Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 4
4 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki JAPAN, AP Orkumálaráðherrar G8- hóps mestu iðn- og olíuneysluríkja heims samþykktu í gær sameigin- lega ályktun þar sem heitið er auknum fjárfestingum í orku- sparnaðarlausnum og vistvænni tækni sem mótvægi við þá miklu kostnaðaraukningu sem olíuverðs- hækkanir valda hagkerfum þeirra og heimsins alls. Fundinn í Japan sátu auk ráðherra G8–ríkjanna, ráðherrar frá Kína, Indlandi og Suður-Kóreu. Í yfirlýsingu hvöttu ríkin olíu- framleiðendur til að auka fram- leiðslu, sem hefur síðustu þrjú ár haldist óbreytt í um 85 milljón fötum á dag. - aa Ráðherrar G8-ríkjanna: Meira fjárfest í vistvænni tækni VALKOSTIR STYRKTIR Orkumálaráðherrar Bandaríkjanna, Japans og Kanada á fundinum í Aomori í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sem tekur við formennskunni í Evrópusamband- inu um næstu mánaðamót, hitti Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands í suðurþýska bænum Straubing í gær. Sarkozy sagði að hann þyrfti á stuðningi Þjóðverja að halda við að framfylgja því markmiði að efla sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusam- bandsins, og fleiri metnaðar full verkefni Evrópusamstarfsins. Í síðustu viku lýsti Sarkozy yfir að Frakkar myndu setja eflingu öryggis- og varnarmálasamstarfs ESB á oddinn á formennskumiss- eri sínu síðari helming þessa árs. - aa Sarkozy hittir Merkel: Vill setja varnar- mál á oddinn NÁIN Sarkozy og Merkel heilsast með virktum í Straubing í Bæjaralandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Á Íslandi eru meira en sjö þúsund óbyggðar sumarbústaðalóðir, eða um 44 prósent allra sumar- bústaðalóða á Íslandi. Heildarverðmæti þeirra er um sjö og hálfur milljarður. Þetta kemur fram í upplýs- ingum frá Fasteignamati ríkisins. Offramboð er af lóðum undir sumarbústaði, að sögn Jóns Hólms Stefánssonar, fasteignasala hjá fasteigna- sölunni Gljúfri. „Bændur og ýmsir sem keypt hafa land á síðustu árum hafa látið skipuleggja lönd undir sumarhúsabyggð,“ segir hann. „Erfitt er að selja lóðirnar frá því að fjármálakreppan byrjaði. Bankarn- ir hafa lánað fólki til kaupa á sumarbústaðalóðum gegn því að það tæki lán hjá þeim fyrir húsbyggingu. Síðan kreppan skall á hafa þeir hins vegar ekki viljað lána fyrir húsunum.“ Að sögn Jóns hefur sala á sumarhúsalóðum verið hæg frá áramótum. Salan hefur þó verið skárri á tilteknum vinsælum svæðum, segir hann. Helst er þar um að ræða uppsveitir Árnessýslu, Grímsnes, svæðið kringum Flúðir, Bláskógabyggð og lönd í Borgarfirði. Svæði nálægt þéttbýliskjörnum á suðvesturhorninu og Norðurlandi seljast betur en önnur. - gh Lánsfjárkreppan hefur komið illa niður á sölu sumarbústaðalóða: Sumarbústaðalóðir seljast illa SUMARBÚSTAÐUR Sala á sumarbústaðalóðum hefur verið hæg undanfarið. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 18° 18° 20° 17° 23° 25° 30° 24° 28° 21° 20° 26° 23° 21° 38° 32° 19° Á MORGUN Hæg breytileg átt. FIMMTUDAGUR Hæg vestlæg átt. Þoku- loft með ströndum. 9 12 8 7 8 8 10 12 14 10 12 4 7 6 4 5 6 4 5 7 5 6 13 12 11 10 15 13 11 14 15 16 ÚRKOMULÍTIÐ Horfur eru á fl ottu veðri víðast hvar þegar líður á vikuna. Úrkomu- laust að mestu og milt. Hægur vindur verður um mestallt land. Má búast við sólríku veðri fram að helgi og jafnvel fram yfi r. Hitinn á bilinu 10-16 stig. Hlýjast til landsins syðra. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður KJARAVIÐRÆÐUR Samstarfshópur háskólamanna hefur farið fram á fund með stjórnvöldum til að leita lausna á kjaraviðræðum stéttar- félaga BHM, verkfræðinga, tæknifræðinga og lyfjafræðinga við samninganefnd ríkisins. Í bréfinu kemur fram að 22 aðildarfélög BHM, auk félaga verkfræðinga og tæknifræðinga, hafi lagt fram kröfugerð um prósentuhækkun launa sem miði að því að draga úr kaupmáttar- skerðingu. - ghs Félög háskólamanna: Vilja fund með ríkisstjórn Hrifsaði fé úr sjóðvél Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða sextíu þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir að hafa í maí 2007 hrifsað 44 þúsund krónur úr sjóðvél Fjarðarkaupa í Hafnarfirði og hlaupið á brott. Maðurinn hefur kom- ist ítrekað í kast við lögin frá 2002. DÓMSTÓLAR SAMGÖNGUR „Við vorum farin að sjá mjög há tilboð og heyra frá verktök- um sem ekki voru verðtryggðir, sem töldu sig ekki geta staðið við gerða samninga vegna þessara hækkana,“ segir Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri. Vegagerðin hefur ákveðið að verðtryggja öll jarðvinnu- og bygg- ingarverk tímabundið. Verktakar fá því greiddar verðbætur fyrir breyt- ingu á vísitölum umfram þrjú pró- sent á ári. Útboð Vegagerðarinnar hafa hingað til aðeins verið verð- tryggð ef þau eru til lengri tíma en tólf mánaða. Hreinn segir það hagstæðara fyrir Vegagerðina að fara þessa leið. Þá þurfi verktakar ekki að velta því fyrir sér hver verðbólgan verði í framtíðinni, eða hver þróunin á verði á eldsneyti og hráefni geti orðið. Tilboðin ættu að vera hag- stæðari vegna þess. Einhver kostnaður mun falla á Vegagerðina vegna þessa, en Hreinn segir erfitt að áætla hversu mikill kostnaðurinn verði. Kostnaðurinn geti þó jafnast út að mestu vegna eðlilegri tilboða. „Það eru mörg verð á leið í tilboð, og þessi ráðstöfun er hugsuð til þess að [...] við séum að fleyta okkur yfir verðbólgukúfinn og tryggja betri og eðlilegri tilboð,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Ekki er um að ræða afturhvarf til þess tíma þegar flestir samningar voru verðtryggðir, segir Kristján. Ástandið sé einfaldlega óvenjulegt og við því hafi Vegagerðin orðið að bregðast. Samtök iðnaðarins fóru nýverið fram á það við Vegagerðina að komið yrði til móts við verktaka vegna verðbólgu og hækkandi verðs á aðföngum. Hreinn segist ekki reikna með því að verktakar segi sig frá verkum nú þegar verkin séu verðtryggð. Verðtryggingin er tímabundin, og verður endurskoðuð í lok árs, segir Hreinn. Hann bendir á að sama leið hafi verið farin árið 2001, með góðum árangri. brjann@frettabladid.is Vegagerðin fleytir sér yfir verðbólgukúfinn Vegagerðin mun verðtryggja öll jarðvinnu- og byggingarverk út árið. Verktakar töldu sig ekki geta staðið við tilboð vegna efnahagsástandsins. Vonandi ekki afturhvarf til fyrri tíma segir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Danir eiga bestu strendurnar Bestu baðstrendurnar á Norðurlönd- um eru í Danmörku, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten. Í Noregi eru bara fimm baðstrendur sem þykja verulega góðar, 34 í Svíþjóð, 216 í Danmörku, tvær á Íslandi og ein í Finnlandi. NORÐURLÖND LANDSBYGGÐIN „Menn hafa verið að ræða það hér að það væri gaman að hafa lifandi ísbjörn hérna en það gæti þó orðið býsna flókið,“ segir Valgarður Hilmars- son, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. „Það væri gaman að hafa hún í búri en hann stækkar náttúrlega,“ segir hann kankvís. „Þetta yrði auðvitað mjög dýrt en það er allt hægt ef út í það er farið. En svo var náttúrlega ísbjörn á leiðinni hingað til okkar á ráðstefnu sem haldin var vegna opnun hafísset- ursins en hann var bara nokkuð seinn fyrir og síðan var hann bara veginn í Skagafirði,“ segir hann og hlær við. - jse Blönduósbær : Vilja fá ísbjörn FRAMKVÆMDIR Verktakar íhuguðu að segja sig frá verkum sem samið hafði verið um, vegna verðbólgu og verðhækkana á olíu og öðrum hráefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta magnar upp verðbólguna að lokum, þar sem hver bítur í skottið á öðrum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Fyrir fimmtán til tuttugu árum voru flestir langtímasamningar með verðtryggingu, allt frá verksamning- um til húsaleigusamninga. „Ég vona að við séum ekki að fá vísitölutengingar hægri vinstri, það væri afturhvarf og til þess fallið að auka á vandann,“ segir Edda Rós. Verðtryggingin getur verið skyn- samleg fyrir Vegagerðina, segir Edda Rós. Séu verktakar svartsýnir á að verðbólgan lækki skili þeir væntan- lega hærri tilboðum en ella. Fyrirtæki reyna nú í auknum mæli að velta gengisáhættu yfir á kaupendur, sem endurspeglar að verðbólguvæntingar hafa aukist, segir Edda Rós. Hún segir ekki óeðlilegt að fyrirtæki reyni að tryggja sig gegn gengisbreytingum með þessum hætti, það sé fylgifiskur óvissu í efnahagsmálum. MAGNAR UPP VERÐBÓLGUNA AÐ LOKUM GENGIÐ 09.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,4684 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,23 75,59 148,7 149,42 118,78 119,44 15,923 16,017 14,961 15,049 12,703 12,777 0,7114 0,7156 122,71 123,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.