Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Golfíþróttin á hug og hjörtu margra og er Skrið- jökullinn Ragnar Kristinn Gunnarsson í þeirra hópi. Hann spilar golf hvenær sem tækifæri gefst. „Ég spila golf hel t fj ég fjölskyldu sem líður þetta og ég fæ engar skammir þó ég komi heim klukkan ellefu eða tólf jafnvel. Dóttir mín vinnur reyndar í golfskálanum hé í Grafar holti og konan mín fiskyld Golf er minn lífsstíll Ragnar lætur aldrei sjá sig á golf-vellinum nema vel klæddan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI LÆKNINGAJURTIRÍ íslenskri náttúru má finna alls konar jurtir sem hægt er að nota í mat og drykki og til lækninga. HEILSA 2 LEIÐSÖGN Í HÁSKÓLAEndurmenntun býður nú upp á þriggja anna leiðsögunám á háskólastigi sem hentar bæði fólki sem er í vinnu og þeim sem vilja vera í fjarnámi. NÁM 3 Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2008 — 156. tölublað — 8. árgangur Rockwood fellihýsin 2008 Frá 1.398.000 kr. Sumarg jöf Sólarr afhlað a, fortjal d og g asgril l fylgir ö llum fe llihýsum Tilboði ð gildir til 15. júní Þægindi um land allt Í Útilegumanninum að Fosshálsi 5-9 færðu allt til ferðalagsins Opið Mán - fös 10.00-18.00 Helgar 12.00-16.00 Polar hjólhýsin 2008 Hlaðin staðalbúnaði · Sérhönnuð fyrir norð- lægar slóðir · Alde gólfhitakerfi · iDC stöðugleikakerfi · Sjónvarp & DVD Frá 3.799.000 kr. RAGNAR KRISTINN GUNNARSSON Í golfi eiga menn að vera snyrtilega klæddir heilsa nám Í MIÐJU BLAÐSINS NORÐURLAND Klassík og bílskúrsrokk á AIM Festival á Akureyri Sérblað um Norðurland fylgir Fréttablaðinu í dag ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR Yngsti veðurfrétta- maður landsins Var í æfingabúðum hjá Sigga Stormi FÓLK 30 Skrifar með mömmu Björgvin Franz Gíslason verður umsjónarmaður Stundarinnar okkar næsta vetur. FÓLK 30 Leitað að gimstein- um í görðum Skógræktarfélag Reykjavíkur leitar að tré mánaðarins. TÍMAMÓT 18 HJÓLAMENNING Í Nýlenduverzlun Hemma og Valda, sem nýverið tók til starfa á Laugavegi 21, má nú bæði kaupa og leigja City Surfer- borgarhjól. Hjólið hannaði Valdimar Geir Halldórsson eftir stelli sem var í boði í hjólaverksmiðju í Kína. Hjólið er þrettán kíló að þyngd, gíralaust og það má brjóta það saman. Samanbrotið kemst það í skottið á hvaða smábíl sem er. Sé fólk spennt fyrir City Surfer- hjólinu er prufuhjól á staðnum. - glh/sjá síðu 30 Íslensk borgarhjól á Laugavegi: Kemst saman- brotið í skottið VALDIMAR MEÐ CITY SURFER-HJÓL Íslensk hönnun, kínversk framleiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL Íslandi er spáð þriðja lægsta hagvexti í heiminum árið 2008, 0,4 prósentum, samkvæmt nýj- ustu spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í apríl. Einugis er spáð minni hagvexti á Ítalíu, 0,3 prósent- um, og Simbabve, 6,6 prósentum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir enn minni hag- vexti á næsta ári, 0,1 prósenti, og hefur sjóðurinn ekki spáð minni hagvexti hérlendis frá árinu 2002. Spá sjóðsins gerir einnig ráð fyrir að hagvöxtur á Íslandi nái ekki meðaltali hagvaxtar þróaðra landa í heimin- um fyrr en í fyrsta lagi árið 2012. - bþa / sjá síðu 12 Ísland skrapar botninn í nýrri hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Spá minnsta hagvexti í sex ár ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 HAGVÖXTUR Á ÍSLANDI 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Spá Alþjóða- gjaldeyris- sjóðsins ÚRKOMULÍTIÐ Í dag verður yfir- leitt hæg norðlæg átt. Skýjað með köflum víða um land og úrkomu- lítið. Hiti á bilinu 6-15 stig, hlýjast í uppsveitum syðra. VEÐUR 4 14 9 8 8 10 OLÍULEIT Norðmenn hafa dregist verulega aftur úr Íslendingum í undirbúningi fyrir olíuleit og vinnslu á Jan Mayen-hryggnum. Þetta kemur fram í grein á olíu- fréttavefnum Offshore.no. Þróunin veldur þingmönnum Hægriflokks- ins á norska stórþinginu áhyggjum. Þeir gagnrýna norska olíumálaráð- herrann fyrir að vera sofandi gagn- vart norskum hagsmunum. Íslend- ingar og Norðmenn hafi unnið saman að jarðfræðirannsóknum árið 2002 en Norðmenn hafi ekkert gert síðan þá. Olíuleitin á Jan Mayen-hryggnum kom nýlega til umræðu á Stórþing- inu þegar hægrimanninum Ivar Kristiansen „tókst að vekja olíu- málaráðherrann Åslaug Haga,“ eins og tekið er til orða í greininni. Bent er á að Íslendingar séu að kenna Norðmönnum lexíu í þessu máli og spurt hvort olíumálaráðherrann spretti úr spori nú þegar hann hafi verið vakinn af værum blundi. Ivar Kristiansen „er fyrsti stjórn- málamaðurinn sem hefur uppgötv- að að Ísland er langt á undan Nor- egi,“ segir í greininni og bent á að Íslendingar byrji á ferlinu fyrir leyfisveitingu til borunar á Dreka- svæðinu í janúar á næsta ári. Spurt er: „Hvað gerum við ef Íslendingar finna svæði sem teygir sig inn á norskt svæði? Leyfum þeim að framleiða allt sem þeir geta frá sinni hlið?“ Åslaug Haga svaraði spurning- unni neitandi og sagði að Norðmenn væru í viðræðum við Íslendinga. Í greininni er lýst þungum áhyggjum af því að hlutur Norðmanna verði rýrari eftir því sem lengur sé beðið. Þingmennirnir spurðu hvort ekki væri hægt að fara strax í undirbún- ing en ráðherrann sagði að það yrði metið. Greinarhöfundur Offshore óttast að Norðmenn bíði rólegir þar til Íslendingar finni olíu í stað þess að veita fjármagni í rannsóknir í sumar. Íslendingar bori ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár en þó sé engin ástæða til að bíða. - ghs Ísland með forskot í olíuleit við Jan Mayen Norskir þingmenn gagnrýna olíumálaráðherrann. Þeir telja Norðmenn hafa dregist aftur úr Íslendingum í undirbúningi olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum. FÓLK Gullfoss, nýr íslenskur bjór, er væntanlegur á markað í júlí. Ölgerð Reykjavíkur framleiðir bjórinn, sem er bruggaður eftir uppskrift Anders Kissmeyer, fyrrverandi gæðastjóra Carls- berg. Bjórinn verður bruggaður í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi. Heimir Hermannsson fram- kvæmdastjóri segir fyrirtækið leggja áherslu á gott hráefni. Bjórinn Geysir er svo væntan- legur þegar fram líða stundir. - sun / sjá síðu 22 Nýr íslenskur gæðabjór: Gullfoss á markað í júlí norðurlandÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 AIM Festivalá Akureyri 12.-16. júníBLS. 2 Ármúla 36 s.588 1560 www.joiutherji.is EM 2008 – þú færð treyjurnar hjá okkur Ekkert gaman lengur Stefán Þórðarson segist ekki hafa gaman af fótbolta lengur og íhugar að hætta eftir að hafa séð rautt tvo leiki í röð. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG STOKKIÐ TIL SIGURS Margir þeir sem eldri eru hafa af því sívaxandi áhyggjur að ungmenni landsins séu hætt að leika sér upp á gamla mátann og hangi þess í stað fyrir framan tölvu- og sjónvarpsskjái daginn út og inn. Siggi úr Rimaskóla blés á slíkar vanga- veltur og stakk sér til sunds í Elliðaánum í veðurblíðu gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árekstur veiðimanna og ímyndarsmiða „Í ísbjarnarmálinu lýstur tveimur samfélögum saman með óvenju skýrum hætti,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.