnherbergið er sá staður þar sem jafnvægi á að ríkja og því gott að huga að ýmsum atriðum. Speglar ættu ekki að endur- spegla rúmið, það getur kall- að fram erfiðleika í hjónabandi. Í hjónarúminu eiga ekki að vera tvær dýnur, það fyrirkomulag er talið skapa gjá á milli elskenda. Betra þykir að höfðagaflinn nemi við vegg og að hann sé frekar voldugur. Best er ef dyrnar sjást frá rúminu en séu ekki beint á móti því. Heitir litir henta betur en kald- ir í svefnherberginu og er varað við notkun sterkra lita. Kald- ir litir eru taldir draga úr kyn- orku fólks og hlýju herbergis- ins. Birtan á að vera mjúk og lág- stemmd og er mælt með kertum til að skapa réttu stemninguna. Sjónvörp eiga ekki að vera í svefn- herbergi nema þá í skáp sem má loka. Tölvur eða æfingabekkir tákna framkvæmdir og ætti að hylja þegar ekki er verið að nota þau, svo ekki sé verið að minna á óunn- in verk. Veljið listmunina í svefnher- bergið í rómantísku eða erótísku þema. Myndir af einmana fólki eru ekki heppilegar því þær senda út röng skilaboð. Fólk í faðmlög- um er mun gæfulegra og tveir listmunir hlið við hlið fela í sér sömu skilaboð. - rh Helgasti staður heimilisins Svefnherbergið er staður rómantíkur, hvíldar og slökunar. Litlar prinsessur njóta þess að hvílast undir fallegri himnasæng en litlir prins- ar geta einnig átt ýmis ævintýri undir flöktandi himni. NORDICPHOTOS/GETTY Himmel-himnasæng- in frá Ikea ber nafn með rentu en ljósblár liturinn minnir svo sannarlega á himin- hvolfið. Fæst einnig í grænum lit og kostar einungis 995 krónur. Taftan-himnasængurnar hjá Stubba- smiðjunni fást í ýmsum útgáfum og kosta 14.500 krónur. Meðal annars er hægt að fá hugljúfa hjartahimna - sæng, hugdjarfa riddarahimna sæng og loks spennandi sjóræninga- himnasæng. Það er ekki slæmt að vakna undir heiðblá- um himni en þetta ljósbláa Himmelsk- rúmtjald frá Ikea er nánast himneskt. Það kostar 1.990 krónur. Löva-himnasæng fyrir litlu blómálf- ana sem vilja liggja undir laufblaði. Fæst í Ikea á 1.490 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.