Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2008 23 Gavin Rossdale, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Bush, segist aldrei munu syngja dúett með eiginkonu sinni Gwen Stefani. Gavin, sem á tveggja ára son með Gwen, segir ástæðuna fyrst og fremst vera að hann vilji ekki vekja óþarfa athygli á einkalífi þeirra. Gavin kann lítið að meta ágang ljósmyndara og segist vilja vita sem minnst um einkalíf þeirra sem hann metur mikils í tónlist og kvikmyndum. Söngvarinn hefur lítið látið til sín taka í tónlistinni frá því að hljómsveitin Bush lagði upp laupana, en í sumar mun hann fara á tónleika- ferðalag til að kynna nýja breiðskífu sína, Wanderlust. Vill ekki dúett með Gwen GAVIN OG GWEN Parið á von á sínu öðru barni þessa dagana, en fyrir eiga þau soninn Kingston sem er tveggja ára. Hljómsveitin Coldplay býður aðdáendum sínum að hlusta á nýjustu plötu sína, Viva la Vida, or Death and All His Friends, á myspace-síðu sveitarinnar, myspace.com/coldplay. Platan kemur út 12. júní í Bretlandi, en 16. júní hérlendis. Eru lög skífunnar opin almenningi í viku. Seinasta plata sveitarinnar, X&Y, kom út 2005 og er því líklegt að unnendur Coldplay stökkvi á þetta tækifæri að heyra nýtt efni frá sveitinni. Coldplay á Myspace COLDPLAY Chris Martin og félagar gefa út nýja plötu í vikunni. Miðasala á tónleika Tindersticks á Nasa hinn 11. september hefst í dag á sölustöðum midi.is um allt land og á netinu. Aðeins 550 miðar eru í boði. Breska hljómsveitin Tindersticks hefur starfað síðan 1991 og gaf fyrr á þessu ári út áttundu stúdíóplötuna sína. Tónlistin er dramatísk og kraft- mikil og aðdáendur Nicks Cave ættu að vera sérlega móttækilegir fyrir henni. Sveitin er leidd af söngvaranum Stuart Staples sem hugkvæmdist hljómsveitarnafnið eftir að hann fann þýskan eldspýtustokk á sólarströnd. Tindersticks í sölu í dag Útgáfu bókarinnar Project: Iceland var fagnað með veisluhöldum í húsnæði Li- borius á Laugavegi á laug- ardagskvöld. Bókin er af- rakstur vinnu hálf-íslenska ljósmyndarans Charlie Strand, sem fjallar þar um marga helstu frumkvöðla íslensks menningarlífs. Ljósmyndabók fagnað ÍSLENSKT VERKEFNI Gestir í útgáfupartíinu samglöddust Charlie Strand, sem hefur unnið að gerð bókarinnar síðastliðin tvö og hálft ár eða svo. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SIGRÚN HRÓLFSDÓTTIR OG EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR ARNAR GUÐJÓNSSON ADDA HELGADÓTTIR OG HEIÐAR INGI ANNA SIGRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR, ERLA KRÍSTÍN ÁRNADÓTTIR, KRÍSTÍN KLARA EINARSDÓTTIR, BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON OG JÓN ÖGMUNDSSON www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.is Tal er nýtt fjarskiptafyrirtæki á Íslandi sem leggur metnað sinn í að bjóða Íslendingum upp á lægri símreikninga og góða þjónustu. Tal er skemmtilegur og spennandi vinnustaður þar sem einstaklingar hafa gaman af því að takast á við spennandi verkefni. Vegna mikilla anna þurfum við að fjölga í hópnum. Sölufulltrúi – AUKAVINNA Tal óskar eftir að ráða drífandi einstaklinga í starf sölufulltrúa Tals í Reykjavík og á Akureyri. Starfið felst í að bjóða Íslendingum að lækka símreikninga sína vegna GSM, Netsins og heimasíma. Vinnutími: a.m.k. tvö kvöld í viku frá kl. 17.40 - 22.10 alla virka daga. Laun: Fast tímakaup auk virkilega góðra sölubónusa. Fríðindi: Eftir vissan tíma í starfi njóta starfsmenn sérkjara á GSM og nettengingum. Æskilegir eiginleikar: – Reynsla af sölu og kynningum – Stundvísi – Áhugi á að standa sig vel í starfi – Metnaður og heiðarleiki – Starfsgleði Allir starfsmenn fara á sölukynningu á vegum Tals og fá góða vörukynningu. Þjónustufulltrúi – FULLT STARF OG HLUTASTARF Tal óskar eftir að ráða drífandi einstaklinga í starf þjónustufulltrúa Tals. Um er að ræða hlutastarf og fullt starf. Starfið felst í að þjónusta viðskiptavini Tals og veita þeim tæknilega aðstoð og upplýsingar. Vinnutími: Þjónustuverið er opið alla virka daga frá 9.00-22.00 og á laugardögum frá 10.00-16.00. Unnið er á vikulegum vöktum. Laun: Góð laun fyrir gott fólk. Fríðindi: Fastráðnir starfsmenn njóta fríðinda af þjónustu Tals og starfsmenn í hlutastörfum njóta þeirra eftir ákveðinn tíma. Æskilegir eiginleikar: – Góð tæknileg þekking – Stundvísi – Áhugi á að standa sig vel í starfi – Metnaður og heiðarleiki – Starfsgleði – Að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri Allir starfsmenn fá góða starfsþjálfun á vegum Tals. NÝTT TÆKIFÆRI, GÓÐAR AUKATEKJUR Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið atvinna@tal.is, merktar viðeigandi starfi: Atvinna þjónustufulltrúi / sölufulltrúi Rvk. / sölufulltrúi Ak. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.