Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 19
[ ]Prjónaskap er gott að kunna og gaman að geta prjón-að flottar flíkur á sig og aðra. Þó að nú sé sumar er aldrei of snemmt að skella sér á prjónanámskeið og byrja að prjóna fyrir næsta vetur. Endurmenntun býður nú upp á þriggja anna leiðsögunám á háskólastigi. Námið er sveigjan- legt og hentar bæði fólki sem er í vinnu og þeim sem kjósa fjarnám. „Við teljum þetta mjög jákvætt skref fyrir leið- sögumenn,“ segir Jóhanna Rútsdóttir, verkefna- stjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, sem býður upp á leiðsögunám á háskólastigi frá og með næsta hausti. Námið er sambærilegt einu ári í háskóla, eða sextíu ECTS-einingum, en skiptist niður á þrjár annir. „Námið er sniðið að fólki sem er í vinnu. Kennt verður tvo seinniparta í viku, þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 16.10 til 20. Ein námsgrein er kennd í einu og lýkur henni með prófi áður en sú næsta hefst,“ segir Jóhanna en einnig er hægt að taka námið að mestu leyti í fjar- námi. „Fólk getur verið statt hvar sem er í heimin- um. Það fer bara inn á vefsvæði skólans þegar því hentar og sækir tímana þar.“ Námið býður upp á ýmsa möguleika. Lærðir leið- sögumenn geta nýtt sér námið sem ákveðna endur- menntun og keypt sig inn í stök námskeið. Þeir sem huga að háskólagráðu geta fengið námið metið inn í deildir háskólans. „Ferðamálaskor og hugvísinda- deild meta námið inn í grunnnám á háskólastigi. Fólk getur til dæmis lokið BA-námi í þýsku eða frönsku með leiðsögunámið sem aukagrein.“ Námið er mjög fjölbreytt og megináhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með erlenda ferðamenn. „Farið verður í ótal þætti varðandi ferðaþjónustu á Íslandi, náttúrufar, sögu og menn- ingararf Íslands, íslenskt nútímasamfélag, heilbrigðis kerfið og viðskiptalífið svo eitthvað sé nefnt. Síðan er auðvitað farið í þá þætti sem snúa að leiðsögumanninum svo sem hópstjórn og fram- söguhæfni.“ Inntökuskilyrði í námið eru stúdentspróf eða sambærilegt nám, sem og gott vald á íslenskri tungu. Einnig þreytir fólk inntökupróf í því máli sem það hyggst nýta sér í leiðsögninni. „Þörfin fyrir leiðsögunám á háskólastigi er greinilega til staðar en við sjáum á umsóknunum að þetta er til- boð sem fólki líkar vel við. Við höfum fengið tölu- vert mikið af umsóknum en enn er opið og við tökum öllum mjög vel og fagnandi.“ mariathora@frettabladid.is Leiðsögunám í háskóla Nýja leiðsögumannanámið er sveigjanlegt og hentar fólki sem er í vinnu. „Boðið er upp á vaxtalausa greiðsludreifingu skóla- gjalda, sem margir hafa nýtt sér,“ segir Jóhanna Rútsdóttir, verkefnastjóri Endurmenntunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í leiðsögunámi er fólk meðal annars þjálfað í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu. Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.