Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 9. júní 2008 25 Laugardalsvöllur, áhorf.: 602 Fram Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14 - 15 (5-7) Varin skot Hannes Þór 6 – Zankarlo 5 Horn 9-9 Aukaspyrnur fengnar 15-12 Rangstöður 3-2 GRINDAV. 4-5-1 *Zankarlo Simunic 8 Michael Jónsson 7 Zoran Stamenic 7 Marinko Skaricic 4 Jósef Jósefsson 6 Scott Ramsay 7 Páll Guðmunds. 6 (76., Bogi Einarsson -) Andri S. Birgisson 6 Eysteinn Hauksson 6 Alexander Þórarins. 6 (67., Orri Hjaltalín 7) Tomasz Stolpa 6 (90., Sveinn Steingr. -) *Maður leiksins FRAM 4-5-1 Hannes Þ. Halldórs. 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 6 Óðinn Árnason 6 Sam Tillen 5 Paul McShane 6 (90., Grímur Gríms. -) Halldór Jónsson 5 Ingvar Ólason 6 Heiðar Júlíusson 6 Ívar Björnsson 5 (82., Joseph Tillen -) Hjálmar Þórarins. 5 0-1 Zoran Stamenic (57.). Rautt spjald: Marinko Skaricic (61.), Zoran Stamenic (86.), Scott Ramsay (89.). 0-1 Garðar Örn Hinriks. (6) FÓTBOLTI Grindavík sigraði Fram með einu marki gegn engu á Laug- ardalsvelli en gestirnir misstu þrjá leikmenn út af með rautt spjald í hreint út sagt ótrúlegum seinni hálfleik. Það var mikið jafnræði með lið- unum í fyrri hálfleik en fátt sem gladdi augað. Í seinni hálfleik gerðust hins vegar hlutirnir. Á 56. mínútu fengu Grindvíkingar vítaspyrnu sem Andri Steinn tók en Hannes Þór varði í horn. Upp úr horninu kom svo fyrsta mark leiksins en í fyrstu leit út fyrir að Scott Ramsay hefði skorað beint úr horninu, en það var varnarmaðurinn Zoran Stamenic sem náði víst að skalla boltann í netið. Tæpum fimm mínútum síðar dró heldur betur til tíðinda þegar Fram- arar fengu dæmda vítaspyrnu sem Grindvíkingar mótmæltu harðlega. Marinko Skaricic gekk harðast fram í mótmælunum og fékk fyrir vikið tvö gul spjöld á stuttum tíma og þar með rautt. Grindvíkingar þar með orðnir einum færri, en Paul McShane skoraði hins vegar ekki úr vítaspyrnunni. Framarar pressuðu stíft að marki Grindavíkur í framhaldinu en þeir náðu ekki að reka endahnútinn á sóknarlotur sínar. Á 86. mínútu var markaskorarinn Stamenic svo rek- inn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Á 89. mínútu versnaði staða gestanna svo enn frekar þegar Scott Ramsay fékk að líta gula spjaldið í annað sinn fyrir leikaraskap og Grindvíkingar því þremur leikmönnum færri. Þrátt fyrir það náðu Grindvíkingar að halda velli og hala inn þrjú mikil- væg stig og fyrirliðinn Eysteinn Hauksson var að vonum sáttur við það. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að taka þrjú stig. Framarar hafa spilað vel og þetta eru því góð úrslit fyrir okkur. Ég verð að hrósa liðsfélögum þó að ég sé ósáttur við að menn séu að fá þessi klaufalegu spjöld og við þurfum að fara yfir þetta, það er klárt mál,“ sagði Eysteinn. - óþ Grindvíkingar lögðu Framara að velli 0-1 í viðburðaríkum leik á Laugardalsvelli: Eitt mark en þrjú rauð spjöld NÓG AÐ GERA Dómarinn Garðar Örn Hinriksson var afar spjaldaglaður og hafði í nógu að snúast á Laugardalsvelli á leik Fram og Grindavíkur í gær og rak þrjá Grind- víkinga af velli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Króatar sigruðu gest- gjafa Austurríkismenn 1-0 í fyrsta leik B-riðils á Evrópumót- inu í fótbolta í gær. Króatar byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu óskabyrjun þegar Rene Aufhau- ser braut klaufalega á Ivica Olic innan vítateigs Austurríkis á 4. mínútu og vítaspyrna réttilega dæmd. Luka Modric skoraði af öryggi úr spyrnunni og róðurinn þungur hjá Austurríki sem fyrirfram var almennt talið vera slakasta liðið á EM. Heimamönnum óx þó ásmegin þegar líða tók á leikinn en Króatar virkuðu hins vegar þungir og langt frá sínu besta. Austurríkismenn héldu áfram að þjarma að Króötum í seinni hálfleik og gerðu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Pressan var orðin mikil seint í leiknum og greinilegt að Króatar ætluðu bara að liggja til baka og halda forystu sinni og beita skyndisóknum í von um að gera út um leikinn. Hvorugt liðið náði hins vegar að bæta við marki og lokatölur því eins og segir 1-0. Heimamenn í Austurríki sýndu í leiknum að þeir er sýnd veiði en ekki gefin en Króatar þurfa vitanlega að gera miklu betur ef þeir ætla sér einhverja hluti á EM. - óþ Evrópumótið í fótbolta: Ósannfærandi Króatar unnu MARKASKORARINN Luca Modic skoraði eina markið í leik Króata og Austurríkis- manna í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.