Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2008 „Þetta er verk um manneskjur sem leita að hetjunni í sjálfri sér. Er hægt að breyta heiminum eða er nóg að vinna í manni sjálfum? Eru hversdagshetjur líka hetjur?“ segir Þorleifur Arnarsson um verk Símonar Birgissonar sem setja á upp í ágúst. Verkið gengur undir nafninu Hetjur og verður leikstýrt af Þor- leifi. Að sögn Símonar fjallar það um fólk á aldrinum 25-30 ára, sem reynir að gera upp við fortíð sína. Jafnframt er velt upp spurningum um sannleikann. „Ætli það verði ekki fullt af þrá, nálægð og raun- veruleika,“ sagði Þorleifur „því seinasta verk var fullt af blóði, kynlífi og kókaíni og ég er alltaf að svara sjálfum mér.“ Þá á hann við seinustu sýningu sína, Gegen die Wand, sem sett var upp í Schwerin í Þýskalandi og hlaut lof gagnrýn- enda. Félagarnir kynntust í Berlín, en Þorleifur leggur lokahönd á leik- stjórnarnám við Ernst Busch-skól- ann. Símon hefur hins vegar verið að sýna með þýska leikhópnum Rimini Protocol, en hann fékk leik- listarverðlaun Evrópu á dögunum. Leikhópinn, Kreppuleikhúsið, skipa þau Þórunn Arna Kristjáns- dóttir og Walter Geir Grímsson, auk Vignis Þórs Valþórssonar úr leikhópnum Vér morðingjar. Verkið verður sýnt á sviðslistahátíðinni artFart og bregður sér á Vestfirði í kjölfarið. Spurður um hvort íslenskt leik- listarlíf standi sig ekki í stykkinu gagnvart ungu fólki svaraði Símon: „Til hvers að gagnrýna, er ekki skemmtilegra að framkvæma?“ - kbs Skemmtilegra að framkvæma LIST FYRIR ÍSLENDINGA, ÆTTUÐ ÚR ÞÝSKALANDI Þorleifur Arnarsson og Símon Örn Birgisson setja upp leiksýningu í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Danshópurinn Íslenska hreyfiþró- unarsamsteypan verður á ferð og flugi í sumar. Fyrst er ferðast til Spánar á dansnámskeið. Svo er ferðinni heitið til St. Érme í Frakk- landi að semja nýtt íslenskt dans- verk. Dvalið verður í kastala á vegum Performance Art Forum. Stelpurnar eru hins vegar styrkt- ar af Reykjavíkurborg og Ungu fólki í Evrópu. „Við erum ekkert að fara að versla í H&M, en þetta er voða krúttlegt,“ segir Ragnheiður Sig- urðardóttir Bjarnarson, einn dans- aranna, um St. Érme. Auk hennar eru Ásgerður Guðrún Gunnars- dóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Vigdís Eva Guðmundsdóttir og Melkorka Magnúsdóttir í hópnum. „Það var ótrúlega auðvelt að fá pláss í kastalanum. Við sóttum um og fengum svar örugglega fimm mínútum síðar,“ segir Ásgerður. Flakkið er allt að því táknrænt fyrir hópinn, en þær hafa unnið út frá þemanu: „where do we belong“ eða „hvar eigum við heima“ í tvö ár. „Maðurinn er alltaf að flokka allt og hlýtur að spyrja sig, eins og við spyrjum okkur, á ég heima í því sem ég er að gera? Er ég í rétt- um flokki?“ segir Ragnheiður. Hópurinn sýndi verk í vinnslu á 108 Prototype seinustu helgi og hefur þegar fengið góðar mót- tökur. Ferðalaginu lýkur svo á mölinni á artFart í ágúst. - kbs Dansa í frönskum kastala VITA EKKI HVAR ÞÆR EIGA HEIMA Vigdís E. Guðmundsdóttir, Ragnheiður S. Bjarnarson og Ásgerður G. Gunnars- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Miele ryksugurMeðal fáanlegra fylgihluta: TILBOÐ kr.: 18.900 Eignastu lögin af nýjustu plötu Bubba á undan öllum Lifðu núna Nú getur þú keypt lögin af væntanlegri plötu Bubba Morthens hjá Vodafone og spilað þau aftur og aftur úr símanum þínum. Prófaðu hvað þetta er þægilegt, náðu í titillagið Fjórir naglar með því að senda SMS skilaboðin lag Bubbi í 1900 eða farðu á vodafone.is. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.