Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 22
 10. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● norðurland Framundan er mikið fjör á Akureyri þar sem AIM Festival er nú haldin þar í þriðja skipti. „AIM Festival stendur fyrir Akureyri International Music Festival en tildrög hennar eru að Pálmi Gunnarsson og Jón Hlöð- ver Áskelsson tónskáld vildu hressa upp á bæinn og bjóða upp á fallega, alþjóðlega tónlist. Þeir ákváðu að halda tónlistarhátíð og sex vikum síðar var fyrsta hátíð- in haldin árið 2006,“ útskýrir Guð- rún Þórsdóttir, framkvæmdastýra hátíðarinnar, og heldur áfram: „Þá kom til okkar hljómsveitin La- mont Cranston Blues Band sem er fyrirmynd The Blues Brothers og var hér þriggja daga blúshátíð með ýmsum góðum flytjendum, en markmiðið var síðar að geta boðið upp á allar tegundir tónlist- ar á einum stað.“ Hátíðin stækkaði töluvert árið eftir en þá tóku níutíu tónlistar- menn frá fjórtán þjóðlöndum þátt. „Það voru í raun fleiri tónlistar- menn en hátíðargestir,“ segir Guð- rún um hátíðina, sem hefur vaxið ásmegin síðan 2006 og er dagskrá- in í ár mjög fjölbreytt. „Í fyrra stækkaði hátíðin og við vorum með pönk, klassík, rokk, blús og popp og ætlum að halda því áfram. Þetta árið má nefna íslenska flytjendur eins og Mannakorn, Mugison, Hjálma, Park Projekt og Hrund Ósk Árnadóttur og innan klassíska geirans eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Mótettukór Hallgrímskirkju. Síðan er Rokka- billíjazzsveitin Hoodangers frá Ástralíu sem er mjög skemmtileg og Kim Records verða með sér- stakt útgáfukvöld.“ Nánari upplýsingar um hátíð- ina má finna á netsíðunni www. aimfestival.is. Þar er einnig hægt að tryggja sér miða á alla viðburði sem í boði eru frá fimmtudeginum 12. júní til mánudagsins 16. júní, þar sem Hvanndalsbræður slá botninn í hátíðina. - hs Fjölbreytni í fyrirrúmi Hljómsveitin Mannakorn með Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi heldur stórtónleika þar sem gestaleikarinn Sebastian Studnitzky kemur fram. Á AIM-hátíðinni í fyrra hélt argentínska tangóhljómsveitin Fernandez Fierro glæsilega tónleika sem enn er talað um. RÚV sýndi heimildarmyndina „Orquesta tipica Fernandez Fierro“ sem fjallar um þessa rómuðu hljómsveit. Alþjóðleg tónlistarhátíð á Akur- eyri dagana 12.-16. júní 2008 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 16.30 Opnun AIM Festival. Höepfnersbryggja hjá Siglingaklúbbi Nökkva. Valsað í háloftunum, Arngrímur Jó- hannsson dansar á svifflugvél sinni. Bein útsending á Rás 2 FM 96,5. 20.00 Ferð án fyrirheits, Steinn Stein- arr í 100 ár. Akureyrarkirkja. 21.00 Park Projekt og blúsdrottningin Hrund Ósk Árnadóttir auk Sebastian Studnitzky og Hoodangers frá Ástral- íu. Jazzklúbbur Akureyrar. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 20.00 Bílskúrsrokk. Húsið. 21.00 Stórtónleikar með Mannakorn- um. Gestaleikari er Sebastian Stud- nitzky. 21.00 Múgsefjun og Sickbird. Græni hatturinn. 23.30 Hjálmar. Græni hatturinn. 00.00 Hljómsveitin Von leikur fyrir dansi. Vélsmiðjan. 00.00 Splash partý. Sjallinn LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 20.30 Bráðavaktin. Sjallinn. 21.00 Rokkabillíjazzsveitin Hoodangers frá Ástralíu. Marína. 22.30 Kimi Records kvöld. Mugison, Retro Stefson, Helgi og hljóðfæraleik- ararnir. Græni hatturinn. 00.00 Hljómsveitin Von leikur fyrir dansi. Vélsmiðjan. 00.00 N3, tónelskir grínarar. Sjallinn. SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 15.00 Víkingur Heiðar Ólafsson flyt- ur valsa eftir Brahms og Beethoven. Ketilhúsið. 17.00 Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur Vesper eftir Rachmaninov. Einsöngv- arar eru Vladimir Miller ofurbassi, Ne- bojsa Colic tenór og Auður Guðjohn- sen alt. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 21.30 Eyfirska gleðisveitin Hvanndals- bræður. Græni hatturinn. 22.00 Helgi og hljóðfæraleikar arnir. Sjallinn. 00.00 Skítamórall. Sjallinn. DAGSKRÁ AIM FESTIVAL 2008 Sýningin Af fingrum fram var opnuð nýlega í Heimilisiðnaðar- safninu á Blönduósi en sú hefð hefur skapast að seta þar upp nýja textílsýningu á hverju sumri til að auka á fjölbreytnina og gæða safnið auknu lífi. Nú sýnir lista- konan Sóla þar ofin og þæfð verk sem munu gleðja augu gesta í sumar, ásamt því fjölbreytta hand- verki sem fyrir er. Á annað hundr- að manns voru við opnunina og var þeim boðið upp á kaffi og kleinur. Alma Einarsdóttir, sjö ára á ný- saumuðum upphlut, færði lista- konunni blóm. Margar aðrar skörtuðu nýjum þjóðbúningum enda lauk nýverið fjörutíu klukku- stunda þjóðbúninganámskeiði á safninu undir stjórn Helgu Sigur- björnsdóttur frá Sauðárkróki. Sóla heitir fullu nafni Snjó- laug Guðmundsdóttir og býr á Brúarlandi í Borgarfirði þar sem hún rekur Gallerí Sólu. Hún var kornung þegar hún lærði að vefa af móður sinni Margréti Bjarna- dóttur vefnaðarkennara sem starfrækti vefstofu á Ísafirði um árabil. - gun Þæfð og ofin listaverk Hnettir heitir þetta verk Sólu. MYND/HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ Ásbjörn Björgvinsson, for- stöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðs- skrifstofu ferðamála á Norður- landi og tekur við starfinu um miðjan ágúst. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, MFN, hefur starf- að frá árinu 2003 og er samstarfs- vettvangur Norðurlands í ferða- málum. Hún er í eigu Ferðamála- samtaka Norðurlands eystra og Norðurlands vestra og eru helstu markmið að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlend- um og erlendum ferðamönnum. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalasafnsins á Húsavík, kom að stofnun stofunnar á sínum tíma og tekur nú við framkvæmda- stjórastöðu stofunnar um miðj- an ágúst. „Upphaflega flutti ég norður til að stofna Hvalasafnið fyrir tíu árum. Nokkru síðar kom ég að stofnun Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og var þar stjórnarformaður fyrstu þrjú árin. Í dag er Hvalasafnið í mikl- um blóma og því góður tími til að takast á við nýjar verkefni,“ segir Ásbjörn sem hefur um árabil unnið ötullega að ferðamálum á Húsa- vík og verið einn af framámönn- um í norðlenskri ferðaþjónustu. Hann hefur gegnt ýmsum félags- störfum innan ferðaþjónustunn- ar og í opinberri stjórnsýslu. Þar á meðal var hann í ráðgjafahópi um stofnun Vatnajökuls- og Jökulsár- þjóðgarðs, verið stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands og formaður umhverfisnefndar Sam- taka ferðaþjónustunnar. „Ég hlakka mjög til að takast á við þennan nýja starfsvettvang og þá áskorun sem starfinu fylgir. Markaðsskrifstofuna og starf henn- ar þekki ég vel allt frá upphafi og veit að þar hefur verið unnið gott starf fyrir norðlenska ferðaþjón- ustu undir stjórn Kjartans Lárus- sonar. Mín ætlun er að halda áfram á sömu braut, enda er meðbyr með starfinu sem best sést á þátttöku sveitarfélaganna á Norðurlandi í verkefninu. Markaðsskrifstof- an hefur að mínu mati fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og tilgang, verkefnin eru næg og við vitum að þetta samstarf í ferðaþjónustu á Norðurlandi hefur orðið fyrirmynd annarra í svipuðum verkefnum á landinu.“ - rh Ný áskorun fram undan Ásbjörn hefur starfað ötullega að efl- ingu ferðamála á Norðurlandi síðastliðin tíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR ● FJÖRUHLAÐBORÐ-BJARTAR NÆTUR Á Vatnsnesi er fjölskrúðugt dýralíf, fjölmörg náttúruundur og magnaðar söguslóðir. Víðast hvar er auðvelt að nálgast selinn til að sjá hann í návígi, svo dæmi sé tekið. Um Jónsmessuna er haldin vegleg hátíð í Hamarsbúð á Vatnsnesinu, Fjöruhlaðborð – Bjartar nætur. Þar framreiða húsfreyjurnar á Vatnsnesi margs konar sælkerarétti sem sumir hverjir eru afar fáséðir á borðum landsmanna eins og selkjöt, skötukæfa, rúsínublóðmör og blóð- pönnukökur svo fátt eitt sé nefnt. Er það í bland við nýrri matarhefðir og er löngu þekkt víðar um land. Þetta árið verður umrædd hátíð haldin í Hamarsbúð laugardaginn 21. júní og hefst kl. 19. Sjá www.northwest.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.