Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 18
[ ]Vökvatap getur átt sér stað í líkamanum þegar við æfum mikið. Mikilvægt er fyrir hlaupara að hafa vatn með sér á lengri hlaupum til að koma í veg fyrir ofþornun. Villt náttúra geymir margar nytja- og lækningajurtir sem eru aldrei betri en á þessum árstíma þegar þær eru í sem örustum vexti. Ingólfur Guðna- son garðyrkjufræðingur í Engi í Biskupstungum er fróður um íslensku flóruna. „Íslensku grösin eru mörg hver þrungin af bæti- og steinefnum, einkum snemma sumars,“ segir Ingólfur, sem hefur kynnt sér nytja- jurtir í íslenskri náttúru. „Margt af því sem vex við fætur fólks uppi í sveit og við sumarbústaðinn er upp- lagt á borðið, bæði til átu og drykkj- ar,“ heldur hann áfram og tekur njóla, túnsúru, fíflalauf og hvönn sem dæmi um heppilegar jurtir í salatskálina. „Túnsúran er ein þeirra plantna sem fólk beið eftir á vorin áður fyrr. Njólinn var líka tekinn snemma og fíflalaufin eru ágæt á þessum tíma áður en remm- an kemur í þau, eins og líka nýsprott- in hvannablöð. Síðan eru birki, maríustakkur og ljónslappi góð í jurtaseyði um þetta leyti og þóttu holl og styrkjandi eftir veturinn. Skarfakálið er þekkt C-vítamín- auðug fjörujurt, bragðið er sterkt og minnir á piparrót. Fjallagrös, söl og ætihvönn eru þó þrjár algeng- ustu tegundirnar sem allir notuðu. Þær þykja með afbrigðum hollar. Hvannarótin var ein mikilvægasta nytjajurtin. Hún var tuggin hrá, hún var steikt og hún var soðin í mjólk.“ Te- og lækningajurtirnar eru kröftugastar í kringum Jónsmess- una að sögn Ingólfs og telur hann upp blóðberg, einiber, birki, vall- humal, ljónslappa, maríustakk, baldursbrá, mjaðjurt, aðalbláberja- lauf og rjúpnalauf; þekktar drykkjar- jurtir bæði vegna bragðsins og holl- ustunnar. „Þær er kjörið að þurrka,“ segir hann. „Maður verður bara að gæta þess að ganga ekki nærri plöntunum heldur umgangast þær með virðingu og tína hóflega á hverjum stað og gott er að hafa skæri með sér við söfnunina.“ Ingólfur segir kalt vatn verða enn meira svalandi ef bætt sé út í það bragðmiklum jurtum, súru, birki, skarfakáli eða ferskri myntu úr garðinum. „Fersk blöðin eru látin standa í köldu vatni um stund,“ lýsir hann. „Þau gefa frískandi keim og einnig steinefni, ekki spillir sítr- ónu- eða súraldinsneið með.“ Hann kann líka að búa til bragðsterkari kaldan drykk úr birkilaufi og í lokin koma leiðbeiningar um gerð hans. „Maður safnar slatta af ungu og fersku laufi, fyllir pott með því og hellir sjóðandi vatni yfir. Þetta er látið standa yfir nótt í ísskáp. Eftir það er laufið síað frá og svo má bæta hunangi eða sykri út í. Þetta er hægt að geyma í ísskáp í nokkra daga og þá er fólk komið með nær- ingarríkan og fínan íslenskan svala- drykk.“ gun@frettabladid.is Íslensk grös gersemar Ljónslappi er ein íslensku teplantnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN „Maður verður bara að gæta þess að ganga ekki nærri plöntunum heldur umgangast þær með virðingu og tína hóflega á hverjum stað,“ segir Ingólfur, sem sjálfur ræktar kryddjurtir og grænmeti í Engi í Biskupstungum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Frábærir og ódýrir grænmetisréttir. Grænmetisveitingastaðurinn Á grænni grein er eins árs. Við þökkum frábærar móttökur á árinu og blásum til afmælisveislu þriðjudag og miðvikudag. Boðið verður upp á smakk, smárétti og fría afmælisköku fyrir viðskiptavini. Einnig verður glaðningur og andlitsmálun fyrir börnin frá kl. 14:00-17:00. Komið og bragðið á hollum og ljúffengum réttum, opið er frá 11:00-19:15. Hagstæð tilboð út vikuna. Veitingastaðurinn Á grænni grein, Bláu húsunum Faxafeni, Suðurlandsbraut 52. agraennigrein.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.