Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 8
8 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Í raun er ekki enn hönd á festandi hvernig ríkisstjórnin mun efnislega svara mann- réttindanefndinni. Það er bara vísað í stjórnarsáttmála um að kvótakerfið verði skoðað,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Ég bjóst nú ekki við miklu miðað við svar ráðherra á þingi við fyrirspurn minni. Hann ræðir um að reynt verði að nálgast mannrétt- indi en ekki liggur fyrir hvern- ig. Þá fá þeir sem brotið var á engar bætur. Við vitum því ekkert á hvaða vegferð þetta er, enda ekkert samráð haft við stjórnarandstöðuna. Mér finnst samt megininntakið í svari sjávarútvegsráðherra vera það að ekki eigi að breyta neinu í kerfinu og það er náttúrlega ótækt.“ - kóp ENN ÓLJÓST HVERNIG BREGÐAST Á VIÐ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Segir enn óvissu um viðbrögð ríkisstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er ekkert svar frá ráðherra, hér er bara verið að drepa málum á dreif,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna. „Álit nefndarinnar, sem við höfum skuldbundið okkur til að fara eftir, er hundsað. Síðan eru óljós vilyrði um einhverja endurskoðun án nokkurra tímasetninga og því lýst yfir að hugað verði að breytingum „í átt að álitinu“. Við verðum að virða mann- réttindi, ekki eitthvað í átt að þeim.“ Jón kvartar yfir algjörum skorti á samráði. „Hvorki Alþingi né sjávarútvegsnefnd er höfð með í ráðum í svona mikilvægu máli. Við fengum upphaflega ekki að vita af málinu fyrr en á miðjum vetri, þó að erindið hafi komið fram í desember. Það vantar allt samráð um þetta.“ - kóp ÁLIT NEFNDAR- INNAR ER HUNDSAÐ JÓN BJARNASON Segir að nefndinni sé ekki svarað efnis- lega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég gleðst yfir þeim vilja sem kemur fram til að ráðast í endurskoðun á fiskveiði- stjórnunarkerfinu, en tel að það þurfi að vinda sér strax í þá vinnu, ekki eingöngu vegna mannréttindanna heldur líka vegna minni útgerða og smábáta,“ segir Karl V. Matthíasson, Samfylk- ingunni. „Mér finnst svarið frekar vægt, svo vægt sé til orða tekið. Ég hefði viljað sjá mun skýrari og ákveðnari svör og að það hefði verið skoðað hvernig hægt hefði verið að koma til móts við mennina sem hrundu málinu af stað.“ Karl segir að kvótakerfið verði að endurskoða. „Eins og það er í dag ber það dauðann í sér fyrir stóran hluta smábáta og minni útgerða. Endurskoðunar er sannarlega þörf.“ - kóp FINNST ALLT OF VÆGT TIL ORÐA TEKIÐ Í SVARI KARL V. MATTHÍASSON Vill að menn einhendi sér í endurskoð- un á kvótakerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Ég tel að svarið sé mjög eðlileg fyrstu viðbrögð til nefndarinnar. Að mínu áliti hefði hins vegar mátt hafa meira samráð við stjórnar- andstöðuna,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknar- flokki. Hún segist ekki hafa talið að álit nefndarinnar kallaði á umbyltingu kvótakerfisins. „Ég styðst við álit sérfræð- inga í þeim efnum. Ég tel eðlilegt að menn taki sér tíma í að endurskoða kerfið og það er boðað að það verði gert á kjörtímabilinu. Það er ekki hægt að bjóða sjávarútveginum neinar kollsteypur og við verðum að vanda okkur.“ Valgerður segist samþykk því að bótakröfur eigi sér ekki stoð í landsrétti. Við það sé stuðst við álit fjölmargra lögfróðra manna. - kóp MJÖG EÐLILEG FYRSTU VIÐ- BRÖGÐ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Telur svarið eðlilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR „Ég er hæstánægður, þetta er nákvæmlega sama bullið og ég bjóst við. Það kemur ekk- ert af viti úr þessum manni,“ segir Örn Sveinsson skipstjóri um svar sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar SÞ. Örn var annar þeirra sem nefndin vildi að íslensk stjórnvöld greiddu bætur vegna kvótaleysis. Hann segir málinu alls ekki lokið, en vill ekkert gefa upp um næstu skref. „Ég tel augljóst að nefndin mun ekki sætta sig við þetta svar. Við munum fá okkar þótt síðar verði. Ég er hrædd- ur um að það þurfi að taka þá og kreista aðeins til að fá eitthvað út úr þeim. Við sjáum samt til hvað Samfylkingin segir. Hún getur ekki skákað endalaust í skjóli samstarfsflokksins. Það mun gusta um hana líka.“ - kóp SAMA BULLIÐ OG ÉG BJÓST VIÐ FRÁ ÞEIM ÖRN SVEINSSON Segir svarið eins og við var að búast. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Kallað eftir endurskoðun Stjórnarandstaðan gagnrýnir samráðsleysi vegna svars til mannréttindanefndar SÞ. Varaformaður sjávar- útvegsnefndar vill uppstokkun kvótakerfisins. Vinstri græn og frjálslyndir segja í raun ekkert koma fram í svarinu, en framsóknarmenn styðja það. Upphafsmaður málsins segir því alls ekki lokið. ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 27 11 0 6. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla á sannkölluðum úrvalskjörum. Toyota Avensis Sol 1800 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.06 Ekinn: 54.000 km Verð: 2.600.000 kr. Skr.nr. OF-072 Tilboðsverð: 1.990.000 kr. Toyota Corolla W/G 1400 Bensín 5 gíra Á götuna: 06.04 Ekinn: 105.000 km Verð: 1.360.000 kr. Skr.nr. ML-184 Tilboðsverð: 1.160.000 kr. Toyota Corolla W/G 1400 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.06 Ekinn: 42.000 km Verð: 1.660.000 kr. Skr.nr. TR-131 Toyota RAV4 GX 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.06 Ekinn: 58.000 km Verð: 3.360.000 kr. Skr.nr. OR-941 Toyota RAV4 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 12.04 Ekinn: 92.000 km Verð: 2.600.000 kr. Skr.nr. RU-948 Tilboðsverð: 2.090.000 kr. Toyota Avensins 1800 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.06 Ekinn: 38.000 km Verð: 2.550.000 kr. Skr.nr. PM-494 Tilboðsverð: 1.990.000 kr. SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA Á BETRA VEÐRI EN AÐRIR 1 Hvað heitir formaður Félags framhaldsskólakennara? 2 Hversu margar kærur bárust úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála í fyrra? 3 Hvað heitir knattspyrnu- maðurinn sem skoraði bæði mörk þýska landsliðsins gegn því pólska á sunnudaginn? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30 NOREGUR GPG Investment á Húsavík sem á fiskverkunina GPG Norge tekið ákvörðun um að hætta allri starfsemi í Noregi. Í fréttum NRK hefur komið fram að íslensku eigendurnir hafi viljað selja reksturinn en stjórnendur GPG segja að ekki hafi tekist samkomulag um söluna og því hafi ákvörðun um lokun verið tekin. Um eitt hundrað starfsmenn hjá GPG fiskverkun í Noregi hafa ekki fengið launin sín greidd í sex vikur en fiskverkuninni var lokað fyrir nokkrum vikum. - ghs PG Investment í Noregi: Rekstri hætt Kosið um kjarasamning FÍA hefur nýlega skrifað undir kjara- samning við Flugfélag Íslands og lýkur atkvæðagreiðslu á föstudag. Þá hefur nýlega verið samið við Air Atlanta. Viðræður eru í gangi við Flugfélagið Erni og Landhelgisgæsluna. KJARAMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.