Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 38
22 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ALBA MAMMA Jessica Alba og nýbakaður eigin- maður hennar, Cash Warren, eign- uðust dóttur um helgina. Það er því komið að því sem Alba óttast mest, en hún sagði nýlega í viðtali að hún hræddist brjóstagjöf meira en fæðinguna sjálfa. Sú litla er enn ónefnd. Popp- stjörnurn- ar flykkjast um forseta- frambjóð- andann Bar- ack Obama. Bruce Springsteen, David Cros- by, Will.I.am og bönd eins og R.E.M., Arcade Fire og Red Hot Chili Peppers styðja hann og nú hefur risapoppari bæst við, sjálf- ur Bob Dylan. Í viðtali við The Times í London leyndi Dylan ekki hrifningu sinni. „Nú höfum við mann sem er að endurskilgreina eðli stjórnmála og eðli stjórn- málamannsins... Barack Obama,“ sagði karlinn. „Ég er vongóður um að hlutirnir breytist. Sumt verður hreinlega að breytast.“ Bob Dylan styður Obama BOB DYLAN Ölgerð Reykjavíkur sendir frá sér gæðabjórinn Gull- foss á næstu vikum. Fram- kvæmdastjórinn Heimir Hermannsson segir mikla áherslu lagða á að nota besta fáanlega hráefni til bruggunarinnar. „Við byrjum að brugga í byrjun júlí, og vonum að hann verði kom- inn á markað svona þremur, fjór- um vikum síðar,“ útskýrir Heimir Hermannsson, framkvæmda- stjóri Ölgerðar Reykjavíkur, en hann á fyrirtækið ásamt bróður sínum, Helga. „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmu ári. Við tókum saman lista með nöfnum fimm bestu bruggara í Evrópu með það fyrir augum að fá ein- hvern af þeim til samstarfs með okkur,“ útskýrir Heimir. Anders Kissmeyer, danskur bruggari sem var gæðastjóri hjá Carlsberg í tuttugu ár, var efstur á umrædd- um lista, og er nú í samstarfi við Ölgerð Reykjavíkur. „Hann hreifst af hugmyndafræðinni okkar, sem er að nota besta fáan- lega hráefnið, sama hvaðan það er. Sumt er betra frá Ameríku og annað er betra í Evrópu,“ útskýrir Heimir. „Þetta er líka eins og með vínið, slæmt sumar í Tékklandi getur þýtt að humlarnir þaðan séu ekki nógu góðir,“ bætir hann við. Heimir segir hágæðabjór vera í mikilli sókn. „Í Evrópu hefur orðið til sérmarkaður fyrir hágæðabrugghús á síðustu fimm- tán árum eða svo, á meðan hefð- bundni bjórmarkaðurinn hefur dregist saman,“ segir hann. „Þetta tengist líka ákveðinni hugmynda- fræði í kringum mat sem hefur verið vinsæl, svokallað „slow food“. Með gæðabjórinn er til dæmis ekki verið að ýta á eftir gerjunarferlinu með því að bæta við sykri, og ekki eru sett rot- varnarefni í bjórinn. Gæðabjór- inn er fersk vara, á meðan bjór með rotvarnarefni getur verið margra mánaða gamall þegar neytendur fá hann í hendur,“ útskýrir Heimir. Gullfoss verður framleiddur í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi, eftir uppskrift Kissmeyers og eftir skandinavískum hefðum. Þegar fram líða stundir mun svo bjórinn Geysir fylgja á hæla honum. „Okkur þótti upplagt að gera Geysi líka, fyrst við vorum að byrja á Gullfossi, en það er ekki komin nein dagsetning á hann,“ segir Heimir og brosir. „Þetta er líka skemmtilegt fyrir erlenda ferðamenn og gaman að geta boðið þeim upp á að smakka bæði Gullfoss og Geysi. Við höfum einmitt spurt veitinga- menn hverju erlendir ferðamenn falast eftir þegar kemur að þessu, og þeir segja það helst vera íslenskan bjór. Gullfoss og Geysir verða þá góð viðbót í flóruna,“ segir Heimir. sunna@frettabladid.is Gullfoss og Geysir á flösku GULLFOSS VÆNTANLEGUR Heimir Hermannsson er framkvæmdastjóri Ölgerðar Reykjavíkur, sem sendir íslenska bjórinn Gullfoss frá sér á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BARA EINN TÚR Í VIÐBÓT Paul McCartney snýr sér að barnauppeldi. Ljósmyndabókin Reykjavík út og inn, eftir Braga Þór Jósefsson og með texta eftir Illuga Jökulsson, er nýkomin í verslanir. Bragi hefur haft bókina í smíðum í ein tíu ár, en hann telur Reykjavík hafa verið vanrækta sem myndefni. „Mér finnst að þessa bók hafi lengi vantað á markaðinn. Ljósmyndabækur með landslagi hrúgast inn, en það er mjög lítið til um Reykjavík,“ segir Bragi, sem segir borgina lengi hafa verið eitt af sínum uppáhaldsmyndefnum. Bókin er gefin út á bæði íslensku og ensku, sem Reykjavík Inside Out, og Bragi segir hana því bæði henta innfæddum Íslendingum og gestum hér á landi. „Ég reyndi líka að hafa hana svolítið veglega og sýna Reykja- vík frá öllum hliðum. Þetta eru ekki bara myndir úr miðbænum í sól og sumri, heldur fór ég um alla borg og aðeins í önnur sveitarfélög líka. Ég vildi hafa heillega mynd af borginni eins og hún er í dag, eins og ég sé hana. Ekki bara Hallgrímskirkju og Tjörn- ina.“ Texti Illuga Jökulssonar gerir svo tilurð og þróun borgarinnar skil. „Það er til dæmis fjallað um hvernig Reykjavík fannst, og líka hvernig hún hvarf. Það er nefnilega varla minnst á Reykjavík í mörg hundruð ár, hún er nánast úr sögunni eftir sonarson Ingólfs Arnar sonar,“ útskýrir Bragi, sem er hvergi nærri hættur að festa Reykjavík á filmu. „Ég er sífellt að mynda borgina og ætla mér að gera það áfram. Hvort það verður svo nýtt í eitthvað meira verður tíminn að leiða í ljós,“ segir hann. - sun Reykjavík vanrækt myndefni REYKJAVÍK Í DAG Bragi Þór Jósefsson ljósmynd- ari sýnir Reykjavík frá mörgum hliðum í nýrri bók sinni, Reykjavík út og inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nú styttist í 17. júní og eins og undan farin ár verður fjölbreytt dagskrá í miðborg Reykjavíkur. Fyrir þá sem vilja taka daginn snemma hefst samhljómur kirkju- klukkna í Reykjavík klukkan 9.55, en hátíðardagskrá á Austurvelli hefst svo laust fyrir klukkan ellefu með söng karlakórsins Fóstbræðra, ávarpi fjallkonu og forsetisráð- herra, Geirs H. Haarde, að við- stöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Yngri kynslóðin mun svo sannar- lega ekki fara varhluta af skemmt- uninni í ár, en milli klukkan 13 og 17 verða meðal annars Brúðubíll- inn, trúðar og töframenn í Hljóm- skálagarðinum, skrúðgöngur bæði frá Hlemmi og Hagatorgi og á barna og fjölskylduskemmtuninni á Arnarhóli verða Skoppa og Skrítla, atriði úr Skilaboðaskjóð- unni og Eurobandið svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar uppákomur verða víðs vegar um bæinn, en klukkan 19.30 hefjast tónleikar á Arnarhóli þar sem fram koma meðal annars Hinn íslenski þursaflokkur, Hjaltalín og Nýdönsk. Hálftíma síðar verður dansleikur á Ingólfstorgi og á horni Vonarstrætis og Lækjargötu verða hip-hop tónleikar. Allir ættu því að geta hlýtt á tónlist við sitt hæfi, en dagskránni lýkur klukkan 23. - ag Styttist í 17. júní 17. JÚNÍ Lendir á þriðjudegi í ár, svo það verður ekki löng helgi að þessu sinni. Heimildir herma að Paul McCartney muni á næstunni tilkynna um síðasta risatúr sinn. Í honum ætlar Paul að leika á meira en hundrað tónleikum um allan heim og á ferðin að taka tvö ár. Eftir túrinn hyggst gamli Bítilinn setjast í helgan stein og sinna uppeldi á dóttir sinni, hinni fjögurra ára gömlu Beatrice Milly McCartney. Ekki seinna vænna að meistarinn, sem verður 66 ára í næstu viku, snúi sér að barnauppeldinu! McCartney hættir NÝJASTI SPENNUTRYLLIRINN FRÁ LEIKSTJÓRA THE SIXTH SENSE MEÐ MARK WAHLBERG Í FANTAFORMI! SENDU SMS JA VHP Á NÚMERIÐ 1900! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir og margt fleira! HEIMSFRUMSÝND 11. JÚNÍ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.